Ósammála um breytt gatnamót við JL-húsið Bjarki Sigurðsson skrifar 21. október 2023 21:31 Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Deilt er um framkvæmdir við JL-húsið sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir gerðar í nafni umferðaröryggis. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir framkvæmdirnar óhjákvæmilegar eftir ítrekaðar kvartanir frá íbúum svæðisins. Uppfært 22. október klukkan 12:23: Staðhæfing um að til skoðunar væri að banna vinstri beygju frá Hringbraut yfir á Eiðsgranda er ekki rétt. Hægt er að lesa nánar um það í þessari frétt hér. Upphaflegu fréttina má enn lesa hér fyrir neðan. Gönguljós verða reist bæði á Eiðsgranda og á Ánanaustum en það er fyrsta skrefið í framkvæmdunum á svæðinu og eru hugmyndir um að ganga enn lengra í að bæta umferðaröryggi. Sú hugmynd sem hefur hvað mest verið rædd er umbreyting úr hringtorgi yfir í svokölluð T-gatnamót. Stærsta breytingin þar er líklegast sú að ekki yrði hægt að beygja til vinstri inn á Eiðsgranda frá Hringbraut. Rétt er að taka fram að ekki er búið að samþykkja þau áform enda einungis hugmynd meirihlutans um hvernig megi bæta umferðaröryggi á svæðinu. Vill göngubrú, ekki gönguljós Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir bæði áform fáránleg. „Hér verður að vera greiðfært fyrir akandi umferð og öruggt fyrir gangandi og hjólandi. Það teljum við ekki vera best gert með því að skapa umferðarteppu, fækka akreinunum eða ljósastýra umferð. Heldur með því að koma fyrir góðri göngu- og hjólabrú,“ segir Marta. Í lagi að tempra umferðina Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði, segir markmiðið vera skapa meira umferðaröryggi. „Ég sé þetta þannig að í umferðaröryggisáætlun forgöngum við öryggi gangandi vegfarenda. Ég held það sé í lagi að tempra örlítið bílaumferðina. Íbúar hér á svæðinu hafa í mjög mörg ár kvartað yfir allt of miklum hraða þannig ég tel þetta nauðsynlegt og óhjákvæmilegt. Þessar aðgerðir,“ segir Hjálmar. Íbúum svæðisins fjölgar Bæði benda þau á að mikil uppbygging sé á svæðinu og íbúum muni fjölga þar gífurlega á næstu árum. Þau eru þó ósammála um hvað það þýðir fyrir umferðina. „Umferðin mun leita annað. Það liggur augum uppi,“ segir Marta. „Hér munu flytja hundruð manna, örugglega margir með börn og unglinga. Þannig í mínum augum snúast þessar aðgerðir hér um að gera þetta vistvænna, mannvænna og öruggara umhverfi niður þessa fallegu strandlengju,“ segir Hjálmar. Samgöngur Skipulag Reykjavík Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Umferðaröryggi Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Uppfært 22. október klukkan 12:23: Staðhæfing um að til skoðunar væri að banna vinstri beygju frá Hringbraut yfir á Eiðsgranda er ekki rétt. Hægt er að lesa nánar um það í þessari frétt hér. Upphaflegu fréttina má enn lesa hér fyrir neðan. Gönguljós verða reist bæði á Eiðsgranda og á Ánanaustum en það er fyrsta skrefið í framkvæmdunum á svæðinu og eru hugmyndir um að ganga enn lengra í að bæta umferðaröryggi. Sú hugmynd sem hefur hvað mest verið rædd er umbreyting úr hringtorgi yfir í svokölluð T-gatnamót. Stærsta breytingin þar er líklegast sú að ekki yrði hægt að beygja til vinstri inn á Eiðsgranda frá Hringbraut. Rétt er að taka fram að ekki er búið að samþykkja þau áform enda einungis hugmynd meirihlutans um hvernig megi bæta umferðaröryggi á svæðinu. Vill göngubrú, ekki gönguljós Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir bæði áform fáránleg. „Hér verður að vera greiðfært fyrir akandi umferð og öruggt fyrir gangandi og hjólandi. Það teljum við ekki vera best gert með því að skapa umferðarteppu, fækka akreinunum eða ljósastýra umferð. Heldur með því að koma fyrir góðri göngu- og hjólabrú,“ segir Marta. Í lagi að tempra umferðina Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði, segir markmiðið vera skapa meira umferðaröryggi. „Ég sé þetta þannig að í umferðaröryggisáætlun forgöngum við öryggi gangandi vegfarenda. Ég held það sé í lagi að tempra örlítið bílaumferðina. Íbúar hér á svæðinu hafa í mjög mörg ár kvartað yfir allt of miklum hraða þannig ég tel þetta nauðsynlegt og óhjákvæmilegt. Þessar aðgerðir,“ segir Hjálmar. Íbúum svæðisins fjölgar Bæði benda þau á að mikil uppbygging sé á svæðinu og íbúum muni fjölga þar gífurlega á næstu árum. Þau eru þó ósammála um hvað það þýðir fyrir umferðina. „Umferðin mun leita annað. Það liggur augum uppi,“ segir Marta. „Hér munu flytja hundruð manna, örugglega margir með börn og unglinga. Þannig í mínum augum snúast þessar aðgerðir hér um að gera þetta vistvænna, mannvænna og öruggara umhverfi niður þessa fallegu strandlengju,“ segir Hjálmar.
Samgöngur Skipulag Reykjavík Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Umferðaröryggi Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira