Mannréttindamiðuð geðheilbrigðisþjónusta Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 24. október 2023 07:31 Geðhjálp hefur að undanförnu staðið fyrir vitundarátaki um geðheilbrigðismál. Markmiðið er m.a. að skapa vettvang fyrir landsmenn að koma fram skoðun sinni um hvað betur mætti gera í geðheilbrigðisþjónustunni. Sjónarhorn þriggja einstaklinga voru sýnd á samfélagsmiðlum, geðheilbrigði.is og á visir.is. Fyrsta myndbandið var viðtal við starfsmann sem unnið hafði á geðdeild í Danmörku og á Íslandi, annað tengdist reynslu af því að alast upp hjá móður með geðræna erfiðleika og þriðji dró fram áhrif brostinna framtíðardrauma einstaklings með notandareynslu. Almenningur getur einnig sagt sína skoðun með því að svara spurningum um forgangsröðun. Thomas Insell geðlæknir, fyrrum yfirmaður NIMH rannsóknarstofnunar innan geðheilbrigðis í Bandaríkjunum bendir á að þrátt fyrir ótal læknisfræðilegar rannsóknir á síðustu áratugum sem kostað hafa mörg hundruð milljarða hafi þær ekki haft nein áhrif á fjölda sjálfsvíga né innlagnir á sjúkrahúsum. Læknisfræðileg nálgun (biomedical paradigm) geðheilbrigðis er því ekki lausnin sem menn vonuðust eftir. WHO alþjóðlega heilbrigðisstofnunin setur nú mannréttindamiðaða geðheilbrigðisþjónustu á oddinn sem tekur m.a. mið af rannsóknum þar sem raddir þjónustuþega eru hluti af gagnreyndri þjónustu. Hún vinnur út frá valdeflingu, gefur fólki val, er áfallamiðuð og stór hluti starfsfólks eru jafningjar þ.e. fólk með reynslu af að hafa nýtt geðheilbrigðisþjónustuna. Þjónusta sem leitar allra leiða til að koma í veg fyrir þvingun og nauðung. Skjólstæðingar sem hafa orðið fyrir valdbeitingu lýsa oft óafturkræfum afleiðingum s.s. áfallastreitu, lélegri lífsgæðum og tortryggni gagnvart þeim sem eiga að aðstoða þá. Mannréttindamiðuð nálgun krefst samfélagslegra breytinga. Geðsjúkdómar þrífast best í vanrækslu, ofbeldi, skorti á tengslum, mismunun, fátækt, útilokun, félagslegri einangrun, vinnuóöruggi, ójöfnum tækifærum til menntunar, atvinnuleysi, lélegu húsnæði, og lélegu aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Það hefur ekki skort málþingin né frumkvæði stjórnvalda í viðleitni að samþætta þjónustuna, auka eftirfylgd og vinna að mannréttindum en erfiðlega gengur hins vegar að breyta menningu, uppbyggingu þjónustunnar, viðhorfum og valdahlutföllum innan geðheilbrigðiskerfisins. Geðsvið Landspítalans og Geðheilsuteymi heilsugæslunnar hafa tekið skref í átt að mannréttindamiðaðri þjónustu með því að ráða jafningjastarfsmenn. Alþjóðleg samtök á vegum Intentional Peer Support hafa haldið námskeið, handleitt og boðið upp á frekari menntun hér á landi. Traustur kjarni hefur haldið utan um þessi námskeið. Þar fá jafningjastarfsmenn fræðslu um hvað það þýðir að vinna út frá jafningjagrunni og hvað aðgreinir þá frá hefðbundnu starfs- og fagfólki. Geðsvið Landspítalans hóf einnig á þessu ári gæðaúttekt á tveimur geðdeildum. Rannsóknaraðferðin kallast „Notandi spyr notanda“ og er fyrirmyndin fengin frá Noregi. Fólk með reynslu af geðheilbrigðisþjónustu sér um að hanna rannsóknarspurningar, vinna úr þeim og setja á oddinn það sem vel sé gert og hvað megi betur fara að mati þeirra sem þiggja þjónustuna. Rannsóknir á mannréttindamiðari þjónustu draga fram mikilvægi jafningjastuðnings og á hvern hátt sé hægt að uppræta valdbeitingu og þvingun. Þær draga fram mikilvægi jafningja/skjólhúsa (safe houses) opinna samræðna (open dialouge), réttindamála og félagslega stöðu. Þær draga einnig fram mikilvægiþessi að þjónustuþeginn sjálfur stýri ferðinni í krísu- og einstaklingsáætlunum. Fólk með geðrænar áskoranir á erfiðara uppdráttar í samfélaginu bæði hvað varðar menntun og atvinnuþátttöku. Það flosnar upp úr námi, byrjar endurtekið á byrjunarreit og gefst loks upp, ekki bara vegna skipbrots heldur vegna kostnaðar. Það ræður ekki við fullt starf, líðan þeirra er ekki línuleg og fötlun þeirra ekki sýnileg. Það fær því ekki sömu tækifærin og meðaljóninn s.s. aukna ábyrgð, aðgengi að ákveðnum störfum eða stöðuhækkun. Það veit oftar en ekki um mögulegan stuðning sem er í boði af því að það skortir oft sjálft stuðningsnet. Þegar tengslanet virkar skipta aðilar á milli sín verkum og tekur mikilvægar ákvarðanir í sameiningu. Enginn á að vera settur í þá stöðu t.d. eins og geðlæknar standa oft fram fyrir að taka einir ákvarðanir í erfiðum aðstæðum. Til að breyta þessu þurfa menn að sjá gildi breyttra aðferða. Til þess þarf kjark, viðhorfsbreytingu, breyttar forsendur í námi geðheilbrigðisstétta og breytingu á menningu. Heilbrigðisráherra hefur nú stigið framfaraskref með því að skipa í Geðráð þar sem fulltrúar ólíkra hagsmunaaðila mætast, finna saman lausnir og verða ráðgefandi fyrir ráðherra. Það vonandi dregur úr þeim vinnubrögðum sem hingað til hafa viðgengist þegar alls kyns nefndir hafa lokið störfum að þá komi valdhafandi heilbrigðisstéttir og breyti áherslum notenda og þeirra sem vilja breytingar. Kannski væri best að fólk hefði val sem mótvægi við hefðbundnar leiðir og þannig stuðlað að breytingum. Styrktarsjóður geðheilbrigðis var settur á laggirnar af Geðhjálp með slíkan ásetning í huga. Sjóðurinn styrkti nýverið fjöldamörg verkefni þar sem jafningjaráherslur eru t.d. dregnar fram. Einnig voru verkefni styrkt sem eru hvatar til bættrar geðheilsu eins og tónlist, leiklist, ljóðlist og kvikmyndagerð. Ólíkar nálganir þurfa ekki að vinna gegn hverri annarri. Markmið okkar allra er að styrkja fólk í málefnum sem þeim eru mikilvæg í eigin lífi. Batarannsóknir sýna að bati næst án fyrirfram ákveðinna skoðana, forsenda eða sjúkdómsgreininga. Valdhafar eiga með öllum tiltækum ráðum að ýta undir að fólki vinni á jafningjagrunni þvert á stéttir og þjónustu. Hættum að vera hrædd. Tölum saman og hlustum á hvert annað. Þannig náum við fram nauðsynlegum breytingum á geðheilbrigðiskerfinu. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Elín Ebba Ásmundsdóttir Mannréttindi Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Sjá meira
Geðhjálp hefur að undanförnu staðið fyrir vitundarátaki um geðheilbrigðismál. Markmiðið er m.a. að skapa vettvang fyrir landsmenn að koma fram skoðun sinni um hvað betur mætti gera í geðheilbrigðisþjónustunni. Sjónarhorn þriggja einstaklinga voru sýnd á samfélagsmiðlum, geðheilbrigði.is og á visir.is. Fyrsta myndbandið var viðtal við starfsmann sem unnið hafði á geðdeild í Danmörku og á Íslandi, annað tengdist reynslu af því að alast upp hjá móður með geðræna erfiðleika og þriðji dró fram áhrif brostinna framtíðardrauma einstaklings með notandareynslu. Almenningur getur einnig sagt sína skoðun með því að svara spurningum um forgangsröðun. Thomas Insell geðlæknir, fyrrum yfirmaður NIMH rannsóknarstofnunar innan geðheilbrigðis í Bandaríkjunum bendir á að þrátt fyrir ótal læknisfræðilegar rannsóknir á síðustu áratugum sem kostað hafa mörg hundruð milljarða hafi þær ekki haft nein áhrif á fjölda sjálfsvíga né innlagnir á sjúkrahúsum. Læknisfræðileg nálgun (biomedical paradigm) geðheilbrigðis er því ekki lausnin sem menn vonuðust eftir. WHO alþjóðlega heilbrigðisstofnunin setur nú mannréttindamiðaða geðheilbrigðisþjónustu á oddinn sem tekur m.a. mið af rannsóknum þar sem raddir þjónustuþega eru hluti af gagnreyndri þjónustu. Hún vinnur út frá valdeflingu, gefur fólki val, er áfallamiðuð og stór hluti starfsfólks eru jafningjar þ.e. fólk með reynslu af að hafa nýtt geðheilbrigðisþjónustuna. Þjónusta sem leitar allra leiða til að koma í veg fyrir þvingun og nauðung. Skjólstæðingar sem hafa orðið fyrir valdbeitingu lýsa oft óafturkræfum afleiðingum s.s. áfallastreitu, lélegri lífsgæðum og tortryggni gagnvart þeim sem eiga að aðstoða þá. Mannréttindamiðuð nálgun krefst samfélagslegra breytinga. Geðsjúkdómar þrífast best í vanrækslu, ofbeldi, skorti á tengslum, mismunun, fátækt, útilokun, félagslegri einangrun, vinnuóöruggi, ójöfnum tækifærum til menntunar, atvinnuleysi, lélegu húsnæði, og lélegu aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Það hefur ekki skort málþingin né frumkvæði stjórnvalda í viðleitni að samþætta þjónustuna, auka eftirfylgd og vinna að mannréttindum en erfiðlega gengur hins vegar að breyta menningu, uppbyggingu þjónustunnar, viðhorfum og valdahlutföllum innan geðheilbrigðiskerfisins. Geðsvið Landspítalans og Geðheilsuteymi heilsugæslunnar hafa tekið skref í átt að mannréttindamiðaðri þjónustu með því að ráða jafningjastarfsmenn. Alþjóðleg samtök á vegum Intentional Peer Support hafa haldið námskeið, handleitt og boðið upp á frekari menntun hér á landi. Traustur kjarni hefur haldið utan um þessi námskeið. Þar fá jafningjastarfsmenn fræðslu um hvað það þýðir að vinna út frá jafningjagrunni og hvað aðgreinir þá frá hefðbundnu starfs- og fagfólki. Geðsvið Landspítalans hóf einnig á þessu ári gæðaúttekt á tveimur geðdeildum. Rannsóknaraðferðin kallast „Notandi spyr notanda“ og er fyrirmyndin fengin frá Noregi. Fólk með reynslu af geðheilbrigðisþjónustu sér um að hanna rannsóknarspurningar, vinna úr þeim og setja á oddinn það sem vel sé gert og hvað megi betur fara að mati þeirra sem þiggja þjónustuna. Rannsóknir á mannréttindamiðari þjónustu draga fram mikilvægi jafningjastuðnings og á hvern hátt sé hægt að uppræta valdbeitingu og þvingun. Þær draga fram mikilvægi jafningja/skjólhúsa (safe houses) opinna samræðna (open dialouge), réttindamála og félagslega stöðu. Þær draga einnig fram mikilvægiþessi að þjónustuþeginn sjálfur stýri ferðinni í krísu- og einstaklingsáætlunum. Fólk með geðrænar áskoranir á erfiðara uppdráttar í samfélaginu bæði hvað varðar menntun og atvinnuþátttöku. Það flosnar upp úr námi, byrjar endurtekið á byrjunarreit og gefst loks upp, ekki bara vegna skipbrots heldur vegna kostnaðar. Það ræður ekki við fullt starf, líðan þeirra er ekki línuleg og fötlun þeirra ekki sýnileg. Það fær því ekki sömu tækifærin og meðaljóninn s.s. aukna ábyrgð, aðgengi að ákveðnum störfum eða stöðuhækkun. Það veit oftar en ekki um mögulegan stuðning sem er í boði af því að það skortir oft sjálft stuðningsnet. Þegar tengslanet virkar skipta aðilar á milli sín verkum og tekur mikilvægar ákvarðanir í sameiningu. Enginn á að vera settur í þá stöðu t.d. eins og geðlæknar standa oft fram fyrir að taka einir ákvarðanir í erfiðum aðstæðum. Til að breyta þessu þurfa menn að sjá gildi breyttra aðferða. Til þess þarf kjark, viðhorfsbreytingu, breyttar forsendur í námi geðheilbrigðisstétta og breytingu á menningu. Heilbrigðisráherra hefur nú stigið framfaraskref með því að skipa í Geðráð þar sem fulltrúar ólíkra hagsmunaaðila mætast, finna saman lausnir og verða ráðgefandi fyrir ráðherra. Það vonandi dregur úr þeim vinnubrögðum sem hingað til hafa viðgengist þegar alls kyns nefndir hafa lokið störfum að þá komi valdhafandi heilbrigðisstéttir og breyti áherslum notenda og þeirra sem vilja breytingar. Kannski væri best að fólk hefði val sem mótvægi við hefðbundnar leiðir og þannig stuðlað að breytingum. Styrktarsjóður geðheilbrigðis var settur á laggirnar af Geðhjálp með slíkan ásetning í huga. Sjóðurinn styrkti nýverið fjöldamörg verkefni þar sem jafningjaráherslur eru t.d. dregnar fram. Einnig voru verkefni styrkt sem eru hvatar til bættrar geðheilsu eins og tónlist, leiklist, ljóðlist og kvikmyndagerð. Ólíkar nálganir þurfa ekki að vinna gegn hverri annarri. Markmið okkar allra er að styrkja fólk í málefnum sem þeim eru mikilvæg í eigin lífi. Batarannsóknir sýna að bati næst án fyrirfram ákveðinna skoðana, forsenda eða sjúkdómsgreininga. Valdhafar eiga með öllum tiltækum ráðum að ýta undir að fólki vinni á jafningjagrunni þvert á stéttir og þjónustu. Hættum að vera hrædd. Tölum saman og hlustum á hvert annað. Þannig náum við fram nauðsynlegum breytingum á geðheilbrigðiskerfinu. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun