„Svo rífur þessi dragbítur bara kjaft“ Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2023 10:42 Teitur telur Þór ekki tala af háum hóli þegar hann saki Reykvíkinga um sóðaskap, Seltirningar eru mestu subbur á höfuðborgarsvæðinu sem þurftu að loka sinni eigin grendarstöð vegna sóðaskaps. vísir/vilhelm Erjum Seltirninga og Reykvíkinga hvað varðar sorphirðu virðist hvergi nærri lokið. Teitur Atlason, sem er virkur í athugasemdum um skipulags- og umhverfismál í Vesturbæ Reykjavíkur, gefur ekki mikið fyrir málflutning Þórs Sigurgeirssonar, bæjarstjóra Seltjarnarness. Teitur segir Þór gera stólpagrín að Reykvíkingum með því að segja þá sóða með sínar aumu grenndarstöðvar. Teitur leggur út af þessari frétt Vísis frá í morgun. Teitur vitnar í orð Þórs sem segir: „Þú átt við grenndarstöðina frábæru við JL húsið sem er stórkostleg og aldrei tæmd, þar sem er gámahrúga“. Teitur hefur látið sig sorphirðumál borgarinnar varða og stóð í ströngu við umrædda grenndarstöð í sumar þegar hann í félagi við annan mann tók til hendinni. Umgengni við stöðuna var slík að Teiti ofbauð. Ummæli Þórs fara öfugt í Teit sem lætur Þór heyra það á ekta vesturbæísku, ef svo má að orði komast: „Seltirningar eru mestu subbur á höfuðborgarsvæðinu. Kunna ekki að flokka og líta á ruslamál sem eitthverja vinstri vitleysu. Það var stór grenndarstöð sem var á Eiðistorgi en henni var lokað vegna slæmrar umgengni,“ segir Teitur. Hann leggur fyrir tvö atriði í þessu samhengi: a) Seltirningar kunna ekki á grenndargáma (sem er svolítið spes) b) Bæjarstjórn Seltjarnarness brást við þessu með því að loka grenndarstöðinni á Eiðistorgi og færðu vandamálið til Reykjavíkur. „Svo rífur þessi dragbítur bara kjaft,“ segir Teitur og vill meina að „sveiattan“ hafi verið sagt af minna tilefni. Teitur er ekki einn um að furða sig á orðum bæjarstjórans á Seltjarnarnesi. Gylfi Magnússon hagfræðingur veltir þessu fyrir sér í færslu sem segir: „Ef þið þarna í Reykjavík komið ykkur ekki upp betri grenndargámum þá hættum við bara að nota þá!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Seltjarnarnes Sorphirða Tengdar fréttir Reykjavíkurborg biðst velvirðingar á töfum á sorphirðu Reykjavíkurborg hefur beðist velvirðingar á töfum á sorphirðu sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Vegna viðgerða á sorphirðubílum Terra seinkaði sorphirðu grenndargáma um sex til sjö daga. 27. júlí 2023 17:43 Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. 26. júlí 2023 22:51 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Teitur Atlason, sem er virkur í athugasemdum um skipulags- og umhverfismál í Vesturbæ Reykjavíkur, gefur ekki mikið fyrir málflutning Þórs Sigurgeirssonar, bæjarstjóra Seltjarnarness. Teitur segir Þór gera stólpagrín að Reykvíkingum með því að segja þá sóða með sínar aumu grenndarstöðvar. Teitur leggur út af þessari frétt Vísis frá í morgun. Teitur vitnar í orð Þórs sem segir: „Þú átt við grenndarstöðina frábæru við JL húsið sem er stórkostleg og aldrei tæmd, þar sem er gámahrúga“. Teitur hefur látið sig sorphirðumál borgarinnar varða og stóð í ströngu við umrædda grenndarstöð í sumar þegar hann í félagi við annan mann tók til hendinni. Umgengni við stöðuna var slík að Teiti ofbauð. Ummæli Þórs fara öfugt í Teit sem lætur Þór heyra það á ekta vesturbæísku, ef svo má að orði komast: „Seltirningar eru mestu subbur á höfuðborgarsvæðinu. Kunna ekki að flokka og líta á ruslamál sem eitthverja vinstri vitleysu. Það var stór grenndarstöð sem var á Eiðistorgi en henni var lokað vegna slæmrar umgengni,“ segir Teitur. Hann leggur fyrir tvö atriði í þessu samhengi: a) Seltirningar kunna ekki á grenndargáma (sem er svolítið spes) b) Bæjarstjórn Seltjarnarness brást við þessu með því að loka grenndarstöðinni á Eiðistorgi og færðu vandamálið til Reykjavíkur. „Svo rífur þessi dragbítur bara kjaft,“ segir Teitur og vill meina að „sveiattan“ hafi verið sagt af minna tilefni. Teitur er ekki einn um að furða sig á orðum bæjarstjórans á Seltjarnarnesi. Gylfi Magnússon hagfræðingur veltir þessu fyrir sér í færslu sem segir: „Ef þið þarna í Reykjavík komið ykkur ekki upp betri grenndargámum þá hættum við bara að nota þá!“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Seltjarnarnes Sorphirða Tengdar fréttir Reykjavíkurborg biðst velvirðingar á töfum á sorphirðu Reykjavíkurborg hefur beðist velvirðingar á töfum á sorphirðu sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Vegna viðgerða á sorphirðubílum Terra seinkaði sorphirðu grenndargáma um sex til sjö daga. 27. júlí 2023 17:43 Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. 26. júlí 2023 22:51 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Reykjavíkurborg biðst velvirðingar á töfum á sorphirðu Reykjavíkurborg hefur beðist velvirðingar á töfum á sorphirðu sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Vegna viðgerða á sorphirðubílum Terra seinkaði sorphirðu grenndargáma um sex til sjö daga. 27. júlí 2023 17:43
Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. 26. júlí 2023 22:51