Nýtt húsnæði Grensásdeildar Willum Þór Þórsson skrifar 13. október 2023 15:00 Framkvæmdir heildaruppbyggingar Landspítala eru í fullum gangi. Í síðustu viku voru ánægjuleg tímamót er fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu Endurhæfingardeildar Landspítala við Grensás var tekin. Hið nýja húsnæði verður mikil lyftistöng fyrir þá öflugu og mikilvægu endurhæfingarstarfsemi sem fer fram á Grensásdeild. Viðbygging og aðrar umbætur á húsnæði Grensásdeildar eru langþráðar og þess vegna er sérlega jákvætt að sjá verkefnið færast af teikniborðinu yfir á framkvæmdastig. Nýbyggingin sem rís við eldri bygginguna verður um 4.400 m2 og sérsniðin að endurhæfingarstarfsemi deildarinnar. Þar er gert ráð fyrir nýrri legudeild, matsal og öðrum samveru- og stoðrýmum. Áhersla er lögð á þarfir sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks þannig að gott aðgengi og vinnuumhverfi sé fyrir alla. Öflugir bakhjarlar Grensásdeild Landspítala er í fararbroddi endurhæfingarþjónustu á Íslandi. Deildin sinnir fjölbreyttum hópi einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa skerta færni, tímabundið eða varanlega, vegna slysa eða veikinda. Í hálfa öld hefur starfsemin hjálpað þúsundum einstaklinga við að öðlast betri lífsgæði eftir áföll eins og slys eða veikindi. Það er fátt verðmætara en að stuðla að því að einstaklingar fái notið sín sem best og geti tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Hið öfluga starf Grensásdeildar undanfarin fimmtíu ár og sá jákvæði andi sem þar ríkir hefur leitt af sér einstaka velvild samfélagsins til deildarinnar. Líknarfélög, önnur félög, klúbbar, fyrirtæki og einstaklingar hafa í gegnum tíðina verið ómetanlegir bakhjarlar deildarinnar. Samtökin Hollvinir Grensásdeildar voru stofnuð árið 2006 að frumkvæði Gunnars Finnssonar rekstarhagfræðings. Gunnar var ötull talsmaður húsnæðisumbóta deildarinnar og lagði ríka áherslu á þann þjóðhagslega ávinning og kostnaðarábata sem hlýst af rekstri og starfsemi sérhæfðrar endurhæfingardeildar. Hollvinirnir hafa frá stofnun staðið eins og klettur að baki deildinni, safnað fé og talað máli hennar af mikilli sannfæringu og með góðum árangri. Síðastliðinn föstudag fór fram söfnunarþáttur samtakanna þar sem 150 milljónir söfnuðust til styrktar deildinni og endurspeglar þessi árangur þá miklu velvild sem deildin nýtur. Slíkur stuðningur er verðmætur og gerir deildinni kleift að nýta sem best örar tækniframfarir nútímans og eignast enn hraðar þann sérhæfðan tækjabúnað sem getur skipt sköpum í þeirri meðferð sem unnt er að veita. Uppbygging fyrir samfélagið Í allri heildaruppbyggingu Landspítala er nauðsynlegt að halda því til haga að þrátt fyrir að verið sé að fjárfesta í steypu, veggjum og öðrum innviðum, þá er tilgangurinn fyrst og fremst að skapa góðar aðstæður fyrir fólkið innan veggjanna. Góðar starfsaðstæður styðja við þróun þjónustunnar og byggja undir öfluga starfsemi. Endurhæfing er mikilvægur hluti allrar heilbrigðisþjónustu. Með aukinni framþróun í heilbrigðiskerfinu og hækkandi lífaldri þjóðarinnar mun þörfin aukast. Tímaleg endurhæfing á réttum stað í heilbrigðiskerfinu skilar sér margfalt til einstaklingsins, aðstandenda og samfélagsins í heild. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Framkvæmdir heildaruppbyggingar Landspítala eru í fullum gangi. Í síðustu viku voru ánægjuleg tímamót er fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu Endurhæfingardeildar Landspítala við Grensás var tekin. Hið nýja húsnæði verður mikil lyftistöng fyrir þá öflugu og mikilvægu endurhæfingarstarfsemi sem fer fram á Grensásdeild. Viðbygging og aðrar umbætur á húsnæði Grensásdeildar eru langþráðar og þess vegna er sérlega jákvætt að sjá verkefnið færast af teikniborðinu yfir á framkvæmdastig. Nýbyggingin sem rís við eldri bygginguna verður um 4.400 m2 og sérsniðin að endurhæfingarstarfsemi deildarinnar. Þar er gert ráð fyrir nýrri legudeild, matsal og öðrum samveru- og stoðrýmum. Áhersla er lögð á þarfir sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks þannig að gott aðgengi og vinnuumhverfi sé fyrir alla. Öflugir bakhjarlar Grensásdeild Landspítala er í fararbroddi endurhæfingarþjónustu á Íslandi. Deildin sinnir fjölbreyttum hópi einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa skerta færni, tímabundið eða varanlega, vegna slysa eða veikinda. Í hálfa öld hefur starfsemin hjálpað þúsundum einstaklinga við að öðlast betri lífsgæði eftir áföll eins og slys eða veikindi. Það er fátt verðmætara en að stuðla að því að einstaklingar fái notið sín sem best og geti tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Hið öfluga starf Grensásdeildar undanfarin fimmtíu ár og sá jákvæði andi sem þar ríkir hefur leitt af sér einstaka velvild samfélagsins til deildarinnar. Líknarfélög, önnur félög, klúbbar, fyrirtæki og einstaklingar hafa í gegnum tíðina verið ómetanlegir bakhjarlar deildarinnar. Samtökin Hollvinir Grensásdeildar voru stofnuð árið 2006 að frumkvæði Gunnars Finnssonar rekstarhagfræðings. Gunnar var ötull talsmaður húsnæðisumbóta deildarinnar og lagði ríka áherslu á þann þjóðhagslega ávinning og kostnaðarábata sem hlýst af rekstri og starfsemi sérhæfðrar endurhæfingardeildar. Hollvinirnir hafa frá stofnun staðið eins og klettur að baki deildinni, safnað fé og talað máli hennar af mikilli sannfæringu og með góðum árangri. Síðastliðinn föstudag fór fram söfnunarþáttur samtakanna þar sem 150 milljónir söfnuðust til styrktar deildinni og endurspeglar þessi árangur þá miklu velvild sem deildin nýtur. Slíkur stuðningur er verðmætur og gerir deildinni kleift að nýta sem best örar tækniframfarir nútímans og eignast enn hraðar þann sérhæfðan tækjabúnað sem getur skipt sköpum í þeirri meðferð sem unnt er að veita. Uppbygging fyrir samfélagið Í allri heildaruppbyggingu Landspítala er nauðsynlegt að halda því til haga að þrátt fyrir að verið sé að fjárfesta í steypu, veggjum og öðrum innviðum, þá er tilgangurinn fyrst og fremst að skapa góðar aðstæður fyrir fólkið innan veggjanna. Góðar starfsaðstæður styðja við þróun þjónustunnar og byggja undir öfluga starfsemi. Endurhæfing er mikilvægur hluti allrar heilbrigðisþjónustu. Með aukinni framþróun í heilbrigðiskerfinu og hækkandi lífaldri þjóðarinnar mun þörfin aukast. Tímaleg endurhæfing á réttum stað í heilbrigðiskerfinu skilar sér margfalt til einstaklingsins, aðstandenda og samfélagsins í heild. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar