Veiðiréttareigendur borgi ekki einu sinni virðisaukaskatt Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 24. september 2023 15:14 Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga, er til vinstri og Kjartan Ólafsson, einn stofnenda fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax, til hægri. Vísir/Bylgjan/Aðsend Stofnandi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax sér tækifæri til að bæta framkvæmdina sem er á sjókvíeldi í dag en mikill styr hefur undanfarið staðið um greinina. Framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga líkir mistökum Artic Fish við slysið í Tsjernobyl og segir að íslenska laxastofninum verði útrýmt í boði stjórnvalda verði ekkert gert. „Erfðablöndun mun á endanum, það er bara staðreynd, útrýma þessum stofni. Þó það muni einhverjir fiskar ganga upp í árnar okkar eftir tíu, fimmtán, tuttugu ár þá verður það ekki villti íslenski laxastofninn. Og við sem samfélag eigum að vera komin lengra í dag en það í dag að samþykkja þetta,“ segir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga. Hann telur einu raunhæfu niðurstöðuna að hætta sjókvíeldi. Margt hægt að bæta Kjartan Ólafsson, einn stofnenda Arnarlax, segir af og frá að hætta sjókvíeldi og sér tækifæri til að bæta þá framkvæmd sem er á sjóvkíeldi í dag, enda sé tækifæri til að framleiða meira prótein í hafi. „Ég efast ekki um að báðir þessir hópar geti horft á fjölmargt, ef hagsmunir snúa að því að vernda villta laxinn þá er fjölmargt sem hægt er að gera á báðum hliðum til að bæta þá framkvæmd sem er í dag. Og veiðiréttareigendur, þetta er ekkert fólkið í landinu. Þetta er gríðarlega öflugur hagsmunahópur. Lög um utanvegaakstur eiga ekki við um veiðiréttareigendur. Lög um dýravernd eiga ekki við um veiðiréttareigendur. Þeir borga ekki einu sinni virðisaukaskatt,“ segir Kjartan. Peningurinn ekki inn á norska bankareikninga Gunnar Örn segir umræðuna ekki snúast um stangveiðimenn heldur um fólkið í landinu. 2.200 lögbýli hafi tekjur af stangveiði sem skili fimmtán milljörðum á hverju ári. Þá haldist peningurinn hérlendis, en fari ekki inn á norska eða svissneska bankareikninga. Hann líkir mistökum Artic Fish við Tsjernobyl kjarnorkuslysið. „Ef maður horfir á þessi slys sem eru að eiga sér stað, eins og hjá Arnarlaxi 2021 þar sem verið er að skipta um nótapoka. Að þessu sé leyft að viðgangast, svona vinnubrögðum í sjónum, þar sem við erum að sýsla með þetta. Ljósastýring sé ekki viðhöfð hjá Artic Fish núna, fóðurvélin sé inni í kvínni og geri gat á hana. Það er eins og menn átti sig ekki á hvað þeir eru að sýsla með. Fyrir íslenska villta laxastofninn þá er þetta eins og kjarnorkuúrgangur. Það sem er að gerast núna í ánum í Húnavatnssýslu og í Dölunum, það er bara eitt risastórt Tsjernobyl fyrir íslenska laxastofninn. Þannig er staðan. Honum verður bara útrýmt,“ segir Gunnar Örn. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á fjörugar rökræður Gunnars og Kjartans í heild sinni hér að neðan. Viðtalið hefst á mínútu 44:43. Umhverfismál Sjókvíaeldi Vesturbyggð Fiskeldi Skattar og tollar Tengdar fréttir Langflestir strokulaxanna kynþroska: „Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa óttast“ Langflestir eldislaxanna sem norsku rekkafarnir hafa veitt á Vesturlandi voru kynþroska. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun telur að rúmlega þúsund kynþroska laxar leiti nú upp í ár á Vesturlandi og víðar. Erfðablöndun við villta íslenska laxinn sé það nákvæmlega sem menn hafa óttast. 23. september 2023 12:45 „Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. 21. september 2023 16:04 Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
„Erfðablöndun mun á endanum, það er bara staðreynd, útrýma þessum stofni. Þó það muni einhverjir fiskar ganga upp í árnar okkar eftir tíu, fimmtán, tuttugu ár þá verður það ekki villti íslenski laxastofninn. Og við sem samfélag eigum að vera komin lengra í dag en það í dag að samþykkja þetta,“ segir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga. Hann telur einu raunhæfu niðurstöðuna að hætta sjókvíeldi. Margt hægt að bæta Kjartan Ólafsson, einn stofnenda Arnarlax, segir af og frá að hætta sjókvíeldi og sér tækifæri til að bæta þá framkvæmd sem er á sjóvkíeldi í dag, enda sé tækifæri til að framleiða meira prótein í hafi. „Ég efast ekki um að báðir þessir hópar geti horft á fjölmargt, ef hagsmunir snúa að því að vernda villta laxinn þá er fjölmargt sem hægt er að gera á báðum hliðum til að bæta þá framkvæmd sem er í dag. Og veiðiréttareigendur, þetta er ekkert fólkið í landinu. Þetta er gríðarlega öflugur hagsmunahópur. Lög um utanvegaakstur eiga ekki við um veiðiréttareigendur. Lög um dýravernd eiga ekki við um veiðiréttareigendur. Þeir borga ekki einu sinni virðisaukaskatt,“ segir Kjartan. Peningurinn ekki inn á norska bankareikninga Gunnar Örn segir umræðuna ekki snúast um stangveiðimenn heldur um fólkið í landinu. 2.200 lögbýli hafi tekjur af stangveiði sem skili fimmtán milljörðum á hverju ári. Þá haldist peningurinn hérlendis, en fari ekki inn á norska eða svissneska bankareikninga. Hann líkir mistökum Artic Fish við Tsjernobyl kjarnorkuslysið. „Ef maður horfir á þessi slys sem eru að eiga sér stað, eins og hjá Arnarlaxi 2021 þar sem verið er að skipta um nótapoka. Að þessu sé leyft að viðgangast, svona vinnubrögðum í sjónum, þar sem við erum að sýsla með þetta. Ljósastýring sé ekki viðhöfð hjá Artic Fish núna, fóðurvélin sé inni í kvínni og geri gat á hana. Það er eins og menn átti sig ekki á hvað þeir eru að sýsla með. Fyrir íslenska villta laxastofninn þá er þetta eins og kjarnorkuúrgangur. Það sem er að gerast núna í ánum í Húnavatnssýslu og í Dölunum, það er bara eitt risastórt Tsjernobyl fyrir íslenska laxastofninn. Þannig er staðan. Honum verður bara útrýmt,“ segir Gunnar Örn. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á fjörugar rökræður Gunnars og Kjartans í heild sinni hér að neðan. Viðtalið hefst á mínútu 44:43.
Umhverfismál Sjókvíaeldi Vesturbyggð Fiskeldi Skattar og tollar Tengdar fréttir Langflestir strokulaxanna kynþroska: „Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa óttast“ Langflestir eldislaxanna sem norsku rekkafarnir hafa veitt á Vesturlandi voru kynþroska. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun telur að rúmlega þúsund kynþroska laxar leiti nú upp í ár á Vesturlandi og víðar. Erfðablöndun við villta íslenska laxinn sé það nákvæmlega sem menn hafa óttast. 23. september 2023 12:45 „Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. 21. september 2023 16:04 Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Langflestir strokulaxanna kynþroska: „Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa óttast“ Langflestir eldislaxanna sem norsku rekkafarnir hafa veitt á Vesturlandi voru kynþroska. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun telur að rúmlega þúsund kynþroska laxar leiti nú upp í ár á Vesturlandi og víðar. Erfðablöndun við villta íslenska laxinn sé það nákvæmlega sem menn hafa óttast. 23. september 2023 12:45
„Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. 21. september 2023 16:04
Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21