Hugleiðingar brjóstaskurðlæknis í Bleikum október Þórhildur Halldórsdóttir skrifar 19. október 2023 09:00 Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að núna er Bleikur október. Fatnaður , varasalvar, sápur, nælur og skartgripi má kaupa til styrktar málstaðnum, svo fátt eitt sé nefnt. Vinnustaðir, búðir og leikskólar eru skreyttir í bleikum lit, meira að segja Hallgrímskirkja er uppljómuð í bleiku. Það er frábært að sjá viðtökurnar í samfélaginu og allir vilja leggja sitt af mörkum, einstaklingar og fyrirtæki stór sem smá. Enda snertir málefnið því miður marga. Ég geri ráð fyrir því að fjármagnið sem Krabbameinsfélag Íslands fær út úr söfnuninni verði notað til góðs. Ég sem óbreyttur starfsmaður á Landspítalanum sem vinn við þetta flesta daga vil þó staldra aðeins við og vekja athygli á tilgangi Bleiks októbers og Bleiku slaufunnar því einhvern veginn finnst mér að sá boðskapur sem er mikilvægastur týnist í allri þessari markaðsetningu. Bleikur október og Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn til að vekja athygli á brjóstakrabbameini og sýna þeim sem hafa greinst með brjóstakrabbamein samhug og stuðning. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein sem konur greinast með. Gera má ráð fyrir að 1 af hverjum 9 konum fái brjóstakrabbamein á lífsleiðinni. Á Íslandi greinast um það bil 260 konur á ári og tveir karlar. Almennt eru horfur góðar. Því fyrr sem meinið uppgötvast, því minni líkur eru á að það sé búið að dreifa sér og horfur því betri. Í tilefni Bleiks októbers og Bleiku slaufunnar vil ég því hvetja konur til þess að fara í skimun, því skimun bjargar mannslífum. Ég vil að við hvetjum hvor aðra til að fara í skimun. Krabbameinsfélag Höfuðborgarsvæðisins hrinti nýverið af stað átaki sem heitir „Skrepp í skimun“, taktu þátt! Einnig vil ég hvetja konur og menn til reglulegrar sjálfskoðunar, ef þú tekur eftir breytingum eða áhyggjur vakna pantaðu þá tíma hjá lækni. Sjáumst í skimun! Höfundur er brjóstaskurðlæknir hjá Brjóstamiðstöð Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúnna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúnna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að núna er Bleikur október. Fatnaður , varasalvar, sápur, nælur og skartgripi má kaupa til styrktar málstaðnum, svo fátt eitt sé nefnt. Vinnustaðir, búðir og leikskólar eru skreyttir í bleikum lit, meira að segja Hallgrímskirkja er uppljómuð í bleiku. Það er frábært að sjá viðtökurnar í samfélaginu og allir vilja leggja sitt af mörkum, einstaklingar og fyrirtæki stór sem smá. Enda snertir málefnið því miður marga. Ég geri ráð fyrir því að fjármagnið sem Krabbameinsfélag Íslands fær út úr söfnuninni verði notað til góðs. Ég sem óbreyttur starfsmaður á Landspítalanum sem vinn við þetta flesta daga vil þó staldra aðeins við og vekja athygli á tilgangi Bleiks októbers og Bleiku slaufunnar því einhvern veginn finnst mér að sá boðskapur sem er mikilvægastur týnist í allri þessari markaðsetningu. Bleikur október og Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn til að vekja athygli á brjóstakrabbameini og sýna þeim sem hafa greinst með brjóstakrabbamein samhug og stuðning. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein sem konur greinast með. Gera má ráð fyrir að 1 af hverjum 9 konum fái brjóstakrabbamein á lífsleiðinni. Á Íslandi greinast um það bil 260 konur á ári og tveir karlar. Almennt eru horfur góðar. Því fyrr sem meinið uppgötvast, því minni líkur eru á að það sé búið að dreifa sér og horfur því betri. Í tilefni Bleiks októbers og Bleiku slaufunnar vil ég því hvetja konur til þess að fara í skimun, því skimun bjargar mannslífum. Ég vil að við hvetjum hvor aðra til að fara í skimun. Krabbameinsfélag Höfuðborgarsvæðisins hrinti nýverið af stað átaki sem heitir „Skrepp í skimun“, taktu þátt! Einnig vil ég hvetja konur og menn til reglulegrar sjálfskoðunar, ef þú tekur eftir breytingum eða áhyggjur vakna pantaðu þá tíma hjá lækni. Sjáumst í skimun! Höfundur er brjóstaskurðlæknir hjá Brjóstamiðstöð Landspítala
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun