Undirbúningur fyrir björgun háhyrningsins á lokametrunum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. september 2023 14:47 Gilsfjörður skilur milli Vestfjarða og Vesturlands við norðanverðan botn Breiðarfjarðar. Þar standa nú yfir umfangsmiklar björgunaraðgerðir þar sem reynt verður að koma háhyrningi í sjálfheldu á flot. Undirbúningur fyrir björgun ungs háhyrnings sem er strandaglópur innan Gilsfjarðarbrúar er á lokametrunum. Þegar flæðir að í kvöld verður gerð tilraun til að fleyta dýrinu út fjörðinn. Háhyrningurinn hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga. Ekki er um sama dýr að ræða og festist í firðinum í síðustu viku og var bjargað á laugardag. Fylgst hefur verið með dýrinu síðustu daga, en slæmt veður hefur torveldað aðgerðir til að koma því úr sjálfheldunni. Í gærmorgun bárust fréttir af því að dýrið hefði lagst á aðra hliðina. Fulltrúar frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg koma að björgun dýrsins auk fjölda annarra.Landsbjörg „Það er vond staða til að vera í þegar maður er hvalur. Í fyrsta lagi þá lifir hann ekki lengi á hlið, og í öðru lagi þá getur vatn komist mjög fljótt í blástursopið,“ sagði Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST. Bændur reistu dýrið við, og björgunarsveitin í Búðardal mættu á svæðið og studdu við það með staurum. Lífffræðingar með sérþekkingu á hvölum mættu á svæðið og var dýrið skorðað þannig að blástursopið héldist fyrir ofan vatnsborðið. Segli hefur verið komið undir háhyrningnum og flotbelgir festir sitthvorum megin við hann.Landsbjörg Í síðustu viku var öðrum háhyrningi bjargað í Gilsfirði, en sá hafði legið strandaður í fjöru í rúma tvo sólarhringa.Sjöfn Sæmundsdóttir Bíða flóðs Í kvöld verður gerð tilraun til þess að fleyta dýrinu út fjörðinn, undir brúna og á auðan sjó. Segli hefur verið komið undir háhyrningnum og flotbelgir festir sitthvorum megin við hann. Þegar flæðir að um sjöleitið verður gerð tilraun til að fleyta dýrinu út fjörðinn. Hér að neðan má sjá myndband af undirbúningi björgunaraðgerða. Hvalir Dýraheilbrigði Dýr Reykhólahreppur Tengdar fréttir Stefna á að hjálpa öðrum háhyrningi úr Gilsfirði á morgun Háhyrningur hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga, en stefnt er að því að flytja hann úr firðinum og sleppa honum lausum á morgun. Ekki er um að ræða sama háhyrning og festist í firðinum um liðna helgi, þótt líklegt sé að dýrin tilheyri sama hópi. 27. september 2023 21:35 „Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41 Reyna að bjarga háhyrningnum Reynt verður að bjarga ungum háhyrningi sem strandaði í Gilsfirði í dag. Stefnt er að því að koma honum út í sjó í kvöld. 22. september 2023 15:43 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira
Háhyrningurinn hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga. Ekki er um sama dýr að ræða og festist í firðinum í síðustu viku og var bjargað á laugardag. Fylgst hefur verið með dýrinu síðustu daga, en slæmt veður hefur torveldað aðgerðir til að koma því úr sjálfheldunni. Í gærmorgun bárust fréttir af því að dýrið hefði lagst á aðra hliðina. Fulltrúar frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg koma að björgun dýrsins auk fjölda annarra.Landsbjörg „Það er vond staða til að vera í þegar maður er hvalur. Í fyrsta lagi þá lifir hann ekki lengi á hlið, og í öðru lagi þá getur vatn komist mjög fljótt í blástursopið,“ sagði Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST. Bændur reistu dýrið við, og björgunarsveitin í Búðardal mættu á svæðið og studdu við það með staurum. Lífffræðingar með sérþekkingu á hvölum mættu á svæðið og var dýrið skorðað þannig að blástursopið héldist fyrir ofan vatnsborðið. Segli hefur verið komið undir háhyrningnum og flotbelgir festir sitthvorum megin við hann.Landsbjörg Í síðustu viku var öðrum háhyrningi bjargað í Gilsfirði, en sá hafði legið strandaður í fjöru í rúma tvo sólarhringa.Sjöfn Sæmundsdóttir Bíða flóðs Í kvöld verður gerð tilraun til þess að fleyta dýrinu út fjörðinn, undir brúna og á auðan sjó. Segli hefur verið komið undir háhyrningnum og flotbelgir festir sitthvorum megin við hann. Þegar flæðir að um sjöleitið verður gerð tilraun til að fleyta dýrinu út fjörðinn. Hér að neðan má sjá myndband af undirbúningi björgunaraðgerða.
Hvalir Dýraheilbrigði Dýr Reykhólahreppur Tengdar fréttir Stefna á að hjálpa öðrum háhyrningi úr Gilsfirði á morgun Háhyrningur hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga, en stefnt er að því að flytja hann úr firðinum og sleppa honum lausum á morgun. Ekki er um að ræða sama háhyrning og festist í firðinum um liðna helgi, þótt líklegt sé að dýrin tilheyri sama hópi. 27. september 2023 21:35 „Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41 Reyna að bjarga háhyrningnum Reynt verður að bjarga ungum háhyrningi sem strandaði í Gilsfirði í dag. Stefnt er að því að koma honum út í sjó í kvöld. 22. september 2023 15:43 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira
Stefna á að hjálpa öðrum háhyrningi úr Gilsfirði á morgun Háhyrningur hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga, en stefnt er að því að flytja hann úr firðinum og sleppa honum lausum á morgun. Ekki er um að ræða sama háhyrning og festist í firðinum um liðna helgi, þótt líklegt sé að dýrin tilheyri sama hópi. 27. september 2023 21:35
„Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41
Reyna að bjarga háhyrningnum Reynt verður að bjarga ungum háhyrningi sem strandaði í Gilsfirði í dag. Stefnt er að því að koma honum út í sjó í kvöld. 22. september 2023 15:43