Innrás virðist yfirvofandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. október 2023 08:19 Stúlku bjargað úr rústum á Gaza. Um 250 þúsund manns dvelja nú í skýlum á vegum Sameinuðu þjóðanna en ástandið í borginni er sagt munu versna til muna á næstu dögum. AP/Fatima Shbair Ísraelski herinn hefur safnað herliði við landamörkin að Gaza, þar á meðal 300.000 varaliðum. Svo virðist sem innrás sé yfirvofandi ef marka má Jonathan Conricus, talsmann hersins. Conricus segir hersveitirnar í viðbragðsstöðu og tilbúnar til að „framkvæma það verkefni sem okkur hefur verið fengið af ísraelskum stjórnvöldum“. Það sé að tryggja að að átökunum loknum hafi Hamas enga hernaðarlega getu til að ógna eða myrða ísraelska ríkisborgara. Conricus segir ljóst að sumar stjórnstöðvar Hamas sé að finna á heimilum almennra borgara. Gerðar hafa verið árásir á þessar stjórnstöðvar síðustu daga. Hamas hefur svarað fyrir sig með árásum á Ísrael en eldfaugum hefur einnig verið skotið að landinu frá Líbanon og Sýrlandi. Yfir 950 manns hafa látist á Gaza síðan Ísraelsmenn hófu aðgerðir sínar í kjölfar árásanna á laugardag. Tugþúsundir eru sagðir hafa flúið svæðið. Þá hefur verið greint frá því að allt eldsneyti verði á þrotum í eina raforkuverki Gaza eftir um það bil þrjár klukkustundir. Um það bil 80 prósent íbúa Gaza reiddu sig á neyðaraðstoð áður en átökin brutust út en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn segir nærri hálfa milljón manna hafa verið án matvælaaðstoðar frá því á laugardag. Frans páfi hefur biðlað til Hamas um að sleppa gíslunum sem voru teknir á laugardag og segist verulega áhyggjufullur vegna umsáturs Ísraelsmanna um Gaza. Fyrsta vopnasending Bandaríkjamanna til Ísrael er lent og þá mun utanríkisráðherrann Antony Blinken heimsækja landið á morgun og meta frekari þörf á aðstoð, ekki síst vegna árásanna frá Líbanon og Sýrlandi. Hann er sagður munu vara bandamenn Hamas við því að dragast inn í átökin við Ísrael. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Conricus segir hersveitirnar í viðbragðsstöðu og tilbúnar til að „framkvæma það verkefni sem okkur hefur verið fengið af ísraelskum stjórnvöldum“. Það sé að tryggja að að átökunum loknum hafi Hamas enga hernaðarlega getu til að ógna eða myrða ísraelska ríkisborgara. Conricus segir ljóst að sumar stjórnstöðvar Hamas sé að finna á heimilum almennra borgara. Gerðar hafa verið árásir á þessar stjórnstöðvar síðustu daga. Hamas hefur svarað fyrir sig með árásum á Ísrael en eldfaugum hefur einnig verið skotið að landinu frá Líbanon og Sýrlandi. Yfir 950 manns hafa látist á Gaza síðan Ísraelsmenn hófu aðgerðir sínar í kjölfar árásanna á laugardag. Tugþúsundir eru sagðir hafa flúið svæðið. Þá hefur verið greint frá því að allt eldsneyti verði á þrotum í eina raforkuverki Gaza eftir um það bil þrjár klukkustundir. Um það bil 80 prósent íbúa Gaza reiddu sig á neyðaraðstoð áður en átökin brutust út en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn segir nærri hálfa milljón manna hafa verið án matvælaaðstoðar frá því á laugardag. Frans páfi hefur biðlað til Hamas um að sleppa gíslunum sem voru teknir á laugardag og segist verulega áhyggjufullur vegna umsáturs Ísraelsmanna um Gaza. Fyrsta vopnasending Bandaríkjamanna til Ísrael er lent og þá mun utanríkisráðherrann Antony Blinken heimsækja landið á morgun og meta frekari þörf á aðstoð, ekki síst vegna árásanna frá Líbanon og Sýrlandi. Hann er sagður munu vara bandamenn Hamas við því að dragast inn í átökin við Ísrael.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira