Hinn 33 ára gamli Dofri lék sína fyrstu meistaraflokks leiki árið 2010. Hann spilaði stóran þátt í Íslands og bikarmeistaratitli KR ári síðar. Skoraði hann meðal annars markið sem gulltryggði KR Íslandsmeistaratitilinn.
Dofri varð einnig bikarmeistari með Víking árið 2019 en ári síðar hélt hann upp í Grafarvogi og hefur leikið með Fjölni allar götur síðan.
Dofri var mjög fjölhæfur leikmaður og gat leikið í báðum bakvörðum, á miðjunni og jafnvel kanti á sínum yngri árum. Alls lék hann 382 KSÍ -leiki, þar af 138 í efstu deild.
Fótbolti.net greindi fyrst frá.