Þolinmæði UEFA á þrotum og skoðað að leggja gervigras á Laugardalsvöll Valur Páll Eiríksson skrifar 9. október 2023 19:30 Vanda segir að skipt verði um gras sem fyrst en óvíst sé hvernig gras verði lagt á völlinn. Vísir/Samsett/Einar/Vilhelm KSÍ stefnir á að leggja nýjan grasflöt á Laugardalsvöll í vor vegna aukinna verkefna á vellinum. Til greina kemur að sá flötur verði úr gervigrasi. KSÍ er á fjölmörgum undanþágum frá reglum UEFA vegna Laugardalsvallar. Völlurinn uppfyllir ekki kröfur þegar kemur að fjölmiðlaaðstöðu, ekki að aðstöðu fyrir áhorfendur né öryggisþætti þegar kemur að áhorfendum. Býsna gamlir klefarnir í Laugardalnum eru þá alltof litlir, en 23 leikmenn íslensku landsliðanna þurfa að deila átta sturtum í afar þröngum sturtuklefa. „Þeir eru bara orðnir pirraðir út í okkur, ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Undanþágur Laugardalsvallar hjá UEFA Fjölmiðlaaðstaða Þjónustuaðstaða áhorfenda (salerni, sjoppur og fleira) Öryggisþættir áhorfenda (aðgangshlið, lýsing og fleira) Búningsklefar liða Búningsklefar dómara Lyfjaprófunarherbergi Leikflötin (grasið sjálft) „Við höfum verið að fá bréf frá þeim þar sem óskað er svara en við höfum engin svör að gefa þeim. Við skynjum það alveg, að þeir eru ekki glaðir með okkur. Við erum hins vegar með hóp ásamt Reykjavíkurborg þar sem við erum að skoða hvað þarf til,“ „Við erum byrjuð að skoða það og ég er ánægð með Reykjavíkurborg að koma með okkur í það verkefni, hvað þarf að gera hefur fagfólk verið að skoða. Eins og með klefana sem eru eins mikið barn síns tíma og hægt er,“ segir Vanda. Gömlu grasi loks skipt út Leikflöturinn sjálfur uppfyllir þá ekki heldur kröfur en rúmlega 50 ára gamalt grasið er ekki upphitað og það veldur vandræðum þegar Evrópuverkefni íslenskra liða ná fram í desember og jafnvel janúar og líklegt er að landslið Íslands eigi landsleiki í febrúar og mars sem geta þá ekki farið fram á vellinum. Vegna þessa er til skoðunar, á meðan beðið er eftir nýjum velli, að leggja gervigras á völlinn. „Það þarf undirhita og það er eitt af því sem við erum á undanþágu út af. Það á að vera undirhiti, sem, er ekki. Það kemur undirhiti og nýtt yfirborð en við erum að skoða með okkar mannvirkjanefnd og sérfræðingum hvaða yfirborð það verður.“ „Það eru þrír möguleikar í stöðunni; gras, hybrid-gras og gervigras. Við erum að skoða þetta en þurfum að gera það hratt vegna þess að þetta eru framkvæmdir sem þarf að fara í strax. Beint eftir að leikjunum lýkur þurfum við að fara að gera þetta því þetta verður að vera klárt fyrir næsta vetur,“ segir Vanda. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Laugardalsvöllur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta UEFA Tengdar fréttir Verðugt verkefni í vallarmálum: „Það vinnur ekkert með okkur í þessu“ Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Mikið umstang fylgir verkefni þeirra grænklæddu, þá sérstaklega fyrir vallarstarfsfólk Laugardalsvallar sem þarf að gæta þess að grasið sé grænt langt fram á vetur. 1. október 2023 20:01 Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
KSÍ er á fjölmörgum undanþágum frá reglum UEFA vegna Laugardalsvallar. Völlurinn uppfyllir ekki kröfur þegar kemur að fjölmiðlaaðstöðu, ekki að aðstöðu fyrir áhorfendur né öryggisþætti þegar kemur að áhorfendum. Býsna gamlir klefarnir í Laugardalnum eru þá alltof litlir, en 23 leikmenn íslensku landsliðanna þurfa að deila átta sturtum í afar þröngum sturtuklefa. „Þeir eru bara orðnir pirraðir út í okkur, ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Undanþágur Laugardalsvallar hjá UEFA Fjölmiðlaaðstaða Þjónustuaðstaða áhorfenda (salerni, sjoppur og fleira) Öryggisþættir áhorfenda (aðgangshlið, lýsing og fleira) Búningsklefar liða Búningsklefar dómara Lyfjaprófunarherbergi Leikflötin (grasið sjálft) „Við höfum verið að fá bréf frá þeim þar sem óskað er svara en við höfum engin svör að gefa þeim. Við skynjum það alveg, að þeir eru ekki glaðir með okkur. Við erum hins vegar með hóp ásamt Reykjavíkurborg þar sem við erum að skoða hvað þarf til,“ „Við erum byrjuð að skoða það og ég er ánægð með Reykjavíkurborg að koma með okkur í það verkefni, hvað þarf að gera hefur fagfólk verið að skoða. Eins og með klefana sem eru eins mikið barn síns tíma og hægt er,“ segir Vanda. Gömlu grasi loks skipt út Leikflöturinn sjálfur uppfyllir þá ekki heldur kröfur en rúmlega 50 ára gamalt grasið er ekki upphitað og það veldur vandræðum þegar Evrópuverkefni íslenskra liða ná fram í desember og jafnvel janúar og líklegt er að landslið Íslands eigi landsleiki í febrúar og mars sem geta þá ekki farið fram á vellinum. Vegna þessa er til skoðunar, á meðan beðið er eftir nýjum velli, að leggja gervigras á völlinn. „Það þarf undirhita og það er eitt af því sem við erum á undanþágu út af. Það á að vera undirhiti, sem, er ekki. Það kemur undirhiti og nýtt yfirborð en við erum að skoða með okkar mannvirkjanefnd og sérfræðingum hvaða yfirborð það verður.“ „Það eru þrír möguleikar í stöðunni; gras, hybrid-gras og gervigras. Við erum að skoða þetta en þurfum að gera það hratt vegna þess að þetta eru framkvæmdir sem þarf að fara í strax. Beint eftir að leikjunum lýkur þurfum við að fara að gera þetta því þetta verður að vera klárt fyrir næsta vetur,“ segir Vanda. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Undanþágur Laugardalsvallar hjá UEFA Fjölmiðlaaðstaða Þjónustuaðstaða áhorfenda (salerni, sjoppur og fleira) Öryggisþættir áhorfenda (aðgangshlið, lýsing og fleira) Búningsklefar liða Búningsklefar dómara Lyfjaprófunarherbergi Leikflötin (grasið sjálft)
Laugardalsvöllur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta UEFA Tengdar fréttir Verðugt verkefni í vallarmálum: „Það vinnur ekkert með okkur í þessu“ Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Mikið umstang fylgir verkefni þeirra grænklæddu, þá sérstaklega fyrir vallarstarfsfólk Laugardalsvallar sem þarf að gæta þess að grasið sé grænt langt fram á vetur. 1. október 2023 20:01 Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Verðugt verkefni í vallarmálum: „Það vinnur ekkert með okkur í þessu“ Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Mikið umstang fylgir verkefni þeirra grænklæddu, þá sérstaklega fyrir vallarstarfsfólk Laugardalsvallar sem þarf að gæta þess að grasið sé grænt langt fram á vetur. 1. október 2023 20:01