Föstudagurinn þrettándi bar nafn sitt með rentu á Norðurlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. október 2023 22:22 Lögeglan á Norðurlandi eystra hafði í nógu að snúast í kvöld. Vísir/Vilhelm Það var óvenjumikið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í kvöld. Hún þurfti að eiga við eldsvoða í Eyjafjarðasveit, fjögur umferðarslys og slagsmál á Glerártorgi. Föstudagurinn þrettándi bar nafn sitt því með rentu á Norðurlandi eystra. Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá verkefnum kvöldsins í færslu á Facebook. Þar segir að um hálf sex síðdegis hafi verið tilkynnt um eldsvoða í útihúsi á bæ í Eyjafjarðarsveit og ekki væri vitað hvort einhver væri inni. Lögregla og slökkvilið fóru með forgangi á vettvang og þá hafi komið í ljós að eldur hafði kviknað í heyi fyrir utan útihús. „Ábúanda tókst að slökkva eldinn að mestu áður en viðbragðsaðilar komu og varð ekki tjón á húsum og engan sakaði,“ segir í færslunni. Tveir árekstrar í Hörgárdal Í færslunni segir að á meðan lögreglumenn voru að störfum við brunann í Eyjafirði voru rannsóknarlögreglumenn á leið til Akureyrar frá Varmahlíð. Þeir hafi þá ekið fram á umferðarslys á Hringveginum við Þelamerkurveg í Hörgárdal. „Um var að ræða harðan árekstur, þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið í sömu akstursstefnu. sjö aðilar voru fluttir af vettvangi og þar af voru fjórir slasaðir, tveir fullorðnir og tvö börn. Sjúkraflutningamenn fluttu alla aðila á Sjúkrahúsið á Akureyri og voru báðar bifreiðarnar óökufærar. Hringveginum var lokað á meðan og umferð vísað um Hörgárdalsveg,“ segir í færslunni. Vísir fjallaði um áreksturinn fyrr í kvöld. Eftir fréttaflutninginn hafði ökumaðurinn sem keyrt var aftan á samband til að greina frá því að börnin tvö hefðu ekki slasast og að þau sjö sem voru flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri væru ekki alvarlega slösuð. Í færslu lögreglunnar segir einnig: „Á meðan á vettvangsvinnu við þetta umferðarslys stóð varð umferðaróhapp á Hörgárdalsvegi þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið vegna hálku en engin slys urðu á fólki. Önnur bifreiðin varð óökufær en hægt var að aka hinni af vettvangi. Þarna hafði rúta einnig lent út af veginum en hálka og vonsku veður var á vettvangi.“ Klesstur ljósastaur, slagsmál og ósammála ökumenn Skömmu síðar, eða um 18:45, var lögreglunni tilkynnt um að bifreið hefði verið ekið á ljósastaur á Kjarnagötu til móts við Jaðarstún á Akureyri og ökumaðurinn ekið á brott án þess að tala kóng né prest. Í færslu lögreglu segir að ökumannsins sé nú leitað og er hann hvattur til að gefa sig fram. Einnig þiggur lögreglan upplýsingar sem fólk kynni að hafa um málið. Glerártorg er stærsta verslunarmiðstöð Akureyrar og Norðurlands.Vísir/Vilhelm Klukkan sjö barst lögreglunni tilkynning um fólk í slagsmálum hjá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. „Var þar um um að ræða ágreining milli aðila sem endaði með handalögmálum. Lögregla ræddi við fólkið og stillti til friðar og hefur þetta mál ekki frekari eftirmála hjá lögreglu,“ segir í færslunni. „Stuttu síðar var síðan tilkynnt um árekstur þriggja bifreiða á gatnamótum Þórunnarstrætis og Þingvallastrætis. Þar urðu engin slys á fólki en ágreiningur var um tildrög óhappsins þannig að ef vitni að atvikinu les þessa færslu má það gjarnan gefa sig fram,“ segir að lokum í færslunni. Akureyri Lögreglumál Hörgársveit Eyjafjarðarsveit Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá verkefnum kvöldsins í færslu á Facebook. Þar segir að um hálf sex síðdegis hafi verið tilkynnt um eldsvoða í útihúsi á bæ í Eyjafjarðarsveit og ekki væri vitað hvort einhver væri inni. Lögregla og slökkvilið fóru með forgangi á vettvang og þá hafi komið í ljós að eldur hafði kviknað í heyi fyrir utan útihús. „Ábúanda tókst að slökkva eldinn að mestu áður en viðbragðsaðilar komu og varð ekki tjón á húsum og engan sakaði,“ segir í færslunni. Tveir árekstrar í Hörgárdal Í færslunni segir að á meðan lögreglumenn voru að störfum við brunann í Eyjafirði voru rannsóknarlögreglumenn á leið til Akureyrar frá Varmahlíð. Þeir hafi þá ekið fram á umferðarslys á Hringveginum við Þelamerkurveg í Hörgárdal. „Um var að ræða harðan árekstur, þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið í sömu akstursstefnu. sjö aðilar voru fluttir af vettvangi og þar af voru fjórir slasaðir, tveir fullorðnir og tvö börn. Sjúkraflutningamenn fluttu alla aðila á Sjúkrahúsið á Akureyri og voru báðar bifreiðarnar óökufærar. Hringveginum var lokað á meðan og umferð vísað um Hörgárdalsveg,“ segir í færslunni. Vísir fjallaði um áreksturinn fyrr í kvöld. Eftir fréttaflutninginn hafði ökumaðurinn sem keyrt var aftan á samband til að greina frá því að börnin tvö hefðu ekki slasast og að þau sjö sem voru flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri væru ekki alvarlega slösuð. Í færslu lögreglunnar segir einnig: „Á meðan á vettvangsvinnu við þetta umferðarslys stóð varð umferðaróhapp á Hörgárdalsvegi þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið vegna hálku en engin slys urðu á fólki. Önnur bifreiðin varð óökufær en hægt var að aka hinni af vettvangi. Þarna hafði rúta einnig lent út af veginum en hálka og vonsku veður var á vettvangi.“ Klesstur ljósastaur, slagsmál og ósammála ökumenn Skömmu síðar, eða um 18:45, var lögreglunni tilkynnt um að bifreið hefði verið ekið á ljósastaur á Kjarnagötu til móts við Jaðarstún á Akureyri og ökumaðurinn ekið á brott án þess að tala kóng né prest. Í færslu lögreglu segir að ökumannsins sé nú leitað og er hann hvattur til að gefa sig fram. Einnig þiggur lögreglan upplýsingar sem fólk kynni að hafa um málið. Glerártorg er stærsta verslunarmiðstöð Akureyrar og Norðurlands.Vísir/Vilhelm Klukkan sjö barst lögreglunni tilkynning um fólk í slagsmálum hjá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. „Var þar um um að ræða ágreining milli aðila sem endaði með handalögmálum. Lögregla ræddi við fólkið og stillti til friðar og hefur þetta mál ekki frekari eftirmála hjá lögreglu,“ segir í færslunni. „Stuttu síðar var síðan tilkynnt um árekstur þriggja bifreiða á gatnamótum Þórunnarstrætis og Þingvallastrætis. Þar urðu engin slys á fólki en ágreiningur var um tildrög óhappsins þannig að ef vitni að atvikinu les þessa færslu má það gjarnan gefa sig fram,“ segir að lokum í færslunni.
Akureyri Lögreglumál Hörgársveit Eyjafjarðarsveit Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira