Við sjáum myndirnar og fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru í hryðjuverkamálinu svokallaða. Við ræðum við Svein Andra Sveinsson, verjanda annars þeirra ákærðu, í beinni.
Þrettán ára strákur var kallaður skömm fyrir íþróttafélag sitt þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Dæmi eru um að foreldrar veitist að ungmennum sem hafa dæmt fótboltaleiki barna.Við sjáum brot úr Hliðarlínunni sem fer í loftið að loknum kvöldfréttum.
Þá verðum við í beinni frá Breiðholti og skoðum vinningstillögur í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Í einni þeirra felst að koma upp stóru skilti sem býður fólk velkomið í hverfið. Þá kynnum við okkur afmælisveislu fyrir flugvél og kíkjum á sérstakt skósafn sem er til sýnis á Höfn.
Í Íslandi í dag hittir Vala Matt leikarann Tómas Lemarquis sem hefur innréttað rútu sem hann býr í á ferðum sínum um landið.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.