Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Ak. 75-73 | Valskonur sluppu með skrekkinn Siggeir Ævarsson skrifar 11. október 2023 21:16 Lore Devos var stigahæst Þórsara í kvöld ásamt Hrefnu Ottósdóttur. Þarna er hún í baráttunni við Ástu Júlíu Grímsdóttur sem endaði á að tryggja Val sigurinn í kvöld. Vísir/Vilhelm Valskonur sluppu fyrir horn með sigur gegn nýliðum Þórs í Origo-höllinni í kvöld en Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði sigurkörfuna þegar 0,9 sekúndur voru til leiksloka. Sigurinn virtist nánast í höfn fyrir heimakonur en gestirnir gáfust ekki upp og Hrefna Ottósdóttir jafnaði leikinn með þristi, sínum sjötta í leiknum, þegar sjö sekúndur voru til leiksloka. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, tók leikhlé og náði að teikna upp svo til fullkomið kerfi. Þórsarar fengu einn séns enn en náðu ekki góðu skoti á körfuna og Íslandsmeistarar Vals eru því komnir aftur á sigurbraut. Fyrir leikinn voru Valskonur búnar að tapa tveimur leikjum í röð en Þórsarar búnar að vinna tvo heimaleiki. Það var ekki að sjá í upphafi leiks að hér væru að mætast ríkjandi Íslandsmeistarar og nýliðar í deildinni þar sem nýliðarnir mættu algjörlega óttalausir til leiks og nutu þess að spila körfubolta. Madison Sutton var drjúg fyrir Þórsara í kvöld með 16 stig og 16 fráköstVísir/Vilhelm Í þriðja leikhluta mættu heimakonur svo loks almennilega til leiks, náðu 13-2 áhlaupi og virtust ætla að fara langleiðina með að klára leikinn. En Þórsarar gáfust ekki upp og náðu að vinna ellefu stiga forskot til baka og hefðu með smá heppni náð að stelpa sigrinum. Valskonur sluppu með skrekkinn í kvöld en þurfa heldur betur að skerpa á ýmsum hlutum fyrir komandi leiki og framhaldið í deildinni. Af hverju vann Valur? Þær lögðu grunninn að sigrinum í þriðja leikhluta og voru skynsamar í brakinu. Hverjar stóðu upp úr? Lindsey Pulliam var stigahæst á vellinum með 23 stig og bætti við 6 fráköstum. Dagbjört Karlsdóttir var mjög öflug í upphafi leiks og raðaði niður þristum, 16 stig frá henni í kvöld. Þá henti Ásta Júlía Grímsdóttir í tvöfalda tvennu, tíu stig og tíu fráköst og auðvitað sigurkörfuna. Lindsey Pulliam í strangri gæslu en skoraði engu að síður 23 stigumVísir/Vilhelm Hjá gestunum var Hrefna Ottósdóttir stigahæst ásamt Lore Devos, báðar með 18 stig en öll stig Hrefnu komu úr þristum. Devos bætti svo við níu fráköstum og fjórum stoðsendingum. Þá var Madison Sutton mjög öflug með 16 stig og 16 fráköst og sex stoðsendingar að auki og ekki má gleyma hlut Evu Wium Elíasdóttur sem skoraði tólf stig og gaf tólf stoðsendingar. Eva Wium fær hér óblíðar móttökur frá Lindsey Pulliam og Dagbjörtu KarlsdótturVísir/Vilhelm Hvað gekk illa? Þriðji leikhlutinn gekk hræðilega hjá Þórsurum. Þær skoruðu nánast ekki neitt á löngum kafla og töpuðu tíu boltum. Hvað gerist næst? Þórsarar taka á móti Njarðvíkingum og Valskonur fara í Garðabæinn. Báðir leikirnir eru þriðjudaginn 17. október og hefjast kl. 18:15. Hjalti: „Það var bara óöryggi hjá okkur númer eitt, tvö og þrjú.“ Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari ValsVísir/Vilhelm Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, sagði að skortur á sjálfsöryggi hefði næstum kostað hans konur sigurinn í kvöld. „Það var bara óöryggi hjá okkur númer eitt, tvö og þrjú. Við höfum ekki verið að spila neitt frábærlega vel og það vantar smá sjálfsöryggi í liðið. Þær fóru í smá svæðisvörn sem við mikluðum fyrir okkur.“ „Fyrsti leikhluti var fínn og þriðji leikhluti mjög góður en annar og fjórði ekki á pari við þá. Sérstaklega fjórði þar sem við vorum bara hálf smeykar. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að laga, bara að vita að við erum ansi góðar í körfubolta.“ Hvað var það sem breyttist í 3. leikhluta þegar Valur tók 13-2 áhlaup? „Við vorum bara beinskeyttar. Ákveðnar í því sem við vorum að gera og réttu leikmennirnir að skapa hluti og gera það sem lagt var upp með.“ En svo gerist eitthvað þegar það voru 3:34 eftir og staðan 73-62 Valskonum í vil. „Sama og ég sagði áðan, við vorum litlar.