Átt þú barn með ADHD? Hólmfríður Árnadóttir skrifar 28. september 2023 07:01 Margir foreldrar geta ekki svarað þessari spurningu, þó þau gruni sterklega svarið, því börnin þeirra eru föst á biðlista og mörg hver í mikilli þörf á þjónustu. Það er sárt að horfa upp á þessa vangetu heilbrigðiskerfisins er snýr að geðheilbrigðisþjónustu barna. Að þau sem eru okkur dýrmætust og um leið viðkvæmust fái ekki þá þjónustu sem þau þurfa og að biðlistar eftir greiningum lengist stöðugt þrátt fyrir oft og tíðum fögur fyrirheit stjórnvalda um annað. Biðlistar Nú eru 1672 börn á biðlista eftir greiningu, flest bíða eftir ADHD greiningu eða 802 börn (Umboðsmaður barna sept. 2023). Biðlistar eftir greiningum hafa aldrei verið lengri og fyrir ung börn skiptir það öllu máli að snemma sé tekið á málum og þau fái þjónustu við hæfi. Þriggja til fjögurra ára dvöl á biðlista getur staðið þroska barna algerlega fyrir þrifum, bugað þau og fjölskyldur þeirra þegar mikil þjónustuþörf er til staðar. Ef við viljum hafa þá hugmyndafræði að leiðarljósi að öll börn skipti máli, að öll börn eigi að fá þjónustu við hæfi og að öll börn eigi að hafa kost á farsælu lífi þar sem hlúð er að geðheilsu þeirra á viðeigandi hátt þarf að bregðast skjótt við. Því þegar almenna heilbrigðiskerfið nær ekki að sinna þessum verkefnum eru mörg knúin til að leita annað. Einkastofur vinna greiningar sem kosta hundruði þúsunda. Einkareknar sálfræðistofur taka rúmlega tuttugu þúsund á tímann fyrir sálfræðiaðstoð barna. Oft þarf að koma vikulega þegar bregðast á við og þessi þjónusta er ekki niðurgreidd. Það sér hver manneskja að þetta umhverfi er algerlega óboðlegt börnum og fjölskyldum þeirra. Yfirvöld vita samt að pottur er brotinn og aðgerða sé þörf og geta á engan hátt borið fyrir sig að upplýsingar um stöðuna skorti. Þjónustuskortur Nú þarf að hrista upp í öllum ferlum og vinna markvisst að úrbótum á dapurlegum niðurstöðum skýrslunnar hlutverk og verkefni veitenda geðheilbrigðisþjónustu, því fyrr verða engar almennilegar aðgerðir. Í skýrslunni stendur að óásættanlega löng bið sé eftir sumum úrræðum. Skortur sé á skilgreindu verklagi fyrir boðleiðir milli þjónustuaðila og þjónustustiga og fjölmargar hindranir við lýði sem gera kerfið flókið, óskilvirkt og götótt. Þar er sagt að yfirfærsla milli stiga gangi illa, hlutverk séu óljós og skilningur misjafn enda engir vegvísar sem hægt er að styðjast við. Skilningur á því hvar þjónusta á heima er ólíkur og skortur á samráði, samtali og samvinnu milli stofnanna. Þarna fá þjónustustofnanir falleinkunn sem bregðst þarf við en stefið er vissulega gamalkunnugt og fréttirnar ekki nýjar. Aðgerðir! Bregðast þarf við með framkvæmdum og fjármagni sem aldrei fyrr. Sjá til þess að biðstími sé styttur niður í fáa mánuði og að greininga- og sálfræðiþjónustu sé niðurgreidd fyrir börn og ungmenni. Börnunum okkar líður sífellt verr líkt og rannsóknir sýna fram á. Líðan barna með sérþarfir er marktækt síðri hvað snertir almenna líðan, sjálfsmynd, heilsu, félagatengsl, skólalíðan og samskipti við fjölskyldu. Ef ekki er gripið til róttækra aðgerða núna þarf að gera það síðar með enn fjölþættari þjónustu, tilheyrandi umfangi og kostnaði, já og mikilli vanlíðan ungs fólks sem heilbrigðiskerfið hefur svikið. Það hafa dæmin margoft sýnt okkur. Börnin okkar eiga betra skilið. Höfundur er leik- og grunnskólakennari og hefur komið að þjónustu ótal barna sem biðu og bíða enn eftir greiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hólmfríður Árnadóttir ADHD Mest lesið Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Margir foreldrar geta ekki svarað þessari spurningu, þó þau gruni sterklega svarið, því börnin þeirra eru föst á biðlista og mörg hver í mikilli þörf á þjónustu. Það er sárt að horfa upp á þessa vangetu heilbrigðiskerfisins er snýr að geðheilbrigðisþjónustu barna. Að þau sem eru okkur dýrmætust og um leið viðkvæmust fái ekki þá þjónustu sem þau þurfa og að biðlistar eftir greiningum lengist stöðugt þrátt fyrir oft og tíðum fögur fyrirheit stjórnvalda um annað. Biðlistar Nú eru 1672 börn á biðlista eftir greiningu, flest bíða eftir ADHD greiningu eða 802 börn (Umboðsmaður barna sept. 2023). Biðlistar eftir greiningum hafa aldrei verið lengri og fyrir ung börn skiptir það öllu máli að snemma sé tekið á málum og þau fái þjónustu við hæfi. Þriggja til fjögurra ára dvöl á biðlista getur staðið þroska barna algerlega fyrir þrifum, bugað þau og fjölskyldur þeirra þegar mikil þjónustuþörf er til staðar. Ef við viljum hafa þá hugmyndafræði að leiðarljósi að öll börn skipti máli, að öll börn eigi að fá þjónustu við hæfi og að öll börn eigi að hafa kost á farsælu lífi þar sem hlúð er að geðheilsu þeirra á viðeigandi hátt þarf að bregðast skjótt við. Því þegar almenna heilbrigðiskerfið nær ekki að sinna þessum verkefnum eru mörg knúin til að leita annað. Einkastofur vinna greiningar sem kosta hundruði þúsunda. Einkareknar sálfræðistofur taka rúmlega tuttugu þúsund á tímann fyrir sálfræðiaðstoð barna. Oft þarf að koma vikulega þegar bregðast á við og þessi þjónusta er ekki niðurgreidd. Það sér hver manneskja að þetta umhverfi er algerlega óboðlegt börnum og fjölskyldum þeirra. Yfirvöld vita samt að pottur er brotinn og aðgerða sé þörf og geta á engan hátt borið fyrir sig að upplýsingar um stöðuna skorti. Þjónustuskortur Nú þarf að hrista upp í öllum ferlum og vinna markvisst að úrbótum á dapurlegum niðurstöðum skýrslunnar hlutverk og verkefni veitenda geðheilbrigðisþjónustu, því fyrr verða engar almennilegar aðgerðir. Í skýrslunni stendur að óásættanlega löng bið sé eftir sumum úrræðum. Skortur sé á skilgreindu verklagi fyrir boðleiðir milli þjónustuaðila og þjónustustiga og fjölmargar hindranir við lýði sem gera kerfið flókið, óskilvirkt og götótt. Þar er sagt að yfirfærsla milli stiga gangi illa, hlutverk séu óljós og skilningur misjafn enda engir vegvísar sem hægt er að styðjast við. Skilningur á því hvar þjónusta á heima er ólíkur og skortur á samráði, samtali og samvinnu milli stofnanna. Þarna fá þjónustustofnanir falleinkunn sem bregðst þarf við en stefið er vissulega gamalkunnugt og fréttirnar ekki nýjar. Aðgerðir! Bregðast þarf við með framkvæmdum og fjármagni sem aldrei fyrr. Sjá til þess að biðstími sé styttur niður í fáa mánuði og að greininga- og sálfræðiþjónustu sé niðurgreidd fyrir börn og ungmenni. Börnunum okkar líður sífellt verr líkt og rannsóknir sýna fram á. Líðan barna með sérþarfir er marktækt síðri hvað snertir almenna líðan, sjálfsmynd, heilsu, félagatengsl, skólalíðan og samskipti við fjölskyldu. Ef ekki er gripið til róttækra aðgerða núna þarf að gera það síðar með enn fjölþættari þjónustu, tilheyrandi umfangi og kostnaði, já og mikilli vanlíðan ungs fólks sem heilbrigðiskerfið hefur svikið. Það hafa dæmin margoft sýnt okkur. Börnin okkar eiga betra skilið. Höfundur er leik- og grunnskólakennari og hefur komið að þjónustu ótal barna sem biðu og bíða enn eftir greiningu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun