„Þetta var hans einlæga ósk“ Íris Hauksdóttir skrifar 25. október 2023 17:01 Björgvin Franz lék