Sýknaður af ákæru um að brjóta á dóttur sinni yfir átta ára tímabil Jón Þór Stefánsson skrifar 20. október 2023 16:44 Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Austurlands. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Austurlands yfir manni sem var gefið að sök að nauðga og brjóta kynferðislega á dóttur sinni í nokkur skipti á árunum 2010 til 2018, þegar hún var sex til fjórtán ára gömul. Þessi brot áttu að hafa verið framin á heimili þeirra og í sumarbústað. Í dómi héraðsdóms og Landsréttar er að finna ítarlegar lýsingar á mörgum mismunandi kynferðisbrotum, sem ekki verður fjallað nánar um í þessari frétt. Framburður dótturinnar þótti að ýmsu leiti trúverðugur. Þó væru misræmi í honum. Þetta misræmi varðaði það til að mynda hversu oft hún sagði föður sinn hafa brotið á sér, en það fór frá því að vera einu sinni, upp í tíu sinnum, og síðan var það tuttugu sinnum. Aðspurð út í misræmið sagðist hún hafa verið á „mjög vondum stað“ þegar hún gaf skýrslu hjá lögreglu. Hún hafi annað hvort ekki viljað muna eftir atvikum eða ekki viljað segja frá þeim. Mundi ekki hvor braut á sér Þá flæktust meint kynferðisbrot eldri bróður stúlkunnar í hennar garð fyrir málinu. Fyrir dómi var hún spurð út í ákveðin atriði er vörðuðu kynferðisbrot á henni, og hvort faðir hennar eða bróðir hafði framið tiltekinn verknað. Hún sagðist ekki muna hvor þeirra hafi gert það, eða jafnvel þeir báðir. Fram kemur að meint brot bróðurins hafi ekki verið kærð til lögreglu. Hins vegar þótti framburður föðurins hafa verið stöðugur í öllum aðalatriðum í lögregluskýrslum, fyrir héraðsdómi og í Landsrétti. Að mati dómsins rýrði ekkert trúverðugleika framburðar hans. Líkt og áður segir var faðirinn sýknaður fyrir Landsrétti, líkt og í héraði. Á báðum dómstigum var ákveðið að málskostnaður yrði greiddur úr ríkissjóði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Í dómi héraðsdóms og Landsréttar er að finna ítarlegar lýsingar á mörgum mismunandi kynferðisbrotum, sem ekki verður fjallað nánar um í þessari frétt. Framburður dótturinnar þótti að ýmsu leiti trúverðugur. Þó væru misræmi í honum. Þetta misræmi varðaði það til að mynda hversu oft hún sagði föður sinn hafa brotið á sér, en það fór frá því að vera einu sinni, upp í tíu sinnum, og síðan var það tuttugu sinnum. Aðspurð út í misræmið sagðist hún hafa verið á „mjög vondum stað“ þegar hún gaf skýrslu hjá lögreglu. Hún hafi annað hvort ekki viljað muna eftir atvikum eða ekki viljað segja frá þeim. Mundi ekki hvor braut á sér Þá flæktust meint kynferðisbrot eldri bróður stúlkunnar í hennar garð fyrir málinu. Fyrir dómi var hún spurð út í ákveðin atriði er vörðuðu kynferðisbrot á henni, og hvort faðir hennar eða bróðir hafði framið tiltekinn verknað. Hún sagðist ekki muna hvor þeirra hafi gert það, eða jafnvel þeir báðir. Fram kemur að meint brot bróðurins hafi ekki verið kærð til lögreglu. Hins vegar þótti framburður föðurins hafa verið stöðugur í öllum aðalatriðum í lögregluskýrslum, fyrir héraðsdómi og í Landsrétti. Að mati dómsins rýrði ekkert trúverðugleika framburðar hans. Líkt og áður segir var faðirinn sýknaður fyrir Landsrétti, líkt og í héraði. Á báðum dómstigum var ákveðið að málskostnaður yrði greiddur úr ríkissjóði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira