„Alltaf verið draumur minn að stýra KR“ Andri Már Eggertsson skrifar 1. október 2023 17:35 Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var afar svekktur eftir tap gegn KR 4-3. Óskar fór einnig yfir það hvort hann væri að taka við Haugesund. „Leikurinn fór ekkert endilega frá okkur í uppbótartíma. Mér fannst við bjóða þessu heim í seinni hálfleik og mér fannst við flatir. Við buðum KR upp á að gefa boltann út á kannt og koma honum fyrir sem þeir eru mjög góðir í og kunna það liða best. Þegar við erum ekki með hungrið til að vinna boltann og hungrið til þess að klára þennan leik þá fer svona.“ „Þetta hefur verið saga okkar í deildinni. Við höfum ekki náð að klára leiki og haft drifkraftinn til þess. Frammistaðan í seinni hálfleik var óboðleg.“ Óskar Hrafn er orðaður við Haugesund og sagði að hann hafi átt samtöl við þá og hann er hungraður í að þjálfa erlendis. „Það er ekkert stórkostlegt í gangi. Ég hef heyrt í þessum mönnum og átt spjall við þá en það er ekki komið lengra en það.“ „Auðvitað vill maður alltaf taka eitt skref í viðbót og það verður að vera rétt og það er ekki auðvelt fyrir íslenska þjálfara að komast erlendis. Reynslan hefur sýnt að það er flókið og erfitt. Það á við um mig eins og leikmennina að það er nauðsynlegt að hafa hungur til staðar til þess að taka næsta skref og það er drifkrafturinn sem keyrir mann áfram bæði mig og leikmennina og alla aðra í kringum þetta.“ „Ég er með tvö ár eftir af samningnum mínum við Breiðablik og ég held mig við það þangað til að annað kemur í ljós.“ Klippa: Alltaf verið draumurinn minn að stýra KR Óskar er uppalinn KR-ingur og var spurður hvort hann hafi áhuga á þjálfarastarfi KR. „Ég er KR-ingur og bjó fyrstu 23 ár ævi minnar í blokkunum hérna við völlinn. Auðvitað hefur alltaf verið draumur minn að stýra KR en hvenær og hvort það gerist. Núna eru menn að kveðja frábæran þjálfara og ég sé á eftir honum sem KR-ingur en mér finnst ótímabært að tala um það samningsbundinn Breiðabliki en ég er KR-ingur og vill þessu félagi allt það besta,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. KR Breiðablik Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
„Leikurinn fór ekkert endilega frá okkur í uppbótartíma. Mér fannst við bjóða þessu heim í seinni hálfleik og mér fannst við flatir. Við buðum KR upp á að gefa boltann út á kannt og koma honum fyrir sem þeir eru mjög góðir í og kunna það liða best. Þegar við erum ekki með hungrið til að vinna boltann og hungrið til þess að klára þennan leik þá fer svona.“ „Þetta hefur verið saga okkar í deildinni. Við höfum ekki náð að klára leiki og haft drifkraftinn til þess. Frammistaðan í seinni hálfleik var óboðleg.“ Óskar Hrafn er orðaður við Haugesund og sagði að hann hafi átt samtöl við þá og hann er hungraður í að þjálfa erlendis. „Það er ekkert stórkostlegt í gangi. Ég hef heyrt í þessum mönnum og átt spjall við þá en það er ekki komið lengra en það.“ „Auðvitað vill maður alltaf taka eitt skref í viðbót og það verður að vera rétt og það er ekki auðvelt fyrir íslenska þjálfara að komast erlendis. Reynslan hefur sýnt að það er flókið og erfitt. Það á við um mig eins og leikmennina að það er nauðsynlegt að hafa hungur til staðar til þess að taka næsta skref og það er drifkrafturinn sem keyrir mann áfram bæði mig og leikmennina og alla aðra í kringum þetta.“ „Ég er með tvö ár eftir af samningnum mínum við Breiðablik og ég held mig við það þangað til að annað kemur í ljós.“ Klippa: Alltaf verið draumurinn minn að stýra KR Óskar er uppalinn KR-ingur og var spurður hvort hann hafi áhuga á þjálfarastarfi KR. „Ég er KR-ingur og bjó fyrstu 23 ár ævi minnar í blokkunum hérna við völlinn. Auðvitað hefur alltaf verið draumur minn að stýra KR en hvenær og hvort það gerist. Núna eru menn að kveðja frábæran þjálfara og ég sé á eftir honum sem KR-ingur en mér finnst ótímabært að tala um það samningsbundinn Breiðabliki en ég er KR-ingur og vill þessu félagi allt það besta,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
KR Breiðablik Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira