Verum bleik – fyrir okkur öll! Halla Þorvaldsdóttir skrifar 29. september 2023 07:00 Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. Krabbamein snerta okkur öll. Í lok ársins 2022 voru 17.500 manns á lífi sem höfðu fengið krabbamein. Í kringum hvern og einn er líklegt að séu að minnsta kosti tíu einstaklingar sem jafngildir því að krabbamein séu í nánasta umhverfi næstum hálfrar þjóðarinnar og það án þess að við teljum með þann mikla fjölda sem hefur misst ástvini úr krabbameinum. Reynslan í áranna rás sýnir að fólk og fyrirtæki taka fagnandi tækifærinu til að taka þátt og sýna samstöðu í verki í Bleiku slaufunni. Samstaðan og þátttakan er einmitt í lykilhlutverki í Bleiku slaufunni í ár, þannig er lífið einfaldlega betra, ekki síst þegar á móti blæs. Til að ná árangri gegn skæðri ógn eins og krabbameinum þurfum við öll að taka þátt. Við þurfum samstöðu á öllum vígstöðvum. Í heilbrigðiskerfinu, til að tryggja sem stysta bið eftir þjónustu og að fólk geti treyst á samfellu í þjónustunni og bestu meðferð. Á vinnustöðum, með stuðningi við samstarfsfólk og með því að veita svigrúm til fjarveru og endurkomu til vinnu. Í skólum, í vinahópum og fjölskyldum og í raun hvar sem gripið er niður. Krabbamein reyna á okkur öll og allt verður betra ef við stöndum saman, styðjum hvert annað, hjálpumst að og vinnum að sama marki, hver og hvar sem við erum. Enginn á að þurfa að standa einn með krabbamein. Verkefnið er stórt nú þegar og mun stækka verulega á næstu árum. Krabbameinstilvikum mun fjölga mikið hér á landi á næstu árum fyrst og fremst vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar hækkar en líkur á krabbameinum aukast eftir því sem fólk eldist. Til að geta tekist á við það og tryggt bestan árangur varðandi krabbamein, hvort sem er í forvörnum, greiningu og meðferð eða lífsgæðum fólks, þarf skýrar og markvissar aðgerðir. Þjóðin hefur ítrekað sýnt í könnunum að heilbrigðismál eru það sem skiptir hana einna mestu og víst er að krabbamein eru þar ofarlega á lista. Mikilvægt er að stjórnvöld standi með landsmönnum. Góðu fréttirnar eru að sífellt fleiri lifa. Í hópi þeirra 9.586 kvenna sem voru á lífi eftir að hafa fengið krabbamein, í lok árs 2022 voru margar læknaðar af sínum meinum, aðrar í meðferð og enn aðrar að takast á við afleiðingar sjúkdóms eða meðferðar. Þó framfarir séu stöðugar í greiningu og meðferð eru lífshorfur misgóðar eftir því hvaða krabbamein eiga í hlut, til dæmis er fimm ára lifun kvenna sem fá brjóstakrabbamein að meðaltali um 88% en 7% eftir briskrabbamein. Við fögnum framförunum en gleymum ekki þeirri staðreynd að krabbamein eru enn orsakavaldur rúmlega fjórðungs dauðsfalla hér á landi. Við viljum ná enn betri árangri. Í starfi Krabbameinsfélagsins eru þrjú meginmarkmið; að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, að fjölga þeim sem lifa af og að lífsgæði þeirra sem veikjast og aðstandenda þeirra séu sem best. Með því að kaupa Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í því góða starfi. Sýnum samstöðu í verki, verum bleik, fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. Krabbamein snerta okkur öll. Í lok ársins 2022 voru 17.500 manns á lífi sem höfðu fengið krabbamein. Í kringum hvern og einn er líklegt að séu að minnsta kosti tíu einstaklingar sem jafngildir því að krabbamein séu í nánasta umhverfi næstum hálfrar þjóðarinnar og það án þess að við teljum með þann mikla fjölda sem hefur misst ástvini úr krabbameinum. Reynslan í áranna rás sýnir að fólk og fyrirtæki taka fagnandi tækifærinu til að taka þátt og sýna samstöðu í verki í Bleiku slaufunni. Samstaðan og þátttakan er einmitt í lykilhlutverki í Bleiku slaufunni í ár, þannig er lífið einfaldlega betra, ekki síst þegar á móti blæs. Til að ná árangri gegn skæðri ógn eins og krabbameinum þurfum við öll að taka þátt. Við þurfum samstöðu á öllum vígstöðvum. Í heilbrigðiskerfinu, til að tryggja sem stysta bið eftir þjónustu og að fólk geti treyst á samfellu í þjónustunni og bestu meðferð. Á vinnustöðum, með stuðningi við samstarfsfólk og með því að veita svigrúm til fjarveru og endurkomu til vinnu. Í skólum, í vinahópum og fjölskyldum og í raun hvar sem gripið er niður. Krabbamein reyna á okkur öll og allt verður betra ef við stöndum saman, styðjum hvert annað, hjálpumst að og vinnum að sama marki, hver og hvar sem við erum. Enginn á að þurfa að standa einn með krabbamein. Verkefnið er stórt nú þegar og mun stækka verulega á næstu árum. Krabbameinstilvikum mun fjölga mikið hér á landi á næstu árum fyrst og fremst vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar hækkar en líkur á krabbameinum aukast eftir því sem fólk eldist. Til að geta tekist á við það og tryggt bestan árangur varðandi krabbamein, hvort sem er í forvörnum, greiningu og meðferð eða lífsgæðum fólks, þarf skýrar og markvissar aðgerðir. Þjóðin hefur ítrekað sýnt í könnunum að heilbrigðismál eru það sem skiptir hana einna mestu og víst er að krabbamein eru þar ofarlega á lista. Mikilvægt er að stjórnvöld standi með landsmönnum. Góðu fréttirnar eru að sífellt fleiri lifa. Í hópi þeirra 9.586 kvenna sem voru á lífi eftir að hafa fengið krabbamein, í lok árs 2022 voru margar læknaðar af sínum meinum, aðrar í meðferð og enn aðrar að takast á við afleiðingar sjúkdóms eða meðferðar. Þó framfarir séu stöðugar í greiningu og meðferð eru lífshorfur misgóðar eftir því hvaða krabbamein eiga í hlut, til dæmis er fimm ára lifun kvenna sem fá brjóstakrabbamein að meðaltali um 88% en 7% eftir briskrabbamein. Við fögnum framförunum en gleymum ekki þeirri staðreynd að krabbamein eru enn orsakavaldur rúmlega fjórðungs dauðsfalla hér á landi. Við viljum ná enn betri árangri. Í starfi Krabbameinsfélagsins eru þrjú meginmarkmið; að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, að fjölga þeim sem lifa af og að lífsgæði þeirra sem veikjast og aðstandenda þeirra séu sem best. Með því að kaupa Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í því góða starfi. Sýnum samstöðu í verki, verum bleik, fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun