Allir hata konur og allt sökkar Auður Inga Rúnarsdóttir skrifar 23. október 2023 12:30 Þriðjudaginn 24. október er Kvennaverkfall. Þá leggja konur og kvár niður störf til að mótmæla vanmati á störfum kvenna, kynbundnu ofbeldi og öðru óréttlæti sem fólk verður fyrir kyns síns vegna. Verkfallið er skipulagt af félagasamtökum sem berjast fyrir jafnrétti með ýmsum hætti og stéttarfélögum. Ég er stjórnarkona í einum slíkum félagasamtökum: Femínískum fjármálum. Ég vil vekja athygli á því hvers vegna konur og kvár þurfa að fara í verkfall. Við mótmælum kynbundnum launamun, kerfisbundnu vanmati á störfum kvenna og ofbeldi sem við sætum. Samfélagið okkar er svo gegnumsýrt af misrétti að sjötta hver stúlka í tíunda bekk hefur verið beitt ofbeldi, og meirihluti þeirra geta ekki sótt sér aðstoð vegna þessa. Atvinnutekjur kvenna eru 21% lægri en atvinnutekjur karla. Engin tölfræði er til um atvinnutekjur kvára. Sveitarfélög bregðast við mönnunarvanda umönnunarstarfa með því að skila ábyrgðinni til heimilanna, sem kemur verst niður á þeim sem búa við þröngan efnahag. Konur, einstæðir foreldrar, og innflytjendur eru í meirihluti þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman. Í nýlegri rannsókn um valdbeitingu á vinnustað greina 25% kvenna frá því að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Þessu mótmælum við á þriðjudaginn. Við leggjum niður störf til þess að mótmæla vanmati kvennastarfa. Við leggjum niður störf til að mótmæla kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni. Á dögunum var ég spurð „hvers vegna er verið að mótmæla báðu? Hver er eiginlega tengingin milli ofbeldis og kynbundins launamunar?“ Þessi spurning sat í mér. Ég veit að þetta er tengt. Ég finn það í beinunum, að misréttið sem konur upplifa í vinnumarkaði, á heimilum, í skólum, og alls staðar annars staðar á sér sömu rætur. Hvernig eiga konur og kvár að geta verið frjáls til að gera það sem þau vilja í lífinu þegar þau burðast með afleiðingar kynferðislegs ofbeldis alla daga? En þegar ég reyndi að koma þessu niður á blað fann ég fyrir vanmætti og óöryggi. Ég fylltist efasemdum um það hvort ég vissi nóg. Tengingin sem mér kemur til hugar er einfaldlega: Allir hata konur og allt sökkar. Það er ekki málefnalegt. Ég verð að færa rök fyrir máli mínu á vel upplýstan og skynsamlegan hátt, þar sem ég vísa í fjölda heimilda, því annars mun enginn taka mark á því sem ég segi. Ég er jú bara kona. Bitur kona, ef út í það er farið. Ég er kona sem hefur orðið fyrir ofbeldi og áreitni. Ég er kona sem bað um launahækkun í febrúar og er enn að bíða eftir svari við þeirri fyrirspurn. Ég er kona sem efast um að ég viti nóg til þess að mega skrifa svona grein. Vegna þess að allir hata konur og allt sökkar. Ég er líka femínískur hagfræðingur með tvær meistaragráður, og ég gerði nýlega við uppþvottavélina mína sjálf. Ég ætti að vita nóg. En bara til öryggis, þá kynnti ég mér efnið í þaula. Því meira sem ég las mér til, því reiðari varð ég. Af hverju er enn svona mikill launamunur? Af hverju er enn svona mikið misrétti? Á Ísland ekki að vera best í þessu? Eða allavega skást? Þegar upp er staðið, held ég að svarið sé einfalt. Konur eru ekki taldar marktækar. Kvár enn síður. Ég finn fyrir óöryggi vegna þess að samfélagið sendir okkur stöðugt skilaboð um það að við eigum ekki erindi í umræður. Stúlkurnar sem verða fyrir kynferðisbrotum og áreitni eru ekki taldar marktækar. Þess vegna segja þær ekki frá, og geta því ekki leitað sér hjálpar. Þær sem benda á að kynbundinn launamunur sé til staðar eru gjarnan ekki taldar marktækar, því það er hægt að skýra launamuninn í burt með ýmiss konar æfingum og mótsögnum. Þar má t.d. nefna umfjöllun Samtaka Atvinnulífsins í kvöldfréttum Rúv sunnudaginn 22. október, þar sem launamunur kynjanna er skýrður með þeim hætti að konur velji sér rangar atvinnugreinar. Önnur algeng mótsögn er sú að ef konur geta ekki unnið jafn lengi og karlar, þá sé launamunurinn eðlilegur. Þrátt fyrir að ólaunuðu heimilisstörfin og umönnunarábyrgðin hvíli þyngra á þeim. Gott dæmi um þetta er þegar að Kópavogsbær tók nýlega upp breytingar á leikskólagjöldum, þar sem 6 klukkustundir á dag eru gjaldfrjálsar, og gjald fyrir klukkustundir umfram það er í kringum 25 þúsund krónur. Með þessu stefnir Kópavogsbær á að bregðast við manneklu í umönnunarstörfum með því að færa ábyrgðina frá sveitarfélaginu og yfir á heimilið. Þegar foreldrar standa frammi fyrir því að ákveða hvort þeirra eigi að fara fyrr úr vinnu, eða minnka við sig starfshlutfall, þá er það yfirleitt foreldrið með lægri tekjur sem verður fyrir valinu. Í gagnkynja samböndum er það oftar konan sem er í þeirri stöðu. Fólk sem vinnur sjálft umönnunarstörf á erfiðara með að hagræða sínum vinnutíma þannig að börnin séu sótt fyrr. Konur eru í meirihluta í umönnunarstörfum og láglaunastörfum. Ennþá flóknari er staðan fyrir einstæða foreldra, þar sem konur eru enn og aftur í meirihluta Þessar aðgerðir ýta konum út af vinnumarkaði, draga saman launatekjur kvenna, lífeyrisgreiðslur þeirra til framtíðar og eru atlaga að þeirra fjárhagslega sjálfstæði. Þegar Kópavogsbær reiknar út sparnaðinn sem verður við það að stytta leikskóladvöl barna, er álagið sem færist á herðar kvenna ekki tekið með í reikninginn. Vegna þess að framlag kvenna telst einfaldlega ekki með. Vinnuframlag kvenna, bæði launað og ólaunað, er vanmetið með kerfisbundnum hætti. Umönunnarábyrgð og vanmat á vinnuframlagi endurspeglast í lægri ævitekjum, lakari lífskjörum, og dregur úr fjárhagslegu sjálfstæði kvenna. Þessi staða gerir konum og kvárum erfiðara fyrir að yfirgefa aðstæður þar sem þau verða fyrir ofbeldi, hvort sem um er að ræða störf eða náin sambönd. Fyrir þau sem sleppa úr slíkri prísund tekur við langt og erfitt ferli þess að vinna úr andlegum og líkamlegum afleiðingum ofbeldis samhliða því að sjá fyrir sér og sínum. Kallarðu þetta jafnrétti? Höfundur er stjórnarkona í Femínískum fjármálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Kjaramál Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 24. október er Kvennaverkfall. Þá leggja konur og kvár niður störf til að mótmæla vanmati á störfum kvenna, kynbundnu ofbeldi og öðru óréttlæti sem fólk verður fyrir kyns síns vegna. Verkfallið er skipulagt af félagasamtökum sem berjast fyrir jafnrétti með ýmsum hætti og stéttarfélögum. Ég er stjórnarkona í einum slíkum félagasamtökum: Femínískum fjármálum. Ég vil vekja athygli á því hvers vegna konur og kvár þurfa að fara í verkfall. Við mótmælum kynbundnum launamun, kerfisbundnu vanmati á störfum kvenna og ofbeldi sem við sætum. Samfélagið okkar er svo gegnumsýrt af misrétti að sjötta hver stúlka í tíunda bekk hefur verið beitt ofbeldi, og meirihluti þeirra geta ekki sótt sér aðstoð vegna þessa. Atvinnutekjur kvenna eru 21% lægri en atvinnutekjur karla. Engin tölfræði er til um atvinnutekjur kvára. Sveitarfélög bregðast við mönnunarvanda umönnunarstarfa með því að skila ábyrgðinni til heimilanna, sem kemur verst niður á þeim sem búa við þröngan efnahag. Konur, einstæðir foreldrar, og innflytjendur eru í meirihluti þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman. Í nýlegri rannsókn um valdbeitingu á vinnustað greina 25% kvenna frá því að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Þessu mótmælum við á þriðjudaginn. Við leggjum niður störf til þess að mótmæla vanmati kvennastarfa. Við leggjum niður störf til að mótmæla kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni. Á dögunum var ég spurð „hvers vegna er verið að mótmæla báðu? Hver er eiginlega tengingin milli ofbeldis og kynbundins launamunar?“ Þessi spurning sat í mér. Ég veit að þetta er tengt. Ég finn það í beinunum, að misréttið sem konur upplifa í vinnumarkaði, á heimilum, í skólum, og alls staðar annars staðar á sér sömu rætur. Hvernig eiga konur og kvár að geta verið frjáls til að gera það sem þau vilja í lífinu þegar þau burðast með afleiðingar kynferðislegs ofbeldis alla daga? En þegar ég reyndi að koma þessu niður á blað fann ég fyrir vanmætti og óöryggi. Ég fylltist efasemdum um það hvort ég vissi nóg. Tengingin sem mér kemur til hugar er einfaldlega: Allir hata konur og allt sökkar. Það er ekki málefnalegt. Ég verð að færa rök fyrir máli mínu á vel upplýstan og skynsamlegan hátt, þar sem ég vísa í fjölda heimilda, því annars mun enginn taka mark á því sem ég segi. Ég er jú bara kona. Bitur kona, ef út í það er farið. Ég er kona sem hefur orðið fyrir ofbeldi og áreitni. Ég er kona sem bað um launahækkun í febrúar og er enn að bíða eftir svari við þeirri fyrirspurn. Ég er kona sem efast um að ég viti nóg til þess að mega skrifa svona grein. Vegna þess að allir hata konur og allt sökkar. Ég er líka femínískur hagfræðingur með tvær meistaragráður, og ég gerði nýlega við uppþvottavélina mína sjálf. Ég ætti að vita nóg. En bara til öryggis, þá kynnti ég mér efnið í þaula. Því meira sem ég las mér til, því reiðari varð ég. Af hverju er enn svona mikill launamunur? Af hverju er enn svona mikið misrétti? Á Ísland ekki að vera best í þessu? Eða allavega skást? Þegar upp er staðið, held ég að svarið sé einfalt. Konur eru ekki taldar marktækar. Kvár enn síður. Ég finn fyrir óöryggi vegna þess að samfélagið sendir okkur stöðugt skilaboð um það að við eigum ekki erindi í umræður. Stúlkurnar sem verða fyrir kynferðisbrotum og áreitni eru ekki taldar marktækar. Þess vegna segja þær ekki frá, og geta því ekki leitað sér hjálpar. Þær sem benda á að kynbundinn launamunur sé til staðar eru gjarnan ekki taldar marktækar, því það er hægt að skýra launamuninn í burt með ýmiss konar æfingum og mótsögnum. Þar má t.d. nefna umfjöllun Samtaka Atvinnulífsins í kvöldfréttum Rúv sunnudaginn 22. október, þar sem launamunur kynjanna er skýrður með þeim hætti að konur velji sér rangar atvinnugreinar. Önnur algeng mótsögn er sú að ef konur geta ekki unnið jafn lengi og karlar, þá sé launamunurinn eðlilegur. Þrátt fyrir að ólaunuðu heimilisstörfin og umönnunarábyrgðin hvíli þyngra á þeim. Gott dæmi um þetta er þegar að Kópavogsbær tók nýlega upp breytingar á leikskólagjöldum, þar sem 6 klukkustundir á dag eru gjaldfrjálsar, og gjald fyrir klukkustundir umfram það er í kringum 25 þúsund krónur. Með þessu stefnir Kópavogsbær á að bregðast við manneklu í umönnunarstörfum með því að færa ábyrgðina frá sveitarfélaginu og yfir á heimilið. Þegar foreldrar standa frammi fyrir því að ákveða hvort þeirra eigi að fara fyrr úr vinnu, eða minnka við sig starfshlutfall, þá er það yfirleitt foreldrið með lægri tekjur sem verður fyrir valinu. Í gagnkynja samböndum er það oftar konan sem er í þeirri stöðu. Fólk sem vinnur sjálft umönnunarstörf á erfiðara með að hagræða sínum vinnutíma þannig að börnin séu sótt fyrr. Konur eru í meirihluta í umönnunarstörfum og láglaunastörfum. Ennþá flóknari er staðan fyrir einstæða foreldra, þar sem konur eru enn og aftur í meirihluta Þessar aðgerðir ýta konum út af vinnumarkaði, draga saman launatekjur kvenna, lífeyrisgreiðslur þeirra til framtíðar og eru atlaga að þeirra fjárhagslega sjálfstæði. Þegar Kópavogsbær reiknar út sparnaðinn sem verður við það að stytta leikskóladvöl barna, er álagið sem færist á herðar kvenna ekki tekið með í reikninginn. Vegna þess að framlag kvenna telst einfaldlega ekki með. Vinnuframlag kvenna, bæði launað og ólaunað, er vanmetið með kerfisbundnum hætti. Umönunnarábyrgð og vanmat á vinnuframlagi endurspeglast í lægri ævitekjum, lakari lífskjörum, og dregur úr fjárhagslegu sjálfstæði kvenna. Þessi staða gerir konum og kvárum erfiðara fyrir að yfirgefa aðstæður þar sem þau verða fyrir ofbeldi, hvort sem um er að ræða störf eða náin sambönd. Fyrir þau sem sleppa úr slíkri prísund tekur við langt og erfitt ferli þess að vinna úr andlegum og líkamlegum afleiðingum ofbeldis samhliða því að sjá fyrir sér og sínum. Kallarðu þetta jafnrétti? Höfundur er stjórnarkona í Femínískum fjármálum.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun