Segir að leikmenn lélegasta landsliðs heims hafi hótað að meiða stjörnu Man. Utd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2023 10:40 Rasmus Hojlund spilaði á Ítalíu og skilur ítölsku. Hann skildi því um hvað leikmenn San Marinó voru að tala og þeir voru að hóta því að meiða hann. AP/Felice Calabro Danir rétt sluppu með þrjú stig frá leik sínum við San Marinó í undankeppni EM í gærkvöldi en Danir fengu á sig jöfnunarmark í leiknum. San Marinó er opinberlega lélegasta landslið heims og hefur ekki unnið landsleik í 136 leikjum. Þetta var fyrsta mark liðsins í þessari undankeppni en markatalan var 0-24 fyrir leikinn. Danir voru mjög pirraðir í gærkvöldi, bæði í leiknum sem og eftir þennan nauma sigur á lélegasta landsliði heims. Þeir náðu þó að skora sigurmark undir lokin og sleppa með skrekkinn. Simon Kjaer ( Denmark player) : "I heard the San Marino players saying they intentionally wanted to injure Rasmus Højlund by going after his left knee" pic.twitter.com/cMPLJrPm5T— All Sportz (@Allsportztv) October 18, 2023 Fyrirliði liðsins, Simon Kjær, gekk þó lengra en margir höfðu séð fyrir eftir slíkan leik. Hann var brjálaður út í dómara leiksins og sakaði líka leikmenn San Marinó um að hafa hótað því að meiða stjörnuframherja danska liðsins, Rasmus Højlund. Rasmus Højlund skoraði fyrsta mark leiksins en hann var keyptur til stórliðs Manchester United í haust. „Það er augljóst að við erum að segja eitthvað inn á vellinum og þá verður dómarinn pirraður út í okkur af því að við erum að segja eitthvað. Það er bara hluti af leiknum,“ sagði Simon Kjær við TV 2 Sport eftir leikinn. „Það er síðan enginn vafi á því að það er klárt rautt spjald fyrir brotið á Højlund. Þetta er hundrað prósent viljandi og við vitum um dæmi með Neymar þar sem hann fékk hné í bakið og bakbrotnaði,“ sagði Kjær reiður. Denmark captain Simon Kjaer says San Marino players set out to deliberately injure Manchester United star Rasmus Hojlund with a challenge that could have broken his back .https://t.co/LDFuunqiBQ— Metro (@MetroUK) October 18, 2023 Højlund fékk vissulega hné frá leikmanni San Marinó og lá sárþjáður á eftir. „Þetta er hættulegt og það eru þrír dómarar rétt hjá þessu. Þeir (leikmenn San Marinó) voru þó búnir að hóta því við hann að þeir ætluðu að fara í vinstra hnéð hans,“ sagði Kjær. „Ég fór og lét dómarann vita og spurði hvort hann vildi að ég túlkaði fyrir hann. Það er dómarinn sem ákveður línuna og hann verður að gera það sjálfur. Ég skil þetta ekki. Við höfum einnig VAR. Þú sérð þetta alla leið úr vörninni að þetta var hundrað prósent viljandi,“ sagði Kjær mjög pirraður eftir leikinn. Højlund neitaði að þakka leikmönnum San Marinó fyrir leikinn. Dómari leiksins var Viktor Kopiyevskyi frá Úkraínu. EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Sjá meira
San Marinó er opinberlega lélegasta landslið heims og hefur ekki unnið landsleik í 136 leikjum. Þetta var fyrsta mark liðsins í þessari undankeppni en markatalan var 0-24 fyrir leikinn. Danir voru mjög pirraðir í gærkvöldi, bæði í leiknum sem og eftir þennan nauma sigur á lélegasta landsliði heims. Þeir náðu þó að skora sigurmark undir lokin og sleppa með skrekkinn. Simon Kjaer ( Denmark player) : "I heard the San Marino players saying they intentionally wanted to injure Rasmus Højlund by going after his left knee" pic.twitter.com/cMPLJrPm5T— All Sportz (@Allsportztv) October 18, 2023 Fyrirliði liðsins, Simon Kjær, gekk þó lengra en margir höfðu séð fyrir eftir slíkan leik. Hann var brjálaður út í dómara leiksins og sakaði líka leikmenn San Marinó um að hafa hótað því að meiða stjörnuframherja danska liðsins, Rasmus Højlund. Rasmus Højlund skoraði fyrsta mark leiksins en hann var keyptur til stórliðs Manchester United í haust. „Það er augljóst að við erum að segja eitthvað inn á vellinum og þá verður dómarinn pirraður út í okkur af því að við erum að segja eitthvað. Það er bara hluti af leiknum,“ sagði Simon Kjær við TV 2 Sport eftir leikinn. „Það er síðan enginn vafi á því að það er klárt rautt spjald fyrir brotið á Højlund. Þetta er hundrað prósent viljandi og við vitum um dæmi með Neymar þar sem hann fékk hné í bakið og bakbrotnaði,“ sagði Kjær reiður. Denmark captain Simon Kjaer says San Marino players set out to deliberately injure Manchester United star Rasmus Hojlund with a challenge that could have broken his back .https://t.co/LDFuunqiBQ— Metro (@MetroUK) October 18, 2023 Højlund fékk vissulega hné frá leikmanni San Marinó og lá sárþjáður á eftir. „Þetta er hættulegt og það eru þrír dómarar rétt hjá þessu. Þeir (leikmenn San Marinó) voru þó búnir að hóta því við hann að þeir ætluðu að fara í vinstra hnéð hans,“ sagði Kjær. „Ég fór og lét dómarann vita og spurði hvort hann vildi að ég túlkaði fyrir hann. Það er dómarinn sem ákveður línuna og hann verður að gera það sjálfur. Ég skil þetta ekki. Við höfum einnig VAR. Þú sérð þetta alla leið úr vörninni að þetta var hundrað prósent viljandi,“ sagði Kjær mjög pirraður eftir leikinn. Højlund neitaði að þakka leikmönnum San Marinó fyrir leikinn. Dómari leiksins var Viktor Kopiyevskyi frá Úkraínu.
EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Sjá meira