Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar vill að Vinstri græn eða Framsókn hafi forræði á því að klára söluna á Íslandsbanka. Sjálfstæðisflokkurinn ráði ekki við verkefnið. Við heyrum umræður hennar og formanns Framsóknar um tíðindi gærdagsins í fréttatímanum.
Þá förum við yfir þingkosningarnar sem nú fara fram í Póllandi og ræðum við óánægða eldri borgara á Selfossi sem boðuðu til vöfflukaffis til að mótmæla þjónustuskerðingu.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.