Íbúðin sem um ræðir er 95,1 fermetrar að stærð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi við Smyrilshlíð 4.
„Eftir þrjú yndisleg ár hér á Hlíðarenda er fjögurra herbergja íbúðin okkar í Smyrilshlíð komin í sölu. Opið hús á morgun. Við höfum fest kaup á stærra húsnæði vegna fjölgunar í fjölskyldunni en Ása mín er langt gengin með annað barn okkar,“ skrifar Þorbjörn og deilir eigninni á Facebook.
Íbúðin skiptist í opið og bjart alrými sem samanstendur af stofu, eldhúsi og borðstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Úr stofu er útgengt á hellulagða verönd til suðvesturs.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteginavef Vísis.





Gengin langt með þeirra annað barn
Þorbjörn og Ása gengu í hjónaband 2. júlí 2021 hjá Sýslumanninum í Kópavogi en lofuðu partýi síðar.
Saman eiga þau einn dreng fæddan 2020. Hjónin eiga nú von á sínu öðru barni og tími til kominn að stækka við sig þar sem Ása er komin á langt á leið.