„Þegar við spilum eins og í fyrri hálfleik erum við hörkufótboltalið“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2023 21:09 Sverrir Ingi Ingason var fyrirliði Íslands í kvöld. Hér fagnar íslenska liðið marki sínu í fyrri hálfleik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sverrir Ingi Ingason bar fyrirliðabandið á Laugardalsvelli í kvöld og var eins og aðrir Íslendingar afar svekktur eftir 1-1 jafnteflið við Lúxemborg í undankeppni EM í fótbolta. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en fékk á sig jöfnunarmark strax í upphafi seinni hálfleiksins. „Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik, náðum að fara hátt á þá, pressa þá og nota svolítið vindinn. Við fengum að minnsta kosti þrjú góð færi til að koma okkur í mjög góða stöðu í fyrri hálfleik. En við komum svolítið sofandi í byrjun seinni hálfleiks og fáum mark allt of snemma á okkur. Eftir það var þetta barningur, völlurinn erfiður til að skapa eitthvað og mikið um seinni bolta og návígi. En við fengum 1-2 fína sénsa til að ná að setja annað markið en það féll ekki fyrir okkur,“ sagði Sverrir Ingi. Klippa: Sverrir Ingi eftir Lúxemborgarleikinn En hvað gerðist í markinu sem gestirnir skoruðu? „Þeir fara hærra á okkur, við erum yfir, og setja okkur undir pressu. Við þurfum að spila svolítið annan leik, lendum svolítið undir og þeir koma hlaupandi á okkur. Það gerðist í markinu sem þeir skoruðu. En fyrir utan það sköpuðu þeir sér engin færi, fyrir utan í restina. Þetta var ódýrt mark að fá á sig, mikil vonbrigði og dró svolítið úr okkur.“ Sverrir og félagar þurfa nú að búa sig undir leik við Liechtenstein á mánudagskvöld en þar er að litlu að keppa fyrir Ísland þar sem möguleikinn á að komast beint á EM er úr sögunni. „Við þurfum að nýta þann leik vel. Það var margt gott í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta var svipað og í Slóvakíuleiknum í sumar, þar sem við áttum mjög góðan fyrri hálfleik en náðum ekki að tengja tvo hálfleiki saman. Við þurfum að gera það á mánudaginn. Við sáum að þegar við spilum eins og í fyrri hálfleik þá erum við hörkufótboltalið, sköpuðum mikið af færum og hefðum átt að ganga frá leiknum á því mómenti,“ sagði Sverrir. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Orri Steinn: Blendnar tilfinningar eftir þennan leik Orri Steinn Óskarsson opnaði markareikning sinn fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta þegar hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg í leik liðanna í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. 13. október 2023 21:21 Einkunnir Íslands: Orri Steinn bestur Ísland tók á móti Lúxemborg í áttundu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli. Ísland var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik með marki frá Orra Steini Óskarssyni. 13. október 2023 21:13 Gylfi Þór: Yndislegt að snúa aftur á Laugardalsvöll Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. Gylfi Þór sagði tilfinninguna að spila aftur á Laugardalsvellinum yndislega. 13. október 2023 20:51 Umræða um landsleikinn á Twitter | Orri Steinn er nýr Kolbeinn Sigþórs Íslenskir fótboltaáhugamenn eru að ræða frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter. 13. október 2023 19:36 Umfjöllun: Ísland - Lúxemborg 1-1 | Sár vonbrigði í endurkomu Gylfa Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli í kvöld. Þar með er vonin um að komast beint á EM úr undankeppninni algjörlega úr sögunni. 13. október 2023 21:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira
Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en fékk á sig jöfnunarmark strax í upphafi seinni hálfleiksins. „Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik, náðum að fara hátt á þá, pressa þá og nota svolítið vindinn. Við fengum að minnsta kosti þrjú góð færi til að koma okkur í mjög góða stöðu í fyrri hálfleik. En við komum svolítið sofandi í byrjun seinni hálfleiks og fáum mark allt of snemma á okkur. Eftir það var þetta barningur, völlurinn erfiður til að skapa eitthvað og mikið um seinni bolta og návígi. En við fengum 1-2 fína sénsa til að ná að setja annað markið en það féll ekki fyrir okkur,“ sagði Sverrir Ingi. Klippa: Sverrir Ingi eftir Lúxemborgarleikinn En hvað gerðist í markinu sem gestirnir skoruðu? „Þeir fara hærra á okkur, við erum yfir, og setja okkur undir pressu. Við þurfum að spila svolítið annan leik, lendum svolítið undir og þeir koma hlaupandi á okkur. Það gerðist í markinu sem þeir skoruðu. En fyrir utan það sköpuðu þeir sér engin færi, fyrir utan í restina. Þetta var ódýrt mark að fá á sig, mikil vonbrigði og dró svolítið úr okkur.“ Sverrir og félagar þurfa nú að búa sig undir leik við Liechtenstein á mánudagskvöld en þar er að litlu að keppa fyrir Ísland þar sem möguleikinn á að komast beint á EM er úr sögunni. „Við þurfum að nýta þann leik vel. Það var margt gott í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta var svipað og í Slóvakíuleiknum í sumar, þar sem við áttum mjög góðan fyrri hálfleik en náðum ekki að tengja tvo hálfleiki saman. Við þurfum að gera það á mánudaginn. Við sáum að þegar við spilum eins og í fyrri hálfleik þá erum við hörkufótboltalið, sköpuðum mikið af færum og hefðum átt að ganga frá leiknum á því mómenti,“ sagði Sverrir.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Orri Steinn: Blendnar tilfinningar eftir þennan leik Orri Steinn Óskarsson opnaði markareikning sinn fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta þegar hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg í leik liðanna í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. 13. október 2023 21:21 Einkunnir Íslands: Orri Steinn bestur Ísland tók á móti Lúxemborg í áttundu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli. Ísland var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik með marki frá Orra Steini Óskarssyni. 13. október 2023 21:13 Gylfi Þór: Yndislegt að snúa aftur á Laugardalsvöll Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. Gylfi Þór sagði tilfinninguna að spila aftur á Laugardalsvellinum yndislega. 13. október 2023 20:51 Umræða um landsleikinn á Twitter | Orri Steinn er nýr Kolbeinn Sigþórs Íslenskir fótboltaáhugamenn eru að ræða frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter. 13. október 2023 19:36 Umfjöllun: Ísland - Lúxemborg 1-1 | Sár vonbrigði í endurkomu Gylfa Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli í kvöld. Þar með er vonin um að komast beint á EM úr undankeppninni algjörlega úr sögunni. 13. október 2023 21:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira
Orri Steinn: Blendnar tilfinningar eftir þennan leik Orri Steinn Óskarsson opnaði markareikning sinn fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta þegar hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg í leik liðanna í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. 13. október 2023 21:21
Einkunnir Íslands: Orri Steinn bestur Ísland tók á móti Lúxemborg í áttundu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli. Ísland var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik með marki frá Orra Steini Óskarssyni. 13. október 2023 21:13
Gylfi Þór: Yndislegt að snúa aftur á Laugardalsvöll Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. Gylfi Þór sagði tilfinninguna að spila aftur á Laugardalsvellinum yndislega. 13. október 2023 20:51
Umræða um landsleikinn á Twitter | Orri Steinn er nýr Kolbeinn Sigþórs Íslenskir fótboltaáhugamenn eru að ræða frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter. 13. október 2023 19:36
Umfjöllun: Ísland - Lúxemborg 1-1 | Sár vonbrigði í endurkomu Gylfa Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli í kvöld. Þar með er vonin um að komast beint á EM úr undankeppninni algjörlega úr sögunni. 13. október 2023 21:30