Rapinoe: Líka stolt af því af við gerðum heiminn að aðeins betri stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2023 10:30 Megan Rapinoe kvaddi bandaríska landsliðið endanlega í nótt. Magnaður leikmaður og mögnuð baráttukona utan vallar líka. AP/Erin Hooley Bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe lék í nótt sinn síðasta landsleik en bandaríska landsliðið vann þá 2-0 sigur á Suður Afríku í kveðjuleik goðsagnarinnar. Þetta var 203. landsleikur hinnar 38 ára gömlu Rapinoe en hún hafði tilkynnt það fyrir HM í sumar að hún ætlaði að hætta í landsliðinu eftir heimsmeistaramótið. Bandaríska landsliðið olli miklum vonbrigðum á heimsmeistaramótinu og datt út í sextán liða úrslitum keppninnar. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Bandaríska sambandið skipulagði kveðjuleik fyrir Rapinoe sem og fyrir Julie Ertz sem fékk að kveðja í öðrum vináttulandsleik á móti Suður Afríku þremur dögum fyrr. Rapinoe bar fyrirliðabandið í leiknum í nótt og lék fyrstu 54 mínútur leiksins. Hún yfirgaf þá völlinn við dynjandi lófaklapp. Hún gat ekki haldið aftur af tárunum í leikslok enda mikil tímamót fyrir hana. View this post on Instagram A post shared by U.S. Soccer WNT (@uswnt) „Það gerir mig mjög stolta að við náðum svona góðum árangri inn á fótboltavellinum en ég er líka stolt af því af við gerðum heiminn að aðeins betri stað,“ sagði Megan Rapinoe. Þar vísar hún til þess að Rapinoe fór fyrir réttindabaráttu landsliðsins utan vallar en bandaríska kvennalandsliðið fær nú loksins sömu bónusa og umgjörð og karlalandsliðið. Rapinoe varð tvisvar sinum heimsmeistari með bandaríska landsliðinu og vann bæði Ólympíugull og Ólympíubrons með liðinu. Hápunktur ferilsins var örugglega HM 2019 þegar Rapinoe var bæði valin besti leikmaður mótsins sem og að hún varð markadrottning. Í kringum mótið vakti hún líka heimsathygli sitt við orðastríð við þáverandi forseta Bandaríkjanna Donald Trump. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Þetta var 203. landsleikur hinnar 38 ára gömlu Rapinoe en hún hafði tilkynnt það fyrir HM í sumar að hún ætlaði að hætta í landsliðinu eftir heimsmeistaramótið. Bandaríska landsliðið olli miklum vonbrigðum á heimsmeistaramótinu og datt út í sextán liða úrslitum keppninnar. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Bandaríska sambandið skipulagði kveðjuleik fyrir Rapinoe sem og fyrir Julie Ertz sem fékk að kveðja í öðrum vináttulandsleik á móti Suður Afríku þremur dögum fyrr. Rapinoe bar fyrirliðabandið í leiknum í nótt og lék fyrstu 54 mínútur leiksins. Hún yfirgaf þá völlinn við dynjandi lófaklapp. Hún gat ekki haldið aftur af tárunum í leikslok enda mikil tímamót fyrir hana. View this post on Instagram A post shared by U.S. Soccer WNT (@uswnt) „Það gerir mig mjög stolta að við náðum svona góðum árangri inn á fótboltavellinum en ég er líka stolt af því af við gerðum heiminn að aðeins betri stað,“ sagði Megan Rapinoe. Þar vísar hún til þess að Rapinoe fór fyrir réttindabaráttu landsliðsins utan vallar en bandaríska kvennalandsliðið fær nú loksins sömu bónusa og umgjörð og karlalandsliðið. Rapinoe varð tvisvar sinum heimsmeistari með bandaríska landsliðinu og vann bæði Ólympíugull og Ólympíubrons með liðinu. Hápunktur ferilsins var örugglega HM 2019 þegar Rapinoe var bæði valin besti leikmaður mótsins sem og að hún varð markadrottning. Í kringum mótið vakti hún líka heimsathygli sitt við orðastríð við þáverandi forseta Bandaríkjanna Donald Trump. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira