Stríð um tilveru og grunngildi Finnur Th. Eiríksson skrifar 11. október 2023 13:01 Samfélag Gyðinga um allan heim er í áfalli. Bergmál Gyðingamorða fortíðarinnar heyrist nú í Ísrael, eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Stríði hefur verið lýst yfir. Þetta er stríð sem hefur lengi verið í uppsiglingu og snýst um sjálfa tilveru Ísraelsríkis. Frá því ég byrjaði að skrifa um Ísrael fyrir fjórum árum hef ég sjaldan orðið var við jafn mikinn stuðning. Stöðugt fleiri virðast gera sér grein fyrir því að áróðurinn sem hefur áratugum saman verið viðhafður gegn Ísrael standist ekki skoðun. Grimmilegar athafnir Hamasliða í Ísrael hafa vakið marga til umhugsunar um hvar samúð þeirra raunverulega liggur. Samt sem áður hafa flestir fjölmiðlar ekki sagt alla söguna. Þeir rembast enn við að draga dulu yfir illvirki Hamas og forðast í lengstu lög að draga upp samanburð milli grunngilda Hamas og Ísraels. En það er nauðsynlegt að draga upp slíkan samanburð til að geta gert upp við sig hvar samúð manns liggur. Staða mannréttinda undir Hamassamtökunum Í Ísrael máttu elska þann sem þú vilt. Kona getur klætt sig eins og hún vill. Trúfrelsi er varið með lögum. Fjölmiðlar í Ísrael geta gagnrýnt yfirvöld að vild. Arabar jafnt sem Gyðingar eiga eigin stjórnmálaflokka og lífleg skoðanaskipti eiga sér stað alla daga. Þingkosningar eru haldar með reglulegu millibili. Á palestínsku sjálfstjórnarsvæðum er þessu þveröfugt farið. Lagasetningin þar minnir á hinar myrku miðaldir. Ströng lög gilda um klæðaburð kvenna, skoðana- og trúfrelsi er lítið sem ekkert, og bæði trúleysi og samkynhneigð varða við dauðarefsingu. Það vakti nokkra athygli síðastliðinn september þegar Hamasliðar brugðust ókvæða við kröfu Palestínu-flóttamannahjálparinnar (UNRWA) um að lögleiða samkynhneigð. Þar að auki komu fulltrúar Palestínumanna því inn í Oslóarsamkomulagið að Gyðingum væri óheimilt á búa á Gazasvæðinu. Að lokum hafa hvorki Hamas á Gazasvæðinu né Palestínska heimastjórnin á Vesturbakkanum haldið kosningar síðan 2006. Ólýsanleg grimmd Hamasliða Hegðun Hamassamtakanna gagnvart eigin þegnum er nógu slæm út af fyrir sig. En þegar Hamasliðar réðust inn í Ísrael slepptu þeir af sér öllum hömlum. Það hefur nú verið staðfest að auk þess að myrða saklausa borgara, jafnt unga sem aldna, hafi hryðjuverkamennirnir nauðgað mörgum þeirra kvenna sem þeir réðust á. Þetta viðbjóðslega athæfi minnir óneitanlega á lýsingar Nóbelsverðlaunahafans Nadiu Murad, sem var hneppt í þrældóm af ISIS í Írak. Nú hafa fréttir borist af því að Hamasliðar hyggi á að birta myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem gíslar þeirra grátbiðja fyrir lífi sínu. Einnig er líklegt að þeir birti myndskeið af pyntingum og aftökum. Ef við getum ekki sameinast um að kalla þennan hrylling sínu rétta nafni stöndum við svo sannarlega höllum fæti sem samfélag. Hvor hefur hærri siðferðisstaðal? Aðgerðir Ísraels á Gazasvæðinu eru harðar, en allt mannfallið sem þar á sér stað skrifast á Hamassamtökin. Evrópusambandið hefur áður gagnrýnt Hamassamtökin fyrir að nota þegna sína sem mannlega skildi. Það er því augljóst að Hamasliðar vonast til að draga eins marga með sér í dauðann og auðið er. Á meðan gera ísraelsk yfirvöld allt sem þau geta til að koma í veg fyrir mannfall almennra borgara. Af öllu ofangreindu má sjá að siðferðislega gjáin milli Hamassamtakanna og Ísraels gæti ekki verið dýpri. Ef þú, lesandi góður, ert enn ekki sannfærður um hvor aðilinn hefur hærri siðferðisstaðal, hvet ég þig til að taka þér tíma til að hugleiða málið. Þú vilt ekki að þín verði minnst sem málsvara hryðjuverkasamtaka. Ég tilheyri samtökum sem berjast fyrir friði. En það er ólíklegt að það verði friður á meðan hryðjuverkasamtök hafa frelsi til að lýsa yfir stríði á hendur saklausum borgurum og réttmætum valdhöfum sjálfstæðra ríkja. Það þarf að uppræta öll slík samtök og þá fyrst munum við eiga von um einhvers konar frið. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Sjá meira
Samfélag Gyðinga um allan heim er í áfalli. Bergmál Gyðingamorða fortíðarinnar heyrist nú í Ísrael, eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Stríði hefur verið lýst yfir. Þetta er stríð sem hefur lengi verið í uppsiglingu og snýst um sjálfa tilveru Ísraelsríkis. Frá því ég byrjaði að skrifa um Ísrael fyrir fjórum árum hef ég sjaldan orðið var við jafn mikinn stuðning. Stöðugt fleiri virðast gera sér grein fyrir því að áróðurinn sem hefur áratugum saman verið viðhafður gegn Ísrael standist ekki skoðun. Grimmilegar athafnir Hamasliða í Ísrael hafa vakið marga til umhugsunar um hvar samúð þeirra raunverulega liggur. Samt sem áður hafa flestir fjölmiðlar ekki sagt alla söguna. Þeir rembast enn við að draga dulu yfir illvirki Hamas og forðast í lengstu lög að draga upp samanburð milli grunngilda Hamas og Ísraels. En það er nauðsynlegt að draga upp slíkan samanburð til að geta gert upp við sig hvar samúð manns liggur. Staða mannréttinda undir Hamassamtökunum Í Ísrael máttu elska þann sem þú vilt. Kona getur klætt sig eins og hún vill. Trúfrelsi er varið með lögum. Fjölmiðlar í Ísrael geta gagnrýnt yfirvöld að vild. Arabar jafnt sem Gyðingar eiga eigin stjórnmálaflokka og lífleg skoðanaskipti eiga sér stað alla daga. Þingkosningar eru haldar með reglulegu millibili. Á palestínsku sjálfstjórnarsvæðum er þessu þveröfugt farið. Lagasetningin þar minnir á hinar myrku miðaldir. Ströng lög gilda um klæðaburð kvenna, skoðana- og trúfrelsi er lítið sem ekkert, og bæði trúleysi og samkynhneigð varða við dauðarefsingu. Það vakti nokkra athygli síðastliðinn september þegar Hamasliðar brugðust ókvæða við kröfu Palestínu-flóttamannahjálparinnar (UNRWA) um að lögleiða samkynhneigð. Þar að auki komu fulltrúar Palestínumanna því inn í Oslóarsamkomulagið að Gyðingum væri óheimilt á búa á Gazasvæðinu. Að lokum hafa hvorki Hamas á Gazasvæðinu né Palestínska heimastjórnin á Vesturbakkanum haldið kosningar síðan 2006. Ólýsanleg grimmd Hamasliða Hegðun Hamassamtakanna gagnvart eigin þegnum er nógu slæm út af fyrir sig. En þegar Hamasliðar réðust inn í Ísrael slepptu þeir af sér öllum hömlum. Það hefur nú verið staðfest að auk þess að myrða saklausa borgara, jafnt unga sem aldna, hafi hryðjuverkamennirnir nauðgað mörgum þeirra kvenna sem þeir réðust á. Þetta viðbjóðslega athæfi minnir óneitanlega á lýsingar Nóbelsverðlaunahafans Nadiu Murad, sem var hneppt í þrældóm af ISIS í Írak. Nú hafa fréttir borist af því að Hamasliðar hyggi á að birta myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem gíslar þeirra grátbiðja fyrir lífi sínu. Einnig er líklegt að þeir birti myndskeið af pyntingum og aftökum. Ef við getum ekki sameinast um að kalla þennan hrylling sínu rétta nafni stöndum við svo sannarlega höllum fæti sem samfélag. Hvor hefur hærri siðferðisstaðal? Aðgerðir Ísraels á Gazasvæðinu eru harðar, en allt mannfallið sem þar á sér stað skrifast á Hamassamtökin. Evrópusambandið hefur áður gagnrýnt Hamassamtökin fyrir að nota þegna sína sem mannlega skildi. Það er því augljóst að Hamasliðar vonast til að draga eins marga með sér í dauðann og auðið er. Á meðan gera ísraelsk yfirvöld allt sem þau geta til að koma í veg fyrir mannfall almennra borgara. Af öllu ofangreindu má sjá að siðferðislega gjáin milli Hamassamtakanna og Ísraels gæti ekki verið dýpri. Ef þú, lesandi góður, ert enn ekki sannfærður um hvor aðilinn hefur hærri siðferðisstaðal, hvet ég þig til að taka þér tíma til að hugleiða málið. Þú vilt ekki að þín verði minnst sem málsvara hryðjuverkasamtaka. Ég tilheyri samtökum sem berjast fyrir friði. En það er ólíklegt að það verði friður á meðan hryðjuverkasamtök hafa frelsi til að lýsa yfir stríði á hendur saklausum borgurum og réttmætum valdhöfum sjálfstæðra ríkja. Það þarf að uppræta öll slík samtök og þá fyrst munum við eiga von um einhvers konar frið. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun