Foreldrar – ábyrgðin er okkar Unnur Freyja Víðisdóttir skrifar 18. október 2023 15:00 Við lifum í stafrænum heimi þar sem hátt hlutfall grunnskólabarna eiga sinn eigin farsíma og eru þar af leiðandi með allar heimsins upplýsingar í vasanum. Nýlegir atburðir hafa undirstrikað hversu mikilvægt það er að við foreldrar fylgjumst vel með netnotkun barnanna okkar. Fyrir tveimur dögum síðan átti sér stað óhugnalegt atvik hér á landi þar sem 12 ára gömul stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans eftir að skólafélagar hennar höfðu kastað ætandi efnum í andlit hennar. Málið má rekja aftur til samfélagsmiðilsins Youtube þaðan sem skólafélagar stúlkunnar fengu hugmyndina. Þessi hræðilegi atburður er sterk áminning um hætturnar sem geta leynst á netinu innan um þann hafsjó af efni sem þar er að finna. Tilkoma internetsins og samfélagsmiðla hefur gjörbylt tækifærum fólks til samskipta og upplýsingaöflunar en það er mikilvægt að muna að ekki allar upplýsingar sem fyrirfinnast þar eru af hinu góða, sér í lagi fyrir ung og áhrifagjörn börn sem eiga oft erfiðara með að átta sig á afleiðingum gjörða sinna en við fullorðna fólkið. Við foreldrar og forráðamenn gegnum lykilhlutverki í að tryggja öryggi barnanna okkar, bæði í raunheimum og hinum stafræna heimi. Við myndum ekki hleypa börnunum okkar einum yfir fjölfarna götu án þess að kenna þeim umferðarreglurnar fyrst. Við réttum þeim hjálparhönd og leiðum þau yfir á meðan þau eru enn að læra reglurnar sem miða að því að gæta öryggis þeirra. Á sama hátt ættum við ekki að veita þeim óheftan og eftirlitslausan aðgang að netinu og samfélagsmiðlum án viðeigandi fræðslu og leiðbeininga. Við erum ekki „leiðinlega foreldrið“ að vilja aðstoða börnin og passa upp á þau í stafrænum heimi á meðan þau eru enn að taka út mikilvægan þroska. Hinn stafræni heimur endurspeglar nefnilega að mörgu leyti raunheiminn en í báðum þeirra má finna ljós og skugga, tækifæri og hættur. Þess vegna ættum við að hafa fræðslu og eftirlit í fyrirrúmi þegar kemur að netnotkun barnanna okkar. Fimm góð heilræði: 1. Fræðum þau fyrr og oftar: Eigum samtalið um netöryggi við börnin okkar áður en við veitum þeim aðgang að tækjum og höldum samtalinu áfram eftir því sem barnið eldist og þroskast. Tímarnir breytast hratt og tæknin með. Mikilvægt er að við séum vakandi fyrir nýjum samfélagsmiðlum og mögulegum hættum sem þeim geta fylgt svo að við getum veitt börnunum okkar viðeigandi fræðslu og handleiðslu. 2. Nýtum tæknina okkur í hag: Til eru smáforrit sem hægt er að nota til að takmarka aðgang barna að óæskilegu efni á netinu og stuðla þannig að öryggi þeirra þar. Kynnum okkur þessi smáforrit, notum þau af skynsemi og uppfærum þau reglulega. 3. Fylgjumst með og tökum virkan þátt: Þetta þýðir ekki að við eigum að njósna um netnotkun barnanna okkar heldur að sýna raunverulegan áhuga. Spyrjum um myndböndin sem þau horfa á, leikina sem þau spila og fólkið sem þau fylgjast með og eiga í samskiptum við á netinu. Þetta heldur okkur ekki aðeins upplýstum heldur stuðlar líka að opnum samskiptum á milli okkar og barnanna. Byggjum samtalið á trausti, virðingu og kærleika en ekki efasemdum, áhyggjum og ásökunum. 4. Eflum gagnrýna hugsun: Í stað þess að setja börnunum okkar einfaldlega bara reglur um netnotkun skulum við ræða ástæðurnar að baki þeim. Hvetjum börnin til að hugsa á gagnrýnin hátt um það sem þau skoða á netinu og hvernig þau geta brugðist við þegar þau rekast á óæskilegt efni þar. 5. Verum fyrirmyndir: Það er hægara að kenna heilræðin en halda þau. Sýnum börnunum okkar hvernig hægt er að nota netið á ábyrgan, öruggan og gagnlegan hátt. Deilum okkar eigin skjátíma með þeim, segjum þeim frá áhugaverðum greinum, fræðslumyndböndum og jákvæðum upplifunum á samfélagsmiðlum. Uppgangur internetsins og samfélagsmiðla hefur fært heiminn í hendur okkar og því fylgir ábyrgð - ábyrgð sem hvílir þungt á herðum okkar foreldra og forráðamanna. Börnin okkar, sem eru í eðli sínu forvitin og fús til að kanna heiminn, leita nefnilega til okkar eftir leiðsögn, visku og vernd. Við skulum tryggja að þau hafi þann skilning og þau verkfæri sem þau þurfa til að fóta sig í flóknu landslagi hins stafræna heims á öruggan hátt áður en við hleypum þeim þangað inn. Þegar öllu er á botninn hvolft getum við ekki stýrt öllu því efni sem sett er inn á netið, en við getum sannarlega leitt börnin okkar betur í gegnum netumferðina, hjálpað þeim að skilja reglurnar sem þar gilda og kennt þeim að bregðast rétt við þegar þau lenda í vanda. Höfundur er móðir og sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd. Ítarefni: Miðlalæsi.is Sjá einnig: Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag Er 13 ára nýja 18 ára aldurstakmarkið? Nei, ekki barnið mitt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Við lifum í stafrænum heimi þar sem hátt hlutfall grunnskólabarna eiga sinn eigin farsíma og eru þar af leiðandi með allar heimsins upplýsingar í vasanum. Nýlegir atburðir hafa undirstrikað hversu mikilvægt það er að við foreldrar fylgjumst vel með netnotkun barnanna okkar. Fyrir tveimur dögum síðan átti sér stað óhugnalegt atvik hér á landi þar sem 12 ára gömul stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans eftir að skólafélagar hennar höfðu kastað ætandi efnum í andlit hennar. Málið má rekja aftur til samfélagsmiðilsins Youtube þaðan sem skólafélagar stúlkunnar fengu hugmyndina. Þessi hræðilegi atburður er sterk áminning um hætturnar sem geta leynst á netinu innan um þann hafsjó af efni sem þar er að finna. Tilkoma internetsins og samfélagsmiðla hefur gjörbylt tækifærum fólks til samskipta og upplýsingaöflunar en það er mikilvægt að muna að ekki allar upplýsingar sem fyrirfinnast þar eru af hinu góða, sér í lagi fyrir ung og áhrifagjörn börn sem eiga oft erfiðara með að átta sig á afleiðingum gjörða sinna en við fullorðna fólkið. Við foreldrar og forráðamenn gegnum lykilhlutverki í að tryggja öryggi barnanna okkar, bæði í raunheimum og hinum stafræna heimi. Við myndum ekki hleypa börnunum okkar einum yfir fjölfarna götu án þess að kenna þeim umferðarreglurnar fyrst. Við réttum þeim hjálparhönd og leiðum þau yfir á meðan þau eru enn að læra reglurnar sem miða að því að gæta öryggis þeirra. Á sama hátt ættum við ekki að veita þeim óheftan og eftirlitslausan aðgang að netinu og samfélagsmiðlum án viðeigandi fræðslu og leiðbeininga. Við erum ekki „leiðinlega foreldrið“ að vilja aðstoða börnin og passa upp á þau í stafrænum heimi á meðan þau eru enn að taka út mikilvægan þroska. Hinn stafræni heimur endurspeglar nefnilega að mörgu leyti raunheiminn en í báðum þeirra má finna ljós og skugga, tækifæri og hættur. Þess vegna ættum við að hafa fræðslu og eftirlit í fyrirrúmi þegar kemur að netnotkun barnanna okkar. Fimm góð heilræði: 1. Fræðum þau fyrr og oftar: Eigum samtalið um netöryggi við börnin okkar áður en við veitum þeim aðgang að tækjum og höldum samtalinu áfram eftir því sem barnið eldist og þroskast. Tímarnir breytast hratt og tæknin með. Mikilvægt er að við séum vakandi fyrir nýjum samfélagsmiðlum og mögulegum hættum sem þeim geta fylgt svo að við getum veitt börnunum okkar viðeigandi fræðslu og handleiðslu. 2. Nýtum tæknina okkur í hag: Til eru smáforrit sem hægt er að nota til að takmarka aðgang barna að óæskilegu efni á netinu og stuðla þannig að öryggi þeirra þar. Kynnum okkur þessi smáforrit, notum þau af skynsemi og uppfærum þau reglulega. 3. Fylgjumst með og tökum virkan þátt: Þetta þýðir ekki að við eigum að njósna um netnotkun barnanna okkar heldur að sýna raunverulegan áhuga. Spyrjum um myndböndin sem þau horfa á, leikina sem þau spila og fólkið sem þau fylgjast með og eiga í samskiptum við á netinu. Þetta heldur okkur ekki aðeins upplýstum heldur stuðlar líka að opnum samskiptum á milli okkar og barnanna. Byggjum samtalið á trausti, virðingu og kærleika en ekki efasemdum, áhyggjum og ásökunum. 4. Eflum gagnrýna hugsun: Í stað þess að setja börnunum okkar einfaldlega bara reglur um netnotkun skulum við ræða ástæðurnar að baki þeim. Hvetjum börnin til að hugsa á gagnrýnin hátt um það sem þau skoða á netinu og hvernig þau geta brugðist við þegar þau rekast á óæskilegt efni þar. 5. Verum fyrirmyndir: Það er hægara að kenna heilræðin en halda þau. Sýnum börnunum okkar hvernig hægt er að nota netið á ábyrgan, öruggan og gagnlegan hátt. Deilum okkar eigin skjátíma með þeim, segjum þeim frá áhugaverðum greinum, fræðslumyndböndum og jákvæðum upplifunum á samfélagsmiðlum. Uppgangur internetsins og samfélagsmiðla hefur fært heiminn í hendur okkar og því fylgir ábyrgð - ábyrgð sem hvílir þungt á herðum okkar foreldra og forráðamanna. Börnin okkar, sem eru í eðli sínu forvitin og fús til að kanna heiminn, leita nefnilega til okkar eftir leiðsögn, visku og vernd. Við skulum tryggja að þau hafi þann skilning og þau verkfæri sem þau þurfa til að fóta sig í flóknu landslagi hins stafræna heims á öruggan hátt áður en við hleypum þeim þangað inn. Þegar öllu er á botninn hvolft getum við ekki stýrt öllu því efni sem sett er inn á netið, en við getum sannarlega leitt börnin okkar betur í gegnum netumferðina, hjálpað þeim að skilja reglurnar sem þar gilda og kennt þeim að bregðast rétt við þegar þau lenda í vanda. Höfundur er móðir og sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd. Ítarefni: Miðlalæsi.is Sjá einnig: Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag Er 13 ára nýja 18 ára aldurstakmarkið? Nei, ekki barnið mitt!
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun