Mikill kraftur og sókn í Suðurnesjabæ Anton Guðmundsson skrifar 17. október 2023 09:01 Suðurnesjabær er ört vaxandi sveitarfélag á Suðurnesjum og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Samkvæmt upplýsingum þjóðskrár er íbúafjöldi í Suðurnesjabæ kominn yfir 4.000, nánar tiltekið í alls 4.046. Þegar Suðurnesjabær varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir fimm árum var íbúafjöldinn um 3.400. Íbúum hefur því fjölgað um 600 manns á þessum fimm árum, eða um 17,5%.Staða atvinnumála er góð í sveitarfélaginu þar sem sjávarútvegur og flugtengd starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Suðurnesjabæ eru burðarpóstarnir í sveitarfélaginu á því sviði, einnig fjölgar störfum í ferðaþjónustu nokkuð. Sjávarklasinn opnar Grænan iðngarð Eftir að Norðurál Helguvík var tekið til gjaldþrotaskipta hefur verið unnið að því að selja þær eignir sem voru í eigu þrotabúsins. Nú liggur fyrir að Reykjanesklasinn eignast mannvirkið sem byggt var í þeim tilgangi að starfrækja álbræðslu Norðuráls. Samkvæmt tilkynningu sem Reykjanesklasinn hefur sent frá sér er ætlunin að nýta mannvirkið til þess að þróa þar og starfrækja Grænan iðngarð. „Ætlunin er að hýsa innlend og erlend fyrirtæki sem þurfa rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun, framleiðslu og samsetningu á vörum eða aðstöðu fyrir fiskeldi og ræktun, svo eitthvað sé nefnt.“ Þá kemur einnig fram að starfsemin muni m.a. byggjast á hugmyndafræði um hringrásarhagkerfi. Smám saman er að færast aukið líf í Græna iðngarðinn í Suðurnesjabæ. Um er að ræða mjög metnaðarfullt verkefni sem byggist á hugmyndafræði um klasastarfsemi sem hefur sannað sig hjá Sjávarklasanum. Það verður áhugavert að fylgjast með framgangi málsins. Uppbygging á innviðum sveitarfélagsins Mikill uppbygging er að eiga sér stað í gatnagerð í báðum byggðarkjörnum, Sandgerði og Garði, sem mynda Suðurnesjabæ. Hefur úthlutun lóða og sala fasteigna verið mikil, sérstaklega með tilkomu hlutdeildarlána en sveitarfélagið er nú skilgreint sem vaxtarsvæði. Nýlega var tekin í gagnið glæsileg stækkun við Gerðarskóla í Garði og þá er sveitarfélagið að byggja nýjan og glæsilegan leikskóla í Sandgerði sem telur sex deildir og eru áætluð verklok í mars 2024. Um að ræða byltingu í leikskólamálum í Suðurnesjabæ þar sem leikskólinn verður einn sá veglegasti á landinu. Svo er mikil vinna í gangi við endurnýjun og lagfæringu á eldri götum sveitarfélagsins sem hafa látið á sjá. Áform um bætta aðstöðu til íþróttaiðkunar Stækkun er hafin á húsnæði sundlaugarinnar í Sandgerði sem mun gera aðstöðu starfsfólks en betri og tryggja þannig meira öryggi sundlaugargesta. Nýlega var samþykkt í bæjarráði Suðurnesjabæjar að fara af stað með frístundaakstur í sveitarfélaginu á milli byggðakjarna til að stuðla þannig að aukinni þátttöku ungmenna í íþróttum. Í málefnasamningi B- og D-lista kemur fram að „bæta skal aðstöðu til íþróttaiðkunar með byggingu gervigrasvallar þar sem horft verði til framtíðar við hönnun hans og gert verði ráð fyrir að hægt verði að byggja yfir hann síðar“. Unnið er markvisst að þessari framkvæmd og er nú í gangi greiningarvinna um staðsetningu vallarins sem á að ljúka á allra næstu misserum. Því næst er að taka skjóta ákvörðun um staðsetningu hans til þess að uppbygging geti hafist. Höfundur er oddviti Framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Suðurnesjabær Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Suðurnesjabær er ört vaxandi sveitarfélag á Suðurnesjum og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Samkvæmt upplýsingum þjóðskrár er íbúafjöldi í Suðurnesjabæ kominn yfir 4.000, nánar tiltekið í alls 4.046. Þegar Suðurnesjabær varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir fimm árum var íbúafjöldinn um 3.400. Íbúum hefur því fjölgað um 600 manns á þessum fimm árum, eða um 17,5%.Staða atvinnumála er góð í sveitarfélaginu þar sem sjávarútvegur og flugtengd starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Suðurnesjabæ eru burðarpóstarnir í sveitarfélaginu á því sviði, einnig fjölgar störfum í ferðaþjónustu nokkuð. Sjávarklasinn opnar Grænan iðngarð Eftir að Norðurál Helguvík var tekið til gjaldþrotaskipta hefur verið unnið að því að selja þær eignir sem voru í eigu þrotabúsins. Nú liggur fyrir að Reykjanesklasinn eignast mannvirkið sem byggt var í þeim tilgangi að starfrækja álbræðslu Norðuráls. Samkvæmt tilkynningu sem Reykjanesklasinn hefur sent frá sér er ætlunin að nýta mannvirkið til þess að þróa þar og starfrækja Grænan iðngarð. „Ætlunin er að hýsa innlend og erlend fyrirtæki sem þurfa rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun, framleiðslu og samsetningu á vörum eða aðstöðu fyrir fiskeldi og ræktun, svo eitthvað sé nefnt.“ Þá kemur einnig fram að starfsemin muni m.a. byggjast á hugmyndafræði um hringrásarhagkerfi. Smám saman er að færast aukið líf í Græna iðngarðinn í Suðurnesjabæ. Um er að ræða mjög metnaðarfullt verkefni sem byggist á hugmyndafræði um klasastarfsemi sem hefur sannað sig hjá Sjávarklasanum. Það verður áhugavert að fylgjast með framgangi málsins. Uppbygging á innviðum sveitarfélagsins Mikill uppbygging er að eiga sér stað í gatnagerð í báðum byggðarkjörnum, Sandgerði og Garði, sem mynda Suðurnesjabæ. Hefur úthlutun lóða og sala fasteigna verið mikil, sérstaklega með tilkomu hlutdeildarlána en sveitarfélagið er nú skilgreint sem vaxtarsvæði. Nýlega var tekin í gagnið glæsileg stækkun við Gerðarskóla í Garði og þá er sveitarfélagið að byggja nýjan og glæsilegan leikskóla í Sandgerði sem telur sex deildir og eru áætluð verklok í mars 2024. Um að ræða byltingu í leikskólamálum í Suðurnesjabæ þar sem leikskólinn verður einn sá veglegasti á landinu. Svo er mikil vinna í gangi við endurnýjun og lagfæringu á eldri götum sveitarfélagsins sem hafa látið á sjá. Áform um bætta aðstöðu til íþróttaiðkunar Stækkun er hafin á húsnæði sundlaugarinnar í Sandgerði sem mun gera aðstöðu starfsfólks en betri og tryggja þannig meira öryggi sundlaugargesta. Nýlega var samþykkt í bæjarráði Suðurnesjabæjar að fara af stað með frístundaakstur í sveitarfélaginu á milli byggðakjarna til að stuðla þannig að aukinni þátttöku ungmenna í íþróttum. Í málefnasamningi B- og D-lista kemur fram að „bæta skal aðstöðu til íþróttaiðkunar með byggingu gervigrasvallar þar sem horft verði til framtíðar við hönnun hans og gert verði ráð fyrir að hægt verði að byggja yfir hann síðar“. Unnið er markvisst að þessari framkvæmd og er nú í gangi greiningarvinna um staðsetningu vallarins sem á að ljúka á allra næstu misserum. Því næst er að taka skjóta ákvörðun um staðsetningu hans til þess að uppbygging geti hafist. Höfundur er oddviti Framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun