Þjóðverjar vilja að minni fyrirtæki geti sleppt grænni upplýsingagjöf

Samtök atvinnulífsins segja að það sé mikilvægt að ganga ekki lengra en þörf krefji við innleiðingu á upplýsinaggjöf Evrópusambandsins tengda sjálfbærni og skerða þannig samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Þýskaland vinnur að því að þúsundir minni og meðalstórra fyrirtækja þar í landi muni ekki þurfa að gangast undir regluverkið.