Formaður Samfylkingarinnar óskar nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki, en á ekki von á mikilli stefnubreytingu í efnahagsmálum frá ríkisstjórninni. Hún segir Bjarna ekki hafa viðurkennt misbresti í sölunni á Íslandsbanka, sem sé liður í því að axla ábyrgð.
Fjöldi Palestínumanna gerir nú allt hvað hann getur til að flýja norðurhluta Gasa, eftir að ísraelski herinn fyrirskipaði íbúum svæðisins að halda suður. Ísraelar hafa gert takmarkaða landsókn inn á Gasa, en búist er við allsherjar innrás Ísraela inn á Gasa í kjölfarið.
Þá fjöllum við um þorp á Spáni sem er til sölu og hefur tvöfaldast í verði á stuttum tíma og heyrum allt um hundrað ára afmæli slökkviliðs.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.