Waldorfskólinn braut lög og slegið á fingur Kópavogsbæjar Bjarki Sigurðsson skrifar 27. september 2023 10:22 Waldorfskólinn í Lækjarbotnum starfar á grundvelli þjónustusamnings við Kópavogsbæ. Waldorfskólinn Waldorfskólinn í Lækjarbotnum braut lög er umsóknum þriggja barna um skólavist var hafnað. Kópavogsbær sinnti ekki eftirlitsskyldu sinni í málinu. Þetta er niðurstaða í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Komst málið inn á borð ráðuneytisins í maí á síðasta ári eftir að umsókn barnanna þriggja um skólavist hafði verið hafnað. Kærandi í málinu er foreldri barnanna en hafði það áður starfað í öðrum skóla sem rekinn er í nánu samstarfi við Waldorfskólann. Ekkert traust Í ákvörðun skólans um að hafna umsókn barnanna kom fram að skólastjóri hafi metið aðstæður þannig að ekki lægi fyrir það traust milli aðila sem þarf til. Var hluti af þeirri ástæðu að skólinn taldi að koma foreldri barnanna inn í skólastarfið myndi hafa áhrif á innra starf leikskólans og grunnskólans. Var foreldrinu bent á að hafa samband við fræðslusvið Kópavogsbæjar ef það væri ósátt við úrvinnslu eða niðurstöðu málsins. Starfar skólinn á grundvelli þjónustusamnings við Kópavogsbæ. Svaraði bærinn foreldrinu þannig að skólinn sé einkarekinn grunnskóli sem heyri ekki undir sveitarfélaginu. Það hafi hvorki boðvald yfir skólanum né stjórn á innritun inn í skólann. Skólinn annast innritun Í niðurstöðum ráðuneytisins kemur fram að samkvæmt þjónustusamningnum annast skólinn sjálfur innritun nemenda og setur skólinn sér sjálfur innritunarreglur. Hluta úr þeim má lesa hér fyrir neðan. að laus pláss séu í bekkjarárgangi barns, að innritunarnefnd metur álag í bekk viðunandi fyrir velferð barnsins og að skólinn geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart þörfum barnsins, og mætt námslegum og félagslegum þörfum barnsins út frá aðstæðum og möguleikum í skólanum. Inntökunefnd skólans metur umsóknina og leggur fyrir tillögur um innritun hjá starfsmannaráði til samþykkis. Tillögur inntökunefndar til starfsmannaráðs skulu taka mið af: fyrirliggjandi upplýsingum, s.s. umsögnum frá skólum, greiningargögnum og inntökuviðtali ef við á, félags- og námsstöðu og líðan í skóla og mat á þörf fyrir skólaþjónustu að fengnu samþykki foreldra. Starfsmannaráð tekur ákvörðun um samþykki eða synjun umsókna á grundvelli tillagna inntökunefndar enda hafi nefndin tekið mið af ofangreindum skilyrðum. Í ákvörðun skólans um að hafna umsókn barnanna er ekki vísað til þeirra skilyrða sem finna má í reglunum. Með því að fara ekki eftir eigin innritunarreglum er það því niðurstaða ráðuneytisins að synjunin hafi ekki verið í samræmi við lög. Þá hafi Kópavogsbær einnig ekki sinnt sínum skyldum þegar bærinn sagðist skorta heimildir til þess að bregðast við erindinu. Er skólinn með lögbundna eftirlitsskyldu með sjálfstætt reknum grunnskólum sem gerðir hafa verið þjónustusamningar við. Leggur ráðuneytið fyrir sveitarfélaginu að hafa eftirlitshlutverk sitt í huga vegna starfsemi sjálfstætt rekna grunnskóla. Er ákvörðun Waldorfskóla í Lækjarbotnum um synjun á umsóknum barnanna um skólavist því felld úr gildi. Skóla - og menntamál Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Þetta er niðurstaða í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Komst málið inn á borð ráðuneytisins í maí á síðasta ári eftir að umsókn barnanna þriggja um skólavist hafði verið hafnað. Kærandi í málinu er foreldri barnanna en hafði það áður starfað í öðrum skóla sem rekinn er í nánu samstarfi við Waldorfskólann. Ekkert traust Í ákvörðun skólans um að hafna umsókn barnanna kom fram að skólastjóri hafi metið aðstæður þannig að ekki lægi fyrir það traust milli aðila sem þarf til. Var hluti af þeirri ástæðu að skólinn taldi að koma foreldri barnanna inn í skólastarfið myndi hafa áhrif á innra starf leikskólans og grunnskólans. Var foreldrinu bent á að hafa samband við fræðslusvið Kópavogsbæjar ef það væri ósátt við úrvinnslu eða niðurstöðu málsins. Starfar skólinn á grundvelli þjónustusamnings við Kópavogsbæ. Svaraði bærinn foreldrinu þannig að skólinn sé einkarekinn grunnskóli sem heyri ekki undir sveitarfélaginu. Það hafi hvorki boðvald yfir skólanum né stjórn á innritun inn í skólann. Skólinn annast innritun Í niðurstöðum ráðuneytisins kemur fram að samkvæmt þjónustusamningnum annast skólinn sjálfur innritun nemenda og setur skólinn sér sjálfur innritunarreglur. Hluta úr þeim má lesa hér fyrir neðan. að laus pláss séu í bekkjarárgangi barns, að innritunarnefnd metur álag í bekk viðunandi fyrir velferð barnsins og að skólinn geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart þörfum barnsins, og mætt námslegum og félagslegum þörfum barnsins út frá aðstæðum og möguleikum í skólanum. Inntökunefnd skólans metur umsóknina og leggur fyrir tillögur um innritun hjá starfsmannaráði til samþykkis. Tillögur inntökunefndar til starfsmannaráðs skulu taka mið af: fyrirliggjandi upplýsingum, s.s. umsögnum frá skólum, greiningargögnum og inntökuviðtali ef við á, félags- og námsstöðu og líðan í skóla og mat á þörf fyrir skólaþjónustu að fengnu samþykki foreldra. Starfsmannaráð tekur ákvörðun um samþykki eða synjun umsókna á grundvelli tillagna inntökunefndar enda hafi nefndin tekið mið af ofangreindum skilyrðum. Í ákvörðun skólans um að hafna umsókn barnanna er ekki vísað til þeirra skilyrða sem finna má í reglunum. Með því að fara ekki eftir eigin innritunarreglum er það því niðurstaða ráðuneytisins að synjunin hafi ekki verið í samræmi við lög. Þá hafi Kópavogsbær einnig ekki sinnt sínum skyldum þegar bærinn sagðist skorta heimildir til þess að bregðast við erindinu. Er skólinn með lögbundna eftirlitsskyldu með sjálfstætt reknum grunnskólum sem gerðir hafa verið þjónustusamningar við. Leggur ráðuneytið fyrir sveitarfélaginu að hafa eftirlitshlutverk sitt í huga vegna starfsemi sjálfstætt rekna grunnskóla. Er ákvörðun Waldorfskóla í Lækjarbotnum um synjun á umsóknum barnanna um skólavist því felld úr gildi.
að laus pláss séu í bekkjarárgangi barns, að innritunarnefnd metur álag í bekk viðunandi fyrir velferð barnsins og að skólinn geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart þörfum barnsins, og mætt námslegum og félagslegum þörfum barnsins út frá aðstæðum og möguleikum í skólanum. Inntökunefnd skólans metur umsóknina og leggur fyrir tillögur um innritun hjá starfsmannaráði til samþykkis. Tillögur inntökunefndar til starfsmannaráðs skulu taka mið af: fyrirliggjandi upplýsingum, s.s. umsögnum frá skólum, greiningargögnum og inntökuviðtali ef við á, félags- og námsstöðu og líðan í skóla og mat á þörf fyrir skólaþjónustu að fengnu samþykki foreldra. Starfsmannaráð tekur ákvörðun um samþykki eða synjun umsókna á grundvelli tillagna inntökunefndar enda hafi nefndin tekið mið af ofangreindum skilyrðum.
Skóla - og menntamál Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira