Senn líður að jólum Sævar Helgi Lárusson skrifar 17. október 2023 11:31 Nú er haustið að skella á okkur af fullum þunga. Hver lægðin á fætur annarri bregður sér yfir landið og léttir á sér yfir okkur. Svo kólnar, og rigningin breytist í slyddu og snjó. Færð spillist og birtutíminn styttist. Við tekur tímabil fram á vormánuði þar sem veghaldarar landsins keppast við að halda akstursskilyrðum eins góðum og hægt er. Verkefni sem er fullt af áskorunum eins og síðasti vetur bar með sér. Snjóruðningstækin og hálkuvarnardreifarar eru víða komin á stjá. Sveima um vegi landsins og götur bæjanna, okkur hinum til heilla. Fari þau aftur sem fyrst til fjalla í hellinn sinn, en sennilega verður það ekki fyrr en í apríl, mögulega maí. Við því er ekkert að gera, því hér búum við. Ekki skellum við bara í lás. Að minnsta kosti ekki ég. Hér er frábært að vera á veturna eins og sumrin. Við þurfum bara að gæta að aðstæðum áður en við leggjum í hann. Passa upp á að vera rétt skóuð og klædd, það þýðir ekkert að vera í sandölum og ermalausum bol. Bílar og hjól á sumarhjólbörðum eiga ekkert erindi út á götur landsins að vetrarlagi nema þessa örfáu daga, eða dagparta, sem æðri máttarvöld lauma til okkar með óreglulegum hætti. Það er meira segja svo, að sumarhjólbarðar þola illa kulda. Efnið í þeim harðnar í hitastigi undir sjö gráðum og þá minnkar veggripið. Eins er vert að minnast á að eftir því sem hjólbarðar slitna og mynstursdýptin minnkar, þá skerðast eiginleikar þeirra. Lágmarks mynstursdýpt hjólbarða fólksbifreiða er 3 mm á tímabilinu 1. nóvember til 14. apríl. Ég hvet alla sem reka bíl eða hjól til að huga sem fyrst að hjólbörðunum. Svo er það að læra inn á landið og veðrið. Átta sig á hvernig aðstæður verða á því ferðalagi sem við eigum í vændum. Þá er gott að skoða veðurspá og kíkja inn á umferdin.is. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir ferðalanga. Hvernig færðin er og veðrið, hægt er að skoða myndir úr myndavélum Vegagerðarinnar sem staðsettar eru á víð og dreif um allt land. Hvaða vegir eru lokaðir og ýmsar aðrar upplýsingar sem geta verið gagnlegar. Við hjá Vegagerðinni vitum að það eru ekki alltaf hæg heimatökin að vafra um á netinu, þá er bara að taka upp tólið og hringja í þjónustusíma Vegagerðarinnar, 1777. Hann er opinn milli kl. 6:30 og 22:00. Við vöknum snemma hér á bæ, og erum ekki enn farin að láta talgerfla svara í símann fyrir okkur. Já, við getum stundum verið svolítið gamaldags. Varðandi snjóruðningstækin, þá vil ég koma á framfæri við ykkur mikilvægi þess að umgangast þessi tæki af varúð. Gefið þeim pláss til að athafna sig. Dóla bara á eftir þeim á nýruddum veginum frekar en að reyna áhættusaman framúrakstur. Muna bar að hafa gott bil. Stjórnun þeirra er bæði flókin og útsýn oft takmarkað, bæði vegna stærðar tækjanna og snjókófs sem oft myndast þegar verið er að ryðja vegina. Það vill líka svo til, að þegar þau fara á stjá, þá eru akstursaðstæður yfirleitt slæmar, eða við það að verða slæmar. Svo skulum við muna, að stundum er betra heima setið en af stað farið. Öll él birtir upp um síðir. Góða ferð. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Snjómokstur Umferð Samgöngur Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er haustið að skella á okkur af fullum þunga. Hver lægðin á fætur annarri bregður sér yfir landið og léttir á sér yfir okkur. Svo kólnar, og rigningin breytist í slyddu og snjó. Færð spillist og birtutíminn styttist. Við tekur tímabil fram á vormánuði þar sem veghaldarar landsins keppast við að halda akstursskilyrðum eins góðum og hægt er. Verkefni sem er fullt af áskorunum eins og síðasti vetur bar með sér. Snjóruðningstækin og hálkuvarnardreifarar eru víða komin á stjá. Sveima um vegi landsins og götur bæjanna, okkur hinum til heilla. Fari þau aftur sem fyrst til fjalla í hellinn sinn, en sennilega verður það ekki fyrr en í apríl, mögulega maí. Við því er ekkert að gera, því hér búum við. Ekki skellum við bara í lás. Að minnsta kosti ekki ég. Hér er frábært að vera á veturna eins og sumrin. Við þurfum bara að gæta að aðstæðum áður en við leggjum í hann. Passa upp á að vera rétt skóuð og klædd, það þýðir ekkert að vera í sandölum og ermalausum bol. Bílar og hjól á sumarhjólbörðum eiga ekkert erindi út á götur landsins að vetrarlagi nema þessa örfáu daga, eða dagparta, sem æðri máttarvöld lauma til okkar með óreglulegum hætti. Það er meira segja svo, að sumarhjólbarðar þola illa kulda. Efnið í þeim harðnar í hitastigi undir sjö gráðum og þá minnkar veggripið. Eins er vert að minnast á að eftir því sem hjólbarðar slitna og mynstursdýptin minnkar, þá skerðast eiginleikar þeirra. Lágmarks mynstursdýpt hjólbarða fólksbifreiða er 3 mm á tímabilinu 1. nóvember til 14. apríl. Ég hvet alla sem reka bíl eða hjól til að huga sem fyrst að hjólbörðunum. Svo er það að læra inn á landið og veðrið. Átta sig á hvernig aðstæður verða á því ferðalagi sem við eigum í vændum. Þá er gott að skoða veðurspá og kíkja inn á umferdin.is. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir ferðalanga. Hvernig færðin er og veðrið, hægt er að skoða myndir úr myndavélum Vegagerðarinnar sem staðsettar eru á víð og dreif um allt land. Hvaða vegir eru lokaðir og ýmsar aðrar upplýsingar sem geta verið gagnlegar. Við hjá Vegagerðinni vitum að það eru ekki alltaf hæg heimatökin að vafra um á netinu, þá er bara að taka upp tólið og hringja í þjónustusíma Vegagerðarinnar, 1777. Hann er opinn milli kl. 6:30 og 22:00. Við vöknum snemma hér á bæ, og erum ekki enn farin að láta talgerfla svara í símann fyrir okkur. Já, við getum stundum verið svolítið gamaldags. Varðandi snjóruðningstækin, þá vil ég koma á framfæri við ykkur mikilvægi þess að umgangast þessi tæki af varúð. Gefið þeim pláss til að athafna sig. Dóla bara á eftir þeim á nýruddum veginum frekar en að reyna áhættusaman framúrakstur. Muna bar að hafa gott bil. Stjórnun þeirra er bæði flókin og útsýn oft takmarkað, bæði vegna stærðar tækjanna og snjókófs sem oft myndast þegar verið er að ryðja vegina. Það vill líka svo til, að þegar þau fara á stjá, þá eru akstursaðstæður yfirleitt slæmar, eða við það að verða slæmar. Svo skulum við muna, að stundum er betra heima setið en af stað farið. Öll él birtir upp um síðir. Góða ferð. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar