Birta Kristín fengin til að leiða orkusvið Eflu Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2023 12:44 Birta Kristín Helgadóttir. EFLA Birta Kristín Helgadóttir hefur tekið við stöðu sviðsstjóra Orku hjá Eflu og tekur þar með sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Orkusvið er eitt af fjórum kjarnasviðum fyrirtækisins og telur yfir þrjátíu sérfræðinga. Í tilkynningu frá Eflu segir að Birta taki við hlutverkinu af Steinþóri Gíslasyni sem hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Eflu AB í Svíþjóð ásamt því að taka við því hlutverki að samræma sókn Eflu alþjóðlega í orkuflutningsverkefnum, sem sé helsta sérhæfing Eflu á alþjóðlegum mörkuðum. „Birta kemur til EFLU frá Grænvangi ( e. Green by Iceland) þar sem hún starfaði sem verkefnastjóri og síðar forstöðumaður vettvangsins:„Það eru ótal tækifæri á sviði orkumála í dag, bæði þegar kemur að hefðbundnum og þekktari lausnum en ekki síður á sviði nýsköpunar og þróunar. Mikilvægast er þó að til að ljúka megi orkuskiptum með sjálfbærum hætti, þarf að tryggja að það sé gert í sátt við umhverfi og samfélag, án þess að ganga óþarflega á auðlindir okkar. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta hlutverk með öllu því góða fólki sem starfar hjá EFLU. “ Birta Kristín býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á orkugeiranum og lauk M.Sc. próf í umhverfis- og orkuverkfræði með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa frá Háskóla Íslands. Birta þekkir vel til EFLU en hún starfaði hjá fyrirtækinu á árunum 2014-2019 sem ráðgjafi í teymi endurnýjanlegrar orku. Hennar helstu verkefni voru þá á sviði vindorku og þá einkum við frumhönnun, verkefnastjórnun, stefnumótun, skipulag og umhverfismál. Hún sat einnig í stjórn félags Kvenna í orkumálum 2016-2022 og stjórn Festu - miðstöð um sjálfbærni 2022-2023. Hún hefur jafnframt setið í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís frá árinu 2020. EFLA er eitt stærsta þekkingarfyrirtæki landsins með 50 ára sögu og veitir fjölbreytta ráðgjöf á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir, sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. Hjá EFLU samstæðunni starfa yfir 500 starfsmenn í 6 löndum,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Orkumál Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Eflu segir að Birta taki við hlutverkinu af Steinþóri Gíslasyni sem hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Eflu AB í Svíþjóð ásamt því að taka við því hlutverki að samræma sókn Eflu alþjóðlega í orkuflutningsverkefnum, sem sé helsta sérhæfing Eflu á alþjóðlegum mörkuðum. „Birta kemur til EFLU frá Grænvangi ( e. Green by Iceland) þar sem hún starfaði sem verkefnastjóri og síðar forstöðumaður vettvangsins:„Það eru ótal tækifæri á sviði orkumála í dag, bæði þegar kemur að hefðbundnum og þekktari lausnum en ekki síður á sviði nýsköpunar og þróunar. Mikilvægast er þó að til að ljúka megi orkuskiptum með sjálfbærum hætti, þarf að tryggja að það sé gert í sátt við umhverfi og samfélag, án þess að ganga óþarflega á auðlindir okkar. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta hlutverk með öllu því góða fólki sem starfar hjá EFLU. “ Birta Kristín býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á orkugeiranum og lauk M.Sc. próf í umhverfis- og orkuverkfræði með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa frá Háskóla Íslands. Birta þekkir vel til EFLU en hún starfaði hjá fyrirtækinu á árunum 2014-2019 sem ráðgjafi í teymi endurnýjanlegrar orku. Hennar helstu verkefni voru þá á sviði vindorku og þá einkum við frumhönnun, verkefnastjórnun, stefnumótun, skipulag og umhverfismál. Hún sat einnig í stjórn félags Kvenna í orkumálum 2016-2022 og stjórn Festu - miðstöð um sjálfbærni 2022-2023. Hún hefur jafnframt setið í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís frá árinu 2020. EFLA er eitt stærsta þekkingarfyrirtæki landsins með 50 ára sögu og veitir fjölbreytta ráðgjöf á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir, sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. Hjá EFLU samstæðunni starfa yfir 500 starfsmenn í 6 löndum,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Orkumál Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira