„Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart“ Árni Sæberg skrifar 21. október 2023 14:08 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Ívar Fannar Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. Niðurstöður nýlegrar könnunar meðal aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins benda til þess að atvinnurekendur telji svo gott sem engin efni til launahækkana þegar nýir kjarasamningar verða gerðir á næstunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það gamla sögu og nýja. „Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart, þetta er nákvæmlega það sama og heyrist alltaf þegar kjaraviðræður og kjarasamningar eru í nánd.“ Í sömu könnun kom í ljós að almenningur telur ekki líklegt að atvinnurekendur geti hækkað laun mikið. Sólveig Anna segir að Efling stefni fyrst og fremst að því að laun þeirra launalægstu verði hækkuð. „Við viljum byggja á módeli lífskjarasamningsins. Það voru mjög farsælir og góðir samningar sem náðust árið 2019. Krónutölusamningar þar sem allir fá sömu krónutöluna í hækkun. Ég held og ég trúi að það muni nást sátt um þannig samninga,“ segir Sólveig Anna. Vill langtímasamninga Þá segir hún að vilji verkalýðshreyfingarinnar sé að kjarasamningar verði gerðir til lengri tíma og að samningar þar sem helst er komið til móts við þau launalægstu myndu stuðla að minni verðbólgu og lægra vaxtastigi. „Skynsamlegasta og besta nálgunin á þessum tímum sem við lifum, í því efnahagsástandi sem er uppi, er að gera samninga sem lyfta fyrst og fremst upp þeim sem eru á lægstu laununum, sem augljóslega duga ekki til framfærslu. Þannig getur verkalýðshreyfingin sannarlega lagt sitt af mörkum til að ná hér niður vaxtastigi og byrja að hemja verðbólgubálið.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar könnunar meðal aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins benda til þess að atvinnurekendur telji svo gott sem engin efni til launahækkana þegar nýir kjarasamningar verða gerðir á næstunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það gamla sögu og nýja. „Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart, þetta er nákvæmlega það sama og heyrist alltaf þegar kjaraviðræður og kjarasamningar eru í nánd.“ Í sömu könnun kom í ljós að almenningur telur ekki líklegt að atvinnurekendur geti hækkað laun mikið. Sólveig Anna segir að Efling stefni fyrst og fremst að því að laun þeirra launalægstu verði hækkuð. „Við viljum byggja á módeli lífskjarasamningsins. Það voru mjög farsælir og góðir samningar sem náðust árið 2019. Krónutölusamningar þar sem allir fá sömu krónutöluna í hækkun. Ég held og ég trúi að það muni nást sátt um þannig samninga,“ segir Sólveig Anna. Vill langtímasamninga Þá segir hún að vilji verkalýðshreyfingarinnar sé að kjarasamningar verði gerðir til lengri tíma og að samningar þar sem helst er komið til móts við þau launalægstu myndu stuðla að minni verðbólgu og lægra vaxtastigi. „Skynsamlegasta og besta nálgunin á þessum tímum sem við lifum, í því efnahagsástandi sem er uppi, er að gera samninga sem lyfta fyrst og fremst upp þeim sem eru á lægstu laununum, sem augljóslega duga ekki til framfærslu. Þannig getur verkalýðshreyfingin sannarlega lagt sitt af mörkum til að ná hér niður vaxtastigi og byrja að hemja verðbólgubálið.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira