Matvælin í geymslu þriffyrirtækis nátengdu veitingahúsarekstri Helena Rós Sturludóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. október 2023 22:25 Þegar hringt var í Vy-þrif í dag framsendist síminn á karlmann sem kannaðist ekkert við að starfa hjá fyrirtækinu. Hann vísaði á forstjóra fyrirtækisins sem náðist ekki í. Vy-þrif Þriffyrirtæki í Reykjavík sem er í eigu stórtæks veitingamanns leigði geymslurými í höfuðborginni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga fleiri tonnum af matvælum í síðustu viku. Óljóst er hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra aðila. Farið var yfir málin í kvöldfréttum Stöðvar 2. Það var í síðustu viku sem matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar lagðist í umfangsmikla aðgerð í Sóltúni í Reykjavík. Morgunblaðið greindi frá því að aðgerðin hefði verið umfangsmikil og tíu heilbrigðisfulltrúar komið að henni. Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri eftirlitsins, segir að um hafi verið að ræða ólöglegan matvælalager. Óheilnæmar aðstæður hafi verið í húsnæðinu en um er að ræða geymslurými í kjallara um 360 fermetra að stærð. Fram hefur komið að nágannar hafi fundið fyrir vondri lykt á svæðinu. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að rottugangur hafi verið á svæðinu. Þriðji aðili með rýmið í leigu Fasteignafélagið Sigtún ehf er eigandi rýmisins en leigði það út til annars félags. Samkvæmt heimildum fréttastofu vildi félagið losna úr rýminu en var fast með leigusamning. Úr varð að félagið framleigði rýmið til þriffyrirtækisins Vy-þrif. Rampurinn inn í geymslurýmið í Sóltúni 20.Vísir/Vilhelm Fréttastofa gerði endurteknar tilraunir til að ná tali af forsvarsfólki Vy-þrifa í dag. Þegar hringt var í símanúmerið hjá Vy-þrifum var síminn áframsendur á karlmann sem kannaðist ekki við að vera starfsmaður Vy-þrifa. Hann sagðist ekkert tengjast umræddu máli, væri í raun viðskiptavinur fyrirtækisins en kannaðist við eigandann. Sá væri staddur erlendis. Fréttastofa reyndi að ná í Davíð Viðarsson, skráðan eiganda Vy-þrifa, í dag. Davíð svaraði hvorki símtölum né skilaboðum. Auk Vy-þrifa er Davíð skráður eigandi veitingahússkeðjunnar Pho-Víetnam sem heldur úti nokkrum útibúum á höfuðborgarsvæðinu. Í viðtölum undanfarin ár hefur þó Quang Le komið fram sem eigandi. Þá keypti félagið NQ fasteignir ehf. í eigu Davíðs Herkastalann við Kirkjustræti 2 í Reykjavík, sem áður hýsti Hjálpræðisherinn, á hálfan milljarð króna í fyrra. Í tilkynningu var félaginu lýst sem íslensku-víetnömsku fjölskyldufyrirtæki sem ætlaði að reka hótel og veitingastað í húsinu. Fjölbreyttar tegundir matvæla Óskar Ísfeld gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Tómas G. Gíslason framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur óskaði eftir skriflegum spurningum en þeim hafði ekki verið svarað þegar fréttin var skrifuð. Óskar Ísfeld sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að upplýsingar lægju ekki fyrir um hvort matvælin hefðu verið seld og væru í dreifingu. Það væri enn í rannsókn. Töluvert er af hrísgrjónum og ýmislegt drasl fyrir utan geymsluna. Þar voru fuglar í morgunsárið að finna sér eitthvað ætilegt.Vísir/Vilhelm Um fjölbreyttar tegundir matvæla var að ræða, ýmsar gerðir af frystivörum, þurrvörur og sósur. Óskar sagði málið fordæmalaust og að þeirra mat væri að matvælin væru hættuleg. Aðspurður um hvort stæði til að upplýsa um það um hvaða fyrirtæki væri að ræða sagði hann að allt eftirlit Matvælastofnunar væri opinbert. „Þegar við erum búin að taka saman okkar vinnu og gefa viðkomandi aðila tækifæri til að tjá sig um það, gera athugasemdir og svo framvegis, þá verða slíkar eftirlitsskýrslur opinberar.“ Þá hefur Óskar sagt óljóst hvað átti að verða um matvælin sem lokið var við að farga á mánudaginn. Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Reykjavík Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Eigandinn í Sóltúni segir málið sér óviðkomandi Eigandi húsnæðisins þar sem lagt var hald á mikið magn matvæla við óheilnæmar aðstæður í síðustu viku, segir málið sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið og sá sem leigði af honum áframleigði það. 6. október 2023 10:46 Nágrannar kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni Matvælageymslan þar sem mörg tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður fundust í síðustu viku var til húsa í Sóltúni 20. Aðrir sem höfðu afnot af umræddu húsnæði kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni. 6. október 2023 06:24 Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. 5. október 2023 12:53 Mörgum tonnum af mat fargað af ólöglegum matvælalager Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur lagt hald á og fargað nokkrum tonnum af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu. Málið er sagt fordæmalaust. 5. október 2023 06:19 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Farið var yfir málin í kvöldfréttum Stöðvar 2. Það var í síðustu viku sem matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar lagðist í umfangsmikla aðgerð í Sóltúni í Reykjavík. Morgunblaðið greindi frá því að aðgerðin hefði verið umfangsmikil og tíu heilbrigðisfulltrúar komið að henni. Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri eftirlitsins, segir að um hafi verið að ræða ólöglegan matvælalager. Óheilnæmar aðstæður hafi verið í húsnæðinu en um er að ræða geymslurými í kjallara um 360 fermetra að stærð. Fram hefur komið að nágannar hafi fundið fyrir vondri lykt á svæðinu. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að rottugangur hafi verið á svæðinu. Þriðji aðili með rýmið í leigu Fasteignafélagið Sigtún ehf er eigandi rýmisins en leigði það út til annars félags. Samkvæmt heimildum fréttastofu vildi félagið losna úr rýminu en var fast með leigusamning. Úr varð að félagið framleigði rýmið til þriffyrirtækisins Vy-þrif. Rampurinn inn í geymslurýmið í Sóltúni 20.Vísir/Vilhelm Fréttastofa gerði endurteknar tilraunir til að ná tali af forsvarsfólki Vy-þrifa í dag. Þegar hringt var í símanúmerið hjá Vy-þrifum var síminn áframsendur á karlmann sem kannaðist ekki við að vera starfsmaður Vy-þrifa. Hann sagðist ekkert tengjast umræddu máli, væri í raun viðskiptavinur fyrirtækisins en kannaðist við eigandann. Sá væri staddur erlendis. Fréttastofa reyndi að ná í Davíð Viðarsson, skráðan eiganda Vy-þrifa, í dag. Davíð svaraði hvorki símtölum né skilaboðum. Auk Vy-þrifa er Davíð skráður eigandi veitingahússkeðjunnar Pho-Víetnam sem heldur úti nokkrum útibúum á höfuðborgarsvæðinu. Í viðtölum undanfarin ár hefur þó Quang Le komið fram sem eigandi. Þá keypti félagið NQ fasteignir ehf. í eigu Davíðs Herkastalann við Kirkjustræti 2 í Reykjavík, sem áður hýsti Hjálpræðisherinn, á hálfan milljarð króna í fyrra. Í tilkynningu var félaginu lýst sem íslensku-víetnömsku fjölskyldufyrirtæki sem ætlaði að reka hótel og veitingastað í húsinu. Fjölbreyttar tegundir matvæla Óskar Ísfeld gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Tómas G. Gíslason framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur óskaði eftir skriflegum spurningum en þeim hafði ekki verið svarað þegar fréttin var skrifuð. Óskar Ísfeld sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að upplýsingar lægju ekki fyrir um hvort matvælin hefðu verið seld og væru í dreifingu. Það væri enn í rannsókn. Töluvert er af hrísgrjónum og ýmislegt drasl fyrir utan geymsluna. Þar voru fuglar í morgunsárið að finna sér eitthvað ætilegt.Vísir/Vilhelm Um fjölbreyttar tegundir matvæla var að ræða, ýmsar gerðir af frystivörum, þurrvörur og sósur. Óskar sagði málið fordæmalaust og að þeirra mat væri að matvælin væru hættuleg. Aðspurður um hvort stæði til að upplýsa um það um hvaða fyrirtæki væri að ræða sagði hann að allt eftirlit Matvælastofnunar væri opinbert. „Þegar við erum búin að taka saman okkar vinnu og gefa viðkomandi aðila tækifæri til að tjá sig um það, gera athugasemdir og svo framvegis, þá verða slíkar eftirlitsskýrslur opinberar.“ Þá hefur Óskar sagt óljóst hvað átti að verða um matvælin sem lokið var við að farga á mánudaginn.
Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Reykjavík Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Eigandinn í Sóltúni segir málið sér óviðkomandi Eigandi húsnæðisins þar sem lagt var hald á mikið magn matvæla við óheilnæmar aðstæður í síðustu viku, segir málið sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið og sá sem leigði af honum áframleigði það. 6. október 2023 10:46 Nágrannar kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni Matvælageymslan þar sem mörg tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður fundust í síðustu viku var til húsa í Sóltúni 20. Aðrir sem höfðu afnot af umræddu húsnæði kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni. 6. október 2023 06:24 Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. 5. október 2023 12:53 Mörgum tonnum af mat fargað af ólöglegum matvælalager Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur lagt hald á og fargað nokkrum tonnum af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu. Málið er sagt fordæmalaust. 5. október 2023 06:19 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Eigandinn í Sóltúni segir málið sér óviðkomandi Eigandi húsnæðisins þar sem lagt var hald á mikið magn matvæla við óheilnæmar aðstæður í síðustu viku, segir málið sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið og sá sem leigði af honum áframleigði það. 6. október 2023 10:46
Nágrannar kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni Matvælageymslan þar sem mörg tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður fundust í síðustu viku var til húsa í Sóltúni 20. Aðrir sem höfðu afnot af umræddu húsnæði kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni. 6. október 2023 06:24
Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. 5. október 2023 12:53
Mörgum tonnum af mat fargað af ólöglegum matvælalager Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur lagt hald á og fargað nokkrum tonnum af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu. Málið er sagt fordæmalaust. 5. október 2023 06:19