Velkominn Örvar Eggertsson
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) October 9, 2023
Skíni Stjarnan pic.twitter.com/uaTmhndwIz
Örvar var markahæsti leikmaður HK í sumar með sjö mörk. Fyrir tímabilið hafði hann aðeins skorað tvö mörk í efstu deild.
Hinn 24 ára Örvar lék í þrjú ár með HK en þar áður var hann hjá Víkingi og Fylki. Hann varð bikarmeistari með Víkingum 2019.
Stjarnan endaði í 3. sæti Bestu deildarinnar í sumar og vann sér þátttökurétt í Sambandsdeild Evrópu á næsta tímabili.
Stjörnumenn voru sjóðheitir seinni hluta tímabilsins og unnu síðustu fjóra leiki sína í Bestu deildinni.