Kærkomin þróun hafi átt sér stað með innkomu Arnórs Aron Guðmundsson skrifar 28. september 2023 15:01 Arnór fagnar marki sínu með Blackburn Rovers í gær. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Arnór Sigurðsson, er að fara ansi hreint vel af stað í sínum fyrstu keppnisleikjum með enska B-deildar liðinu Blackburn Rovers. Þjálfari liðsins, Jon Dahl Tomasson, er afar ánægður með innkomu Arnórs í liðið en vill þó fara varlega af stað með hann. Arnór hefur undanfarna mánuði verið að glíma við meiðsli í nára sem hafa haldið honum frá keppni með Blackburn í upphafi tímabils. Skagamaðurinn sneri þó aftur inn á völlinn og spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir Blackburn gegn Ipswich um nýliðna helgi í ensku B-deildinni og nú aftur í gær í enska deildarbikarnum gegn Cardiff City. „Hann er gáfaður fótboltamaður sem hefur verið meiddur og vill sýna hvað í sig er spunnið. Það er það sem við viljum sjá frá honum en við verðum að fara vel með hann í leiðinni,“ sagði Tomasson eftir 4-2 sigur Blackburn Rovers á Cardiff í gær. Arnór er búinn að skora tvö mörk í þessum tveimur leikjum með Blackburn. Ansi hreint góð byrjun. „Hann er ekki enn kominn á fullt skrið. Ég tók hann út af í hálfleik gegn Ipswich á dögunum og núna spilaði hann 58 mínútur. Það var algjörlega hámarkið sem hann gat skilað af sér í þessum leik en vonandi verður hann í lagi í kjölfarið og getur svo byggt ofan á það. Tomasson er virkilega ánægður með markaskorun Arnórs. „Í upphafi tímabils höfum við séð allt of mikið af góðum færum fara í súginn hjá okkur. Þessi þróun er því ótrúlega jákvæð. Á hinn bóginn viljum við fara varlega í sakirnar með Arnór, leyfa honum að koma sér almennilega fyrir. Veita honum tíma og ráðrúm. Hjá okkur er hann að koma inn í nýtt umhverfi. Nýja menningu. En hann er að aðlagast vel.“ Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Sjá meira
Arnór hefur undanfarna mánuði verið að glíma við meiðsli í nára sem hafa haldið honum frá keppni með Blackburn í upphafi tímabils. Skagamaðurinn sneri þó aftur inn á völlinn og spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir Blackburn gegn Ipswich um nýliðna helgi í ensku B-deildinni og nú aftur í gær í enska deildarbikarnum gegn Cardiff City. „Hann er gáfaður fótboltamaður sem hefur verið meiddur og vill sýna hvað í sig er spunnið. Það er það sem við viljum sjá frá honum en við verðum að fara vel með hann í leiðinni,“ sagði Tomasson eftir 4-2 sigur Blackburn Rovers á Cardiff í gær. Arnór er búinn að skora tvö mörk í þessum tveimur leikjum með Blackburn. Ansi hreint góð byrjun. „Hann er ekki enn kominn á fullt skrið. Ég tók hann út af í hálfleik gegn Ipswich á dögunum og núna spilaði hann 58 mínútur. Það var algjörlega hámarkið sem hann gat skilað af sér í þessum leik en vonandi verður hann í lagi í kjölfarið og getur svo byggt ofan á það. Tomasson er virkilega ánægður með markaskorun Arnórs. „Í upphafi tímabils höfum við séð allt of mikið af góðum færum fara í súginn hjá okkur. Þessi þróun er því ótrúlega jákvæð. Á hinn bóginn viljum við fara varlega í sakirnar með Arnór, leyfa honum að koma sér almennilega fyrir. Veita honum tíma og ráðrúm. Hjá okkur er hann að koma inn í nýtt umhverfi. Nýja menningu. En hann er að aðlagast vel.“
Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Sjá meira