“ Hjalti tók þó sigrinum fegins hendi en sagði að það væri mikil vinna framundan hjá honum og liðinu. „Þetta eru rosalega mikilvæg stig og mikilvægur sigur fyrir okkur. Fyrir litla hjartað. Ég er langt frá því að vera sáttur við það hvar við erum. En það var sigur í dag og það er vonandi eitthvað sem við getum byggt ofan á.“ Daníel Andri: „Við reyndum að hleypa þessu upp í eins mikla vitleysu og við mögulega gátum.“ Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs vonsvikinn á hliðarlínunniVísir/Vilhelm Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, var nokkuð brattur í leikslok þrátt fyrir tap enda áttu sennilega fæstir von á að nýliðarnir ættu möguleika á að stela sigrinum í Origo-höllinni í kvöld. „Við sýndum alveg að það var ekki mikil pressa á okkur fyrir þennan leik gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. Við ákváðum að fara inn með það hugarfar í þennan leik og spila okkar besta körfubolta. Valsstelpurnar voru með áhlaup þarna í þriðja og við vorum komnar einhverjum 15-17 stigum undir en fram að hálfleik fannst mér við vera að spila nokkuð vel.“ „Vorum ekki að leyfa þeim að ýta okkur eins mikið út úr kerfunum og þær vildu. Svo erum við bara lið sem þrífst á góðri orku. Um leið og við sáum nokkur skot detta ofan í þá voru komin læti á bekkinn og mér fannst við þá vera að spila okkar besta bolta.“ Hvað gerðist þegar Valur virtist vera að hlaupa í burtu með leikinn? „Það var bara eitthvað andleysi. Við tókum bara leikhlé og ræddum það. Það þarf ekkert að missa móðinn þó að Íslandsmeistararnir fari í 10-0 áhlaup í upphafi leikhluta. En við brugðumst nokkuð vel við eftir leikhléið og komum sterkar inn í restina.“ Hver var galdurinn að þessari endurkomu í lokinn? „Við reyndum að hleypa þessu upp í eins mikla vitleysu og við mögulega gátum. Fara í svæði og allskonar útfærslur og pressu. Reyndum að slá boltann lausan. Það voru kannski einhverjar 50/50 boltar sem hefðu mátt detta með okkur og þá held ég að við hefðum getað stolið þessu.“ Daníel sagði að lokum að hann tæki á sig hversu þröngt síðasta skotið sem Þór fékk var. „Þetta var algjörlega mitt klúður hérna í restina en við bara lærum af þessu og komum sterkar inn í næsta leik.“ Subway-deild kvenna Valur Þór Akureyri
Valskonur sluppu fyrir horn með sigur gegn nýliðum Þórs í Origo-höllinni í kvöld en Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði sigurkörfuna þegar 0,9 sekúndur voru til leiksloka. Sigurinn virtist nánast í höfn fyrir heimakonur en gestirnir gáfust ekki upp og Hrefna Ottósdóttir jafnaði leikinn með þristi, sínum sjötta í leiknum, þegar sjö sekúndur voru til leiksloka. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, tók leikhlé og náði að teikna upp svo til fullkomið kerfi. Þórsarar fengu einn séns enn en náðu ekki góðu skoti á körfuna og Íslandsmeistarar Vals eru því komnir aftur á sigurbraut. Fyrir leikinn voru Valskonur búnar að tapa tveimur leikjum í röð en Þórsarar búnar að vinna tvo heimaleiki. Það var ekki að sjá í upphafi leiks að hér væru að mætast ríkjandi Íslandsmeistarar og nýliðar í deildinni þar sem nýliðarnir mættu algjörlega óttalausir til leiks og nutu þess að spila körfubolta. Madison Sutton var drjúg fyrir Þórsara í kvöld með 16 stig og 16 fráköstVísir/Vilhelm Í þriðja leikhluta mættu heimakonur svo loks almennilega til leiks, náðu 13-2 áhlaupi og virtust ætla að fara langleiðina með að klára leikinn. En Þórsarar gáfust ekki upp og náðu að vinna ellefu stiga forskot til baka og hefðu með smá heppni náð að stelpa sigrinum. Valskonur sluppu með skrekkinn í kvöld en þurfa heldur betur að skerpa á ýmsum hlutum fyrir komandi leiki og framhaldið í deildinni. Af hverju vann Valur? Þær lögðu grunninn að sigrinum í þriðja leikhluta og voru skynsamar í brakinu. Hverjar stóðu upp úr? Lindsey Pulliam var stigahæst á vellinum með 23 stig og bætti við 6 fráköstum. Dagbjört Karlsdóttir var mjög öflug í upphafi leiks og raðaði niður þristum, 16 stig frá henni í kvöld. Þá henti Ásta Júlía Grímsdóttir í tvöfalda tvennu, tíu stig og tíu fráköst og auðvitað sigurkörfuna. Lindsey Pulliam í strangri gæslu en skoraði engu að síður 23 stigumVísir/Vilhelm Hjá gestunum var Hrefna Ottósdóttir stigahæst ásamt Lore Devos, báðar með 18 stig en öll stig Hrefnu komu úr þristum. Devos bætti svo við níu fráköstum og fjórum stoðsendingum. Þá var Madison Sutton mjög öflug með 16 stig og 16 fráköst og sex stoðsendingar að auki og ekki má gleyma hlut Evu Wium Elíasdóttur sem skoraði tólf stig og gaf tólf stoðsendingar. Eva Wium fær hér óblíðar móttökur frá Lindsey Pulliam og Dagbjörtu KarlsdótturVísir/Vilhelm Hvað gekk illa? Þriðji leikhlutinn gekk hræðilega hjá Þórsurum. Þær skoruðu nánast ekki neitt á löngum kafla og töpuðu tíu boltum. Hvað gerist næst? Þórsarar taka á móti Njarðvíkingum og Valskonur fara í Garðabæinn. Báðir leikirnir eru þriðjudaginn 17. október og hefjast kl. 18:15. Hjalti: „Það var bara óöryggi hjá okkur númer eitt, tvö og þrjú.“ Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari ValsVísir/Vilhelm Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, sagði að skortur á sjálfsöryggi hefði næstum kostað hans konur sigurinn í kvöld. „Það var bara óöryggi hjá okkur númer eitt, tvö og þrjú. Við höfum ekki verið að spila neitt frábærlega vel og það vantar smá sjálfsöryggi í liðið. Þær fóru í smá svæðisvörn sem við mikluðum fyrir okkur.“ „Fyrsti leikhluti var fínn og þriðji leikhluti mjög góður en annar og fjórði ekki á pari við þá. Sérstaklega fjórði þar sem við vorum bara hálf smeykar. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að laga, bara að vita að við erum ansi góðar í körfubolta.“ Hvað var það sem breyttist í 3. leikhluta þegar Valur tók 13-2 áhlaup? „Við vorum bara beinskeyttar. Ákveðnar í því sem við vorum að gera og réttu leikmennirnir að skapa hluti og gera það sem lagt var upp með.“ En svo gerist eitthvað þegar það voru 3:34 eftir og staðan 73-62 Valskonum í vil. „Sama og ég sagði áðan, við vorum litlar.“ Hjalti tók þó sigrinum fegins hendi en sagði að það væri mikil vinna framundan hjá honum og liðinu. „Þetta eru rosalega mikilvæg stig og mikilvægur sigur fyrir okkur. Fyrir litla hjartað. Ég er langt frá því að vera sáttur við það hvar við erum. En það var sigur í dag og það er vonandi eitthvað sem við getum byggt ofan á.“ Daníel Andri: „Við reyndum að hleypa þessu upp í eins mikla vitleysu og við mögulega gátum.“ Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs vonsvikinn á hliðarlínunniVísir/Vilhelm Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, var nokkuð brattur í leikslok þrátt fyrir tap enda áttu sennilega fæstir von á að nýliðarnir ættu möguleika á að stela sigrinum í Origo-höllinni í kvöld. „Við sýndum alveg að það var ekki mikil pressa á okkur fyrir þennan leik gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. Við ákváðum að fara inn með það hugarfar í þennan leik og spila okkar besta körfubolta. Valsstelpurnar voru með áhlaup þarna í þriðja og við vorum komnar einhverjum 15-17 stigum undir en fram að hálfleik fannst mér við vera að spila nokkuð vel.“ „Vorum ekki að leyfa þeim að ýta okkur eins mikið út úr kerfunum og þær vildu. Svo erum við bara lið sem þrífst á góðri orku. Um leið og við sáum nokkur skot detta ofan í þá voru komin læti á bekkinn og mér fannst við þá vera að spila okkar besta bolta.“ Hvað gerðist þegar Valur virtist vera að hlaupa í burtu með leikinn? „Það var bara eitthvað andleysi. Við tókum bara leikhlé og ræddum það. Það þarf ekkert að missa móðinn þó að Íslandsmeistararnir fari í 10-0 áhlaup í upphafi leikhluta. En við brugðumst nokkuð vel við eftir leikhléið og komum sterkar inn í restina.“ Hver var galdurinn að þessari endurkomu í lokinn? „Við reyndum að hleypa þessu upp í eins mikla vitleysu og við mögulega gátum. Fara í svæði og allskonar útfærslur og pressu. Reyndum að slá boltann lausan. Það voru kannski einhverjar 50/50 boltar sem hefðu mátt detta með okkur og þá held ég að við hefðum getað stolið þessu.“ Daníel sagði að lokum að hann tæki á sig hversu þröngt síðasta skotið sem Þór fékk var. „Þetta var algjörlega mitt klúður hérna í restina en við bara lærum af þessu og komum sterkar inn í næsta leik.“
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti