Ellefu ára drengur viðriðinn báðar stíflueyðisárásir Árni Sæberg og Helena Rós Sturludóttir skrifa 19. október 2023 16:07 Árásirnar tvær voru framdar á skólalóð Breiðagerðisskóla. Vísir/Vilhelm Lögregla hefur tekið skýrslur af tveimur drengjum, fæddum árin 2011 og 2012, í tengslum við tvær aðskildar stíflueyðisárásir á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík. Sá sem er fæddur árið 2012 er viðriðinn báðar árásir. Þetta staðfestir Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður í samtali við fréttastofu. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi frá því í gær að á sunnudag fyrir rúmri viku hafi stíflueyði verið kastað á bak tíu ára drengs, sem var í fótbolta á lóð skólans Greint var frá því kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að kvöldið áður hefði tólf ára stúlka hefði verið flutt á bráðamóttöku Landspítalans kvöldið áður, eftir að hópur drengja kastaði stíflueyðisdufti í andlit hennar. Þá sagði Þorkell Daníel Jónsson, skólastjóri Breiðagerðisskóla, í tölvupósti til foreldra í gær að stúlkan hafi dvalið lengi á bráðamóttöku, þar sem unnið hafi verið að því að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. Ekki væri enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af. Guðrún segir að skýrsla hafi verið tekin af drengjunum tveimur í gær og þar hafi meðal annars komið fram að þeir hafi verið að apa eftir hegðun sem þeir hafa séð á samfélagsmiðlinum Youtube. Þeir hafi verið að útbúa einhvers konar sprengjur úr stíflueyðinum. Guðrún segir að engin mál séu á borði lögreglu í tengslum við sprengjur en að Barnavernd sé með bæði málin til meðferðar. Ekki hefur náðst í Þorkel Daníel skólastjóra frá því að málin komu upp þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar er verulega brugðið Stíflueyðir sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hefur verið tekinn úr sölu í verslunum Hagkaups. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra horfa á á samfélagsmiðlum. Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar var verulega brugðið. 19. október 2023 09:21 Atvikið í Breiðagerðisskóla sé áminning til foreldra Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd, segir að atvik þar sem stíflueyðisdufti var skvett í andlit grunnskólastúlku vera áminningu til foreldra um að fylgjast með netnotkun barnanna sinna. Þau beri ábyrgð á börnunum sínum. 18. október 2023 20:12 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Þetta staðfestir Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður í samtali við fréttastofu. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi frá því í gær að á sunnudag fyrir rúmri viku hafi stíflueyði verið kastað á bak tíu ára drengs, sem var í fótbolta á lóð skólans Greint var frá því kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að kvöldið áður hefði tólf ára stúlka hefði verið flutt á bráðamóttöku Landspítalans kvöldið áður, eftir að hópur drengja kastaði stíflueyðisdufti í andlit hennar. Þá sagði Þorkell Daníel Jónsson, skólastjóri Breiðagerðisskóla, í tölvupósti til foreldra í gær að stúlkan hafi dvalið lengi á bráðamóttöku, þar sem unnið hafi verið að því að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. Ekki væri enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af. Guðrún segir að skýrsla hafi verið tekin af drengjunum tveimur í gær og þar hafi meðal annars komið fram að þeir hafi verið að apa eftir hegðun sem þeir hafa séð á samfélagsmiðlinum Youtube. Þeir hafi verið að útbúa einhvers konar sprengjur úr stíflueyðinum. Guðrún segir að engin mál séu á borði lögreglu í tengslum við sprengjur en að Barnavernd sé með bæði málin til meðferðar. Ekki hefur náðst í Þorkel Daníel skólastjóra frá því að málin komu upp þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar er verulega brugðið Stíflueyðir sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hefur verið tekinn úr sölu í verslunum Hagkaups. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra horfa á á samfélagsmiðlum. Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar var verulega brugðið. 19. október 2023 09:21 Atvikið í Breiðagerðisskóla sé áminning til foreldra Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd, segir að atvik þar sem stíflueyðisdufti var skvett í andlit grunnskólastúlku vera áminningu til foreldra um að fylgjast með netnotkun barnanna sinna. Þau beri ábyrgð á börnunum sínum. 18. október 2023 20:12 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar er verulega brugðið Stíflueyðir sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hefur verið tekinn úr sölu í verslunum Hagkaups. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra horfa á á samfélagsmiðlum. Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar var verulega brugðið. 19. október 2023 09:21
Atvikið í Breiðagerðisskóla sé áminning til foreldra Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd, segir að atvik þar sem stíflueyðisdufti var skvett í andlit grunnskólastúlku vera áminningu til foreldra um að fylgjast með netnotkun barnanna sinna. Þau beri ábyrgð á börnunum sínum. 18. október 2023 20:12