Sviptingar gegn ofbeldismenningu á vinnumarkaði Sunna Arnardóttir skrifar 19. október 2023 08:02 Þriðjudaginn 17. Október 2023 komu út tvær ótengdar fréttir á visir.is, sem báðar fjölluðu um þá eitruðu menningu sem fyrirfinnst á vinnumarkaði Íslands. Klukkan 12:45 birtist frétt þar sem Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði frá því að félagi í stéttarfélaginu hefði verið sagt upp störfum hjá Norðuráli fyrir að tala illa um fyrirtækið að sögn Norðuráls (og mæta á fjölskylduskemmtun án þess að skrá sig), eftir að hafa starfað þar í 17 ár. Síðar um daginn, kl. 15:17 birtist frétt um það hvernig Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), hafi stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem Ingólfur telur vera ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn sína. Í fréttinni kemur fram yfirlýsing frá Markúsi, þar sem hann útlistar að óviðunandi framkoma og óheilindi í hans garðs hafi hafist er hann benti á að starfsemi HSS væri illa fjármögnuð að mati Markúsar, og að Markús hafi sætt hótunum um að skipunartími hans sem forstjóri HSS yrði ekki framlengdur ef hann læti ekki af þessari gagnrýni. Ein fréttin fjallar um andlitslausan einstakling sem getur ekki hönd fyrir höfuð sér borið er viðkomandi er sagt upp störfum fyrir að hafa, að sögn Norðuráls, „talað illa um fyrirtækið“. Önnur fréttin fjallar um háttsettan forstjóra, vel launaða, nafngreindan og þekktan vegna starfa sinn, sem dirfðist að sinna starfi sínu og berjast fyrir hag rekstursins sem hann bar ábyrgð á. Einn aðilinn getur ekki farið í hart vegna málsins, þar sem hann hefur öllu að tapa. Annar aðilinn er stöndugur og getur tekið skrefið í að stefna ekki bara ráðherra heldur ríkinu. En báðir eiga það sameiginlegt að hafa verið bolað úr starfi, annar vegna meintra skoðana sinna (samkvæmt Norðuráli), og hinn fyrir að sinna starfi sínu líkt og forstjóra ber að gera (en klappaði ekki nógu mikið á réttu bökin í leiðinni). Þessir tveir einstaklingar eru ekki einir. Það er fjöldinn allur til af einstaklingum sem hafa lent í einmitt þessari stöðu. Aðilar sem eru teknir fyrir af atvinnurekanda og „eitthvað er fundið“ til þess að bola þeim úr stöðu sinni. Ég fagna því að stéttarfélag þess nafnlausa tók upp mál hans og benti á það, ég vona að önnur stéttarfélög muni leika það eftir og sækja harðar að slíkri árás atvinnurekenda á einstaklinga. Og ég fagna því enn frekar að aðili sem setið hefur í einni æðstu stöðu innan heilbrigðiskerfisins, taki skrefið og leiti réttar síns. Mál sem öll stéttarfélög munu fylgjast grannt með. Mál sem mun vonandi hafa jákvæðar vendingar innan þeirrar eitruðu menningar sem ríkir á vinnumarkaðinum. En það er þessi menning, að ef þú ert ekki með bullandi meðvirkni að hampa öllum sem fyrir ofan þig eru, þá er þér bolað út með hörku og illindum. Þessi menning sem segir að þú megir bara segja „ég elska vinnustaðinn minn“ en ekki „það er einhverju ábótavant“. Þessi menning sem bannar starfsfólki að hafa metnað í starfi og fyrir vinnustað sínum, því þessi sjálfstæða hugsun hentar ekki þeim sem hafa völdin og peningana. Undirrituð hefur ýtarlega reynslu af slíku í störfum sínum á mannauðssviðum, bæði lent í þeim sjálf, heyrt af og farið gegn slíkum aðförum, sem og verið tilneydd til að taka þátt í þeim. Og alveg sama hverjar aðstæður eru hverju sinni, það er alltaf þolandinn sem endar úr starfi, ef ekki með brottrekstri þá með andlegu ofbeldi þar til viðkomandi sér sér ekki annan leik fyrir borð en að flýja undan stanslausum árásum af hendi atvinnurekanda til að bjarga andlegri heilsu sinni. Þetta er ljótur leikur, ljótur leikur sem allt starfsfólk virðist telja eðlilegan þar sem atvinnurekendur eru þeir sem halda utan um öll spilin, atvinnurekendur hafa fjármagnið. Og ef einstaklingur bendir á neikvæða upplifun hjá atvinnurekanda þá er það einstaklingurinn sem er vandamálið, ekki atvinnurekandinn. Við erum að sjá sviptingar verða á þessari menningunni á vinnumarkaðinum. Starfsfólk situr ekki lengur þegjandi og hljóðalaust undir ranglæti og þrýstingi af hendi atvinnurekanda síns. Starfsfólk krefst þess að komið sé fram við það af heilindum, með hag fólks (starfsfólks og þjónustuþega!) í fyrirrúmi en ekki bara hag einstaklinga sem hagnast á þeirri kúgun sem ríkir. Þetta er svipting til góðs, svo lengi sem hún heldur áfram í þá átt sem hún er að fara. Til ykkar sem þorið að benda á það sem miður fer, til ykkar sem þorið að taka slaginn, til ykkar sem sitjið undir kúgun, hótunum, og oft ofbeldi af hendi atvinnurekanda ykkar vegna þessarar baráttu: Ég styð ykkur. Við styðjum ykkur. Þið standið ekki ein. Höfundur er stofnandi Vinnuhjálpar, og sérfræðingur í mannauðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Vinnustaðurinn Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 17. Október 2023 komu út tvær ótengdar fréttir á visir.is, sem báðar fjölluðu um þá eitruðu menningu sem fyrirfinnst á vinnumarkaði Íslands. Klukkan 12:45 birtist frétt þar sem Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði frá því að félagi í stéttarfélaginu hefði verið sagt upp störfum hjá Norðuráli fyrir að tala illa um fyrirtækið að sögn Norðuráls (og mæta á fjölskylduskemmtun án þess að skrá sig), eftir að hafa starfað þar í 17 ár. Síðar um daginn, kl. 15:17 birtist frétt um það hvernig Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), hafi stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem Ingólfur telur vera ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn sína. Í fréttinni kemur fram yfirlýsing frá Markúsi, þar sem hann útlistar að óviðunandi framkoma og óheilindi í hans garðs hafi hafist er hann benti á að starfsemi HSS væri illa fjármögnuð að mati Markúsar, og að Markús hafi sætt hótunum um að skipunartími hans sem forstjóri HSS yrði ekki framlengdur ef hann læti ekki af þessari gagnrýni. Ein fréttin fjallar um andlitslausan einstakling sem getur ekki hönd fyrir höfuð sér borið er viðkomandi er sagt upp störfum fyrir að hafa, að sögn Norðuráls, „talað illa um fyrirtækið“. Önnur fréttin fjallar um háttsettan forstjóra, vel launaða, nafngreindan og þekktan vegna starfa sinn, sem dirfðist að sinna starfi sínu og berjast fyrir hag rekstursins sem hann bar ábyrgð á. Einn aðilinn getur ekki farið í hart vegna málsins, þar sem hann hefur öllu að tapa. Annar aðilinn er stöndugur og getur tekið skrefið í að stefna ekki bara ráðherra heldur ríkinu. En báðir eiga það sameiginlegt að hafa verið bolað úr starfi, annar vegna meintra skoðana sinna (samkvæmt Norðuráli), og hinn fyrir að sinna starfi sínu líkt og forstjóra ber að gera (en klappaði ekki nógu mikið á réttu bökin í leiðinni). Þessir tveir einstaklingar eru ekki einir. Það er fjöldinn allur til af einstaklingum sem hafa lent í einmitt þessari stöðu. Aðilar sem eru teknir fyrir af atvinnurekanda og „eitthvað er fundið“ til þess að bola þeim úr stöðu sinni. Ég fagna því að stéttarfélag þess nafnlausa tók upp mál hans og benti á það, ég vona að önnur stéttarfélög muni leika það eftir og sækja harðar að slíkri árás atvinnurekenda á einstaklinga. Og ég fagna því enn frekar að aðili sem setið hefur í einni æðstu stöðu innan heilbrigðiskerfisins, taki skrefið og leiti réttar síns. Mál sem öll stéttarfélög munu fylgjast grannt með. Mál sem mun vonandi hafa jákvæðar vendingar innan þeirrar eitruðu menningar sem ríkir á vinnumarkaðinum. En það er þessi menning, að ef þú ert ekki með bullandi meðvirkni að hampa öllum sem fyrir ofan þig eru, þá er þér bolað út með hörku og illindum. Þessi menning sem segir að þú megir bara segja „ég elska vinnustaðinn minn“ en ekki „það er einhverju ábótavant“. Þessi menning sem bannar starfsfólki að hafa metnað í starfi og fyrir vinnustað sínum, því þessi sjálfstæða hugsun hentar ekki þeim sem hafa völdin og peningana. Undirrituð hefur ýtarlega reynslu af slíku í störfum sínum á mannauðssviðum, bæði lent í þeim sjálf, heyrt af og farið gegn slíkum aðförum, sem og verið tilneydd til að taka þátt í þeim. Og alveg sama hverjar aðstæður eru hverju sinni, það er alltaf þolandinn sem endar úr starfi, ef ekki með brottrekstri þá með andlegu ofbeldi þar til viðkomandi sér sér ekki annan leik fyrir borð en að flýja undan stanslausum árásum af hendi atvinnurekanda til að bjarga andlegri heilsu sinni. Þetta er ljótur leikur, ljótur leikur sem allt starfsfólk virðist telja eðlilegan þar sem atvinnurekendur eru þeir sem halda utan um öll spilin, atvinnurekendur hafa fjármagnið. Og ef einstaklingur bendir á neikvæða upplifun hjá atvinnurekanda þá er það einstaklingurinn sem er vandamálið, ekki atvinnurekandinn. Við erum að sjá sviptingar verða á þessari menningunni á vinnumarkaðinum. Starfsfólk situr ekki lengur þegjandi og hljóðalaust undir ranglæti og þrýstingi af hendi atvinnurekanda síns. Starfsfólk krefst þess að komið sé fram við það af heilindum, með hag fólks (starfsfólks og þjónustuþega!) í fyrirrúmi en ekki bara hag einstaklinga sem hagnast á þeirri kúgun sem ríkir. Þetta er svipting til góðs, svo lengi sem hún heldur áfram í þá átt sem hún er að fara. Til ykkar sem þorið að benda á það sem miður fer, til ykkar sem þorið að taka slaginn, til ykkar sem sitjið undir kúgun, hótunum, og oft ofbeldi af hendi atvinnurekanda ykkar vegna þessarar baráttu: Ég styð ykkur. Við styðjum ykkur. Þið standið ekki ein. Höfundur er stofnandi Vinnuhjálpar, og sérfræðingur í mannauðsmálum.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun