Orðsendingar milli dómara. Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 29. september 2023 15:30 Í dómsmáli sem ég lenti í fannst mér ég sjá vísbendingar um og sýndist ég jafnvel hafa sannanir fyrir því að dómari sendi rithandarsérfræðingi sem átti að sjá um greiningu undirritana í dómsmálinu og dómurum á efra dómstigi orðsendingar beinlínis til þess að hafa áhrif á að niðurstöðu þeirra með illa duldum ábendingum um hvernig þeir ættu að haga sínum úrskurðum og dómum. Ég hef fengið það staðfest með viðtölum við lögmenn að þetta sé vel þekkt fyrirbæri. Í fyrsta sinn sá ég þetta á skjali sem rithandarsérfræðingurinn hafði fengið sent. Um var að ræða tölvupóst til dómarans frá erlendum lögmanni hins aðila málsins þar sem hann fullyrðir að forráðamenn þess hafi verið viðstaddir svokallaðar undirritanir mínar. Reyndar voru í þessu plaggi beinlínis rangfærslur þar sem einungis tvær undirritanir gátu hafa verið ritaðar á þeim tíma sem þær áttu að hafa átt sér stað vegna þess að hin skjölin voru ekki til fyrr en síðar. Þar fyrir utan voru undirritanirnar ekki mínar eins og síðar kom í ljós. Ég hafði samband við rithandarsérfræðinginn og spurði hann hvernig og frá hverjum hann hefði fengið þetta skjal. Hann svaraði því til að dómarinn hefði sent sér hann í tölvupósti. Í annað skiptið sem þessi hegðan dómara virtist gerast var þegar ég reyndi allt sem ég gat til þess að sýna fram á að ég hefði ekki ritað umræddar undirskriftir og vildi að leitað væri til annarra sérfræðinga á öðrum forsendum. Eftir höfnun í undirrétti áfrýjaði ég til Hæstaréttar. Úrskurður héraðsdómara var auðvitað sendur Hæstarétti (Þetta gerðist áður en Landsréttur var stofnaður). Eftirfarandi staðhæfingar dómarans í honum vakti sérstaka athygli mína. Mér fannst hún einmitt ætluð Hæstarétti færi málið þangað. Hún var eitthvað á þessa leið: Í fyrsta lagi: Af gögnum málsins mætti ráða að ósætti hefði komið upp milli mín og hins eigenda fyrirtækisins. Ég veit reyndar ekki hvaða gögn dómarinn er að vísa í. Að minnsta kosti hafa þau ekki borið fyrir mín augu. Auk þess er þetta rangt. Dómsmálið kom ekki til vegna einhvers ósættis milli okkar heldur einfaldlega vegna ógreiddra reikninga. Í öðru lagi: Fyrir lægi yfirlýsing félaga míns í fyrirtækinu um að hann hefði ekki veitt félaginu ákveðna heimild enda fæli það í sér tvígreiðslu af hálfu hins aðilans í málinu. Hann væri samt helmingseigandi að fyrirtæki okkar og hefði verið framkvæmdastjóri þess á þessum tíma. Minna skýringa á málinu var ekki getið frekar en þær væru ekki til. Meðal annars var hin svokallaða tvígreiðsla út í hött. Þessar fullyrðingar dómara fannst mér afar furðulegar. Þær komu úrskurðinum, hvort leita mætti til fleiri sérfræðinga varðandi undirritanir, nákvæmlega ekkert við. Mér fannst að þeim væri beint til Hæstaréttar sem sérstökum upplýsingum til þess að hafa áhrif á úrskurð hans sem reyndar kallast dómur. Í hitt skiptið sem mér virtist upplýsingar vera sendar frá einu dómstigi til annars birtist í dómi Hæstaréttar. Hann staðfesti að öllu leyti dóm héraðsdóms en bætti við fáeinum atriðum sem greinilega áttu að styrkja hann.Meðal þeirra var að fyrirtæki okkar hefði fengið um 8 milljónum króna of háa upphæð frá hinum aðila málsins. Þessi ásökun hafði mér vitandi hvergi komið fram í gögnum málsins hjá Hæstarétti og örugglega ekki í málflutningi fyrir honum. Hún hafði komið fram í málflutningi fyrir héraðsdómi og var önnur af tveimur röksemdum hins aðilans í málinu sem héraðsdómarinn hafði ekki sett fram í forsendum fyrir dómnum. Hann hafði samt þrætt sig í gegnum allar aðrar röksemdir hans (en sleppt mínum eins og þær væru ekki til). Þess vegna hélt ég að það væri þar með komið út úr málinu og einbeitti mér að því að gagnrýna þau atriði sem komu fram í dómnum sjálfum. Eftir því sem ég best get séð hefur héraðsdómarinn bent dómurum í Hæstarétti á hana annaðhvort munnlega eða í tölvupósti. Ég var ekki í hæstarétti spurður út í eitt né neitt í þessu sambandi. Skýringin var einföld. Af ofangreindum átta milljónum hafði mér verið greiddar fimm milljónir samkvæmt samningi en afgangurinn þrjár milljónir virtust hafa horfið í vasa félaga míns. Spyrja má. Getur það verið að það kveði að því að dómarar gefi sérfræðingum sem taka að sér að greina ákveðinn hluta máls fyrir dómi og dómurum á efri dómstigum ábendingar um hver sé sekur og hver ekki að hans mati og hvernig megi gera dóma áhrifameiri? Svar mitt er að það séu jú til sterkar vísbendingar um að einhverjir þeirra að minnsta kosti hafi gert það.Enn má spyrja. Er þetta eðlilegt og í samræmi við lög? Ég held að það geti bara ekki verið! Dæmi hver fyrir sig! Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Dómstólar Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Í dómsmáli sem ég lenti í fannst mér ég sjá vísbendingar um og sýndist ég jafnvel hafa sannanir fyrir því að dómari sendi rithandarsérfræðingi sem átti að sjá um greiningu undirritana í dómsmálinu og dómurum á efra dómstigi orðsendingar beinlínis til þess að hafa áhrif á að niðurstöðu þeirra með illa duldum ábendingum um hvernig þeir ættu að haga sínum úrskurðum og dómum. Ég hef fengið það staðfest með viðtölum við lögmenn að þetta sé vel þekkt fyrirbæri. Í fyrsta sinn sá ég þetta á skjali sem rithandarsérfræðingurinn hafði fengið sent. Um var að ræða tölvupóst til dómarans frá erlendum lögmanni hins aðila málsins þar sem hann fullyrðir að forráðamenn þess hafi verið viðstaddir svokallaðar undirritanir mínar. Reyndar voru í þessu plaggi beinlínis rangfærslur þar sem einungis tvær undirritanir gátu hafa verið ritaðar á þeim tíma sem þær áttu að hafa átt sér stað vegna þess að hin skjölin voru ekki til fyrr en síðar. Þar fyrir utan voru undirritanirnar ekki mínar eins og síðar kom í ljós. Ég hafði samband við rithandarsérfræðinginn og spurði hann hvernig og frá hverjum hann hefði fengið þetta skjal. Hann svaraði því til að dómarinn hefði sent sér hann í tölvupósti. Í annað skiptið sem þessi hegðan dómara virtist gerast var þegar ég reyndi allt sem ég gat til þess að sýna fram á að ég hefði ekki ritað umræddar undirskriftir og vildi að leitað væri til annarra sérfræðinga á öðrum forsendum. Eftir höfnun í undirrétti áfrýjaði ég til Hæstaréttar. Úrskurður héraðsdómara var auðvitað sendur Hæstarétti (Þetta gerðist áður en Landsréttur var stofnaður). Eftirfarandi staðhæfingar dómarans í honum vakti sérstaka athygli mína. Mér fannst hún einmitt ætluð Hæstarétti færi málið þangað. Hún var eitthvað á þessa leið: Í fyrsta lagi: Af gögnum málsins mætti ráða að ósætti hefði komið upp milli mín og hins eigenda fyrirtækisins. Ég veit reyndar ekki hvaða gögn dómarinn er að vísa í. Að minnsta kosti hafa þau ekki borið fyrir mín augu. Auk þess er þetta rangt. Dómsmálið kom ekki til vegna einhvers ósættis milli okkar heldur einfaldlega vegna ógreiddra reikninga. Í öðru lagi: Fyrir lægi yfirlýsing félaga míns í fyrirtækinu um að hann hefði ekki veitt félaginu ákveðna heimild enda fæli það í sér tvígreiðslu af hálfu hins aðilans í málinu. Hann væri samt helmingseigandi að fyrirtæki okkar og hefði verið framkvæmdastjóri þess á þessum tíma. Minna skýringa á málinu var ekki getið frekar en þær væru ekki til. Meðal annars var hin svokallaða tvígreiðsla út í hött. Þessar fullyrðingar dómara fannst mér afar furðulegar. Þær komu úrskurðinum, hvort leita mætti til fleiri sérfræðinga varðandi undirritanir, nákvæmlega ekkert við. Mér fannst að þeim væri beint til Hæstaréttar sem sérstökum upplýsingum til þess að hafa áhrif á úrskurð hans sem reyndar kallast dómur. Í hitt skiptið sem mér virtist upplýsingar vera sendar frá einu dómstigi til annars birtist í dómi Hæstaréttar. Hann staðfesti að öllu leyti dóm héraðsdóms en bætti við fáeinum atriðum sem greinilega áttu að styrkja hann.Meðal þeirra var að fyrirtæki okkar hefði fengið um 8 milljónum króna of háa upphæð frá hinum aðila málsins. Þessi ásökun hafði mér vitandi hvergi komið fram í gögnum málsins hjá Hæstarétti og örugglega ekki í málflutningi fyrir honum. Hún hafði komið fram í málflutningi fyrir héraðsdómi og var önnur af tveimur röksemdum hins aðilans í málinu sem héraðsdómarinn hafði ekki sett fram í forsendum fyrir dómnum. Hann hafði samt þrætt sig í gegnum allar aðrar röksemdir hans (en sleppt mínum eins og þær væru ekki til). Þess vegna hélt ég að það væri þar með komið út úr málinu og einbeitti mér að því að gagnrýna þau atriði sem komu fram í dómnum sjálfum. Eftir því sem ég best get séð hefur héraðsdómarinn bent dómurum í Hæstarétti á hana annaðhvort munnlega eða í tölvupósti. Ég var ekki í hæstarétti spurður út í eitt né neitt í þessu sambandi. Skýringin var einföld. Af ofangreindum átta milljónum hafði mér verið greiddar fimm milljónir samkvæmt samningi en afgangurinn þrjár milljónir virtust hafa horfið í vasa félaga míns. Spyrja má. Getur það verið að það kveði að því að dómarar gefi sérfræðingum sem taka að sér að greina ákveðinn hluta máls fyrir dómi og dómurum á efri dómstigum ábendingar um hver sé sekur og hver ekki að hans mati og hvernig megi gera dóma áhrifameiri? Svar mitt er að það séu jú til sterkar vísbendingar um að einhverjir þeirra að minnsta kosti hafi gert það.Enn má spyrja. Er þetta eðlilegt og í samræmi við lög? Ég held að það geti bara ekki verið! Dæmi hver fyrir sig! Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun