Breytingin er á hraða snigilsins Guðný Jónsdóttir skrifar 5. október 2023 12:30 Á afar skemmtilegum morgunverðarfundi í húsnæði Rafal í Hafnarfirði í síðustu viku var birt skýrsla KÍO um stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hefur lítil breyting verið á hlut kvenna í geiranum á síðastliðnum tveimur árum. Góðu fréttirnar voru hinsvegar að það voru tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar á aldursbilinu 30 til 44 ára. Á heildina litið eru kvenkyns framkvæmdastjórar 38% í geiranum. Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér: Úttekt á stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum Orku- og veitugeirinn hefur frá upphafi verið mjög karlægur vinnumarkaður. Hægt og rólega hefur þó hlutur kvenna á þessum markaði verið að aukast en breytingin er á hraða snigilsins. Hvað er til ráða? Það er mikilvægt að halda samtalinu áfram. Jafnrétti og fjölbreytileiki á vinnumarkaði er ekki bara hagsmunamál kvenna heldur allra. Það gleymist stundum að nefna karlmennina í umræðunni. Það er ekki nóg að eingöngu konur ræði um þessa hluti. Það er mikilvægt að fá alla með í lið og halda orðræðunni á lofti. Hvernig geta konur samsvarað sér í þessum bransa? Í skýrslunni kom einnig fram að frá upphafi hafa einungis sjö konur verið forstýrur skráðra fyrirtækja í Íslensku kauphöllinni á móti hundruð karla. Auðvitað er myndin ramskökk og liggja margar skýringar á bakvið en við breytum þessu ekki á einni nóttu, þetta er langhlaup. KÍO nefnir skýringar á borð við staðalímyndir, ómeðvitaða fordóma og þriðju vaktina. Ég vil einnig minnast á hefðir. Þær geta legið mjög djúpt og stundum getur reynst erfitt að vinda ofan af þeim. Í rannsókn minni á jafnvægi milli vinnu og einkalífi og fjarvinnu fjallaði ég meðal annars um ólíka menningu milli kynja. Konur eru til dæmis almennt séð opnari tilfinningalega en karlar, þær hafa meiri þörf fyrir að tjá sig og þær eiga auðveldara með það. Við skulum ekki gleyma hvernig staða kvenna var hér árum áður en sú mikilvæga staðreynd var sú að konum var kennt frá blautu barnsbeini að hafa þarfir annarra og sérstaklega karlmanna í fyrirrúmi. Áratugum saman hafa konur þurft að gefa starfsframa sinn uppá bátinn til þess að sinna heimilishaldi og barnauppeldi svo eiginmaðurinn geti einbeitt sér að sínum starfsframa. Þegar konur fóru svo að fara út á vinnumarkaðinn í auknum mæli, þá var ekki mikill stuðningur heima fyrir. Áfram héldu þær að sinna heimilisstörfum og barnauppeldinu. Það hefur meðal annars haft þær afleiðingar að sumar konur eru í dag að upplifa algjöra örmögnun og kulnun. Konur eru hægt og rólega að vinda ofan af þessu og hefur orðið mikil breyting á í nútíma samfélagi. Það er mikilvægt að hver og ein setji sér mörk í samræmi við sínar þarfir svo þær nái að blómstra í leik og starfi. Niðurstaða könnunar sem Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé og fleiri lögðu fyrir hér á landi árið 2021 um kynin og vinnustaðinn var að konur þurftu frekar að sanna sig sem stjórnendur en karlar og þær voru fjórtán sinnum líklegri en karlar til að bera meiri ábyrgð á fjölskyldu- og heimilishaldi. Einnig kom fram hvað varðar jafnvægi milli vinnu og einkalífi þá fengu konur meiri stuðning en karlar frá sínum vinnuveitanda. Það er mikilvægt að feður njóti stuðnings líkt og konur en þarf að vera stefnumótandi ákvörðun vinnuveitanda. Gamlar hefðir hafa ennþá áhrif og geta verið ríkjandi en við þurfum að brjóta þær markvisst upp. Það mun taka tíma en við megum ekki gefast upp eða sofna á verðinum. Með samtali og umræðum hjá öllum þá höldum við orðræðunni á lofti. Verum vakandi fyrir öflugum konum og konum sem hafa áhuga á stjórnendahlutverkinu og veita þeim tækifæri og stuðning. Það skiptir einnig máli hvernig fyrirtæki auglýsa sig og það er mikilvægt að draga fram að vinnuumhverfið sé fjölskylduvænt og það sé hlúað að jafnvægi milli vinnu og einkalífi, þannig að konur geti samsvarað sig betur að vinnuumhverfinu. Þegar vinnustaður er fjölbreyttur þá er líklegra að fyrirtækin ná meiri árangri. Það er margt búið að gerast og margt að gerjast í þessum málum. Ég er full bjartsýni fyrir framtíðinni og sannfærð um þegar allir taka höndum saman í átt að jafnrétti á vinnumarkaðnum þá verður þróunin ekki áfram á hraða snigilsins. Höfundur er mannauðsstjóri Rafal ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jafnréttismál Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Á afar skemmtilegum morgunverðarfundi í húsnæði Rafal í Hafnarfirði í síðustu viku var birt skýrsla KÍO um stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hefur lítil breyting verið á hlut kvenna í geiranum á síðastliðnum tveimur árum. Góðu fréttirnar voru hinsvegar að það voru tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar á aldursbilinu 30 til 44 ára. Á heildina litið eru kvenkyns framkvæmdastjórar 38% í geiranum. Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér: Úttekt á stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum Orku- og veitugeirinn hefur frá upphafi verið mjög karlægur vinnumarkaður. Hægt og rólega hefur þó hlutur kvenna á þessum markaði verið að aukast en breytingin er á hraða snigilsins. Hvað er til ráða? Það er mikilvægt að halda samtalinu áfram. Jafnrétti og fjölbreytileiki á vinnumarkaði er ekki bara hagsmunamál kvenna heldur allra. Það gleymist stundum að nefna karlmennina í umræðunni. Það er ekki nóg að eingöngu konur ræði um þessa hluti. Það er mikilvægt að fá alla með í lið og halda orðræðunni á lofti. Hvernig geta konur samsvarað sér í þessum bransa? Í skýrslunni kom einnig fram að frá upphafi hafa einungis sjö konur verið forstýrur skráðra fyrirtækja í Íslensku kauphöllinni á móti hundruð karla. Auðvitað er myndin ramskökk og liggja margar skýringar á bakvið en við breytum þessu ekki á einni nóttu, þetta er langhlaup. KÍO nefnir skýringar á borð við staðalímyndir, ómeðvitaða fordóma og þriðju vaktina. Ég vil einnig minnast á hefðir. Þær geta legið mjög djúpt og stundum getur reynst erfitt að vinda ofan af þeim. Í rannsókn minni á jafnvægi milli vinnu og einkalífi og fjarvinnu fjallaði ég meðal annars um ólíka menningu milli kynja. Konur eru til dæmis almennt séð opnari tilfinningalega en karlar, þær hafa meiri þörf fyrir að tjá sig og þær eiga auðveldara með það. Við skulum ekki gleyma hvernig staða kvenna var hér árum áður en sú mikilvæga staðreynd var sú að konum var kennt frá blautu barnsbeini að hafa þarfir annarra og sérstaklega karlmanna í fyrirrúmi. Áratugum saman hafa konur þurft að gefa starfsframa sinn uppá bátinn til þess að sinna heimilishaldi og barnauppeldi svo eiginmaðurinn geti einbeitt sér að sínum starfsframa. Þegar konur fóru svo að fara út á vinnumarkaðinn í auknum mæli, þá var ekki mikill stuðningur heima fyrir. Áfram héldu þær að sinna heimilisstörfum og barnauppeldinu. Það hefur meðal annars haft þær afleiðingar að sumar konur eru í dag að upplifa algjöra örmögnun og kulnun. Konur eru hægt og rólega að vinda ofan af þessu og hefur orðið mikil breyting á í nútíma samfélagi. Það er mikilvægt að hver og ein setji sér mörk í samræmi við sínar þarfir svo þær nái að blómstra í leik og starfi. Niðurstaða könnunar sem Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé og fleiri lögðu fyrir hér á landi árið 2021 um kynin og vinnustaðinn var að konur þurftu frekar að sanna sig sem stjórnendur en karlar og þær voru fjórtán sinnum líklegri en karlar til að bera meiri ábyrgð á fjölskyldu- og heimilishaldi. Einnig kom fram hvað varðar jafnvægi milli vinnu og einkalífi þá fengu konur meiri stuðning en karlar frá sínum vinnuveitanda. Það er mikilvægt að feður njóti stuðnings líkt og konur en þarf að vera stefnumótandi ákvörðun vinnuveitanda. Gamlar hefðir hafa ennþá áhrif og geta verið ríkjandi en við þurfum að brjóta þær markvisst upp. Það mun taka tíma en við megum ekki gefast upp eða sofna á verðinum. Með samtali og umræðum hjá öllum þá höldum við orðræðunni á lofti. Verum vakandi fyrir öflugum konum og konum sem hafa áhuga á stjórnendahlutverkinu og veita þeim tækifæri og stuðning. Það skiptir einnig máli hvernig fyrirtæki auglýsa sig og það er mikilvægt að draga fram að vinnuumhverfið sé fjölskylduvænt og það sé hlúað að jafnvægi milli vinnu og einkalífi, þannig að konur geti samsvarað sig betur að vinnuumhverfinu. Þegar vinnustaður er fjölbreyttur þá er líklegra að fyrirtækin ná meiri árangri. Það er margt búið að gerast og margt að gerjast í þessum málum. Ég er full bjartsýni fyrir framtíðinni og sannfærð um þegar allir taka höndum saman í átt að jafnrétti á vinnumarkaðnum þá verður þróunin ekki áfram á hraða snigilsins. Höfundur er mannauðsstjóri Rafal ehf.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun