Camilla Läckberg sökuð um að nota skuggapenna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2023 08:11 Läckberg kynnir bók sína Gullbúrið á Spáni árið 2019. Getty/NurPhoto/Oscar Gonzalez Camilla Läckberg, einn af fremstu glæpasagnahöfundum Norðurlandanna, hefur neyðst til þess að sverja það af sér að nota „skuggapenna“ við skrif bóka sinna. Läckberg er einna þekktust fyrir glæpasögur sínar þar sem sögusviðið er heimabær hennar Fjällbacka en því var haldið fram á dögunum í grein í veftímaritinu Kvartal að aðrar bækur hennar, sem hafa verið kallaðar „hefndarsögur“, hafi að einhverjum og jafnvel stórum hluta verið skrifaðar af skuggapenna (e. ghostwriter). Orðrómur um meinta hjálparhellu er ekki nýr af nálinni en á dögunum freistaði blaðamaðurinn Lapo Lappin þess að rannsaka málið og mataði „stíl-forrit“ með bókum Läckberg. Forritið telur meðal annars algengustu orð textans og rannsakar hann út frá tölfræðilegum gögnum. Forritið fann samfellu í texta Fjällbacka-saganna en texti nýrri bókanna reyndist alls óáþekkur. Líkindi reyndust hins vegar vera með Gullbúrið og Silfurvængir eftir Läckberg og verkum Pascal nokkurs Engman, sem er ritstjóri Läckberg hjá útgáfunni Forum. Þá taldi forritið Engman höfund Kvinnor utan nåd, eftir Läckberg. Það var niðurstaða Lappin að það væru sterkar líkur á því að sumar bækur Läckberg hefðu í raun verið skrifaðar, að einhverjum eða stórum hluta, af skuggapenna. Läckberg hefur nú stigið fram og neitað ásökununum. Áður hafði hún birt færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist ávallt hafa verið opin með það að Pascal hefði hjálpað henni að þróa ný stílbrögð. Það væri ekki leyndarmál. Läckberg hefur ekki tjáð sig með beinum hætti um niðurstöðurnar varðandi Kvinnor utan nåd né hefur útgefandi hennar viljað tjá sig um máliðþ. Pascal sagði hins vegar í samtali við Kvartal að hann neitaði ásökununum en sagði vitað mál að ritstjórar ynnu með texta höfundar. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Läckberg er einna þekktust fyrir glæpasögur sínar þar sem sögusviðið er heimabær hennar Fjällbacka en því var haldið fram á dögunum í grein í veftímaritinu Kvartal að aðrar bækur hennar, sem hafa verið kallaðar „hefndarsögur“, hafi að einhverjum og jafnvel stórum hluta verið skrifaðar af skuggapenna (e. ghostwriter). Orðrómur um meinta hjálparhellu er ekki nýr af nálinni en á dögunum freistaði blaðamaðurinn Lapo Lappin þess að rannsaka málið og mataði „stíl-forrit“ með bókum Läckberg. Forritið telur meðal annars algengustu orð textans og rannsakar hann út frá tölfræðilegum gögnum. Forritið fann samfellu í texta Fjällbacka-saganna en texti nýrri bókanna reyndist alls óáþekkur. Líkindi reyndust hins vegar vera með Gullbúrið og Silfurvængir eftir Läckberg og verkum Pascal nokkurs Engman, sem er ritstjóri Läckberg hjá útgáfunni Forum. Þá taldi forritið Engman höfund Kvinnor utan nåd, eftir Läckberg. Það var niðurstaða Lappin að það væru sterkar líkur á því að sumar bækur Läckberg hefðu í raun verið skrifaðar, að einhverjum eða stórum hluta, af skuggapenna. Läckberg hefur nú stigið fram og neitað ásökununum. Áður hafði hún birt færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist ávallt hafa verið opin með það að Pascal hefði hjálpað henni að þróa ný stílbrögð. Það væri ekki leyndarmál. Läckberg hefur ekki tjáð sig með beinum hætti um niðurstöðurnar varðandi Kvinnor utan nåd né hefur útgefandi hennar viljað tjá sig um máliðþ. Pascal sagði hins vegar í samtali við Kvartal að hann neitaði ásökununum en sagði vitað mál að ritstjórar ynnu með texta höfundar. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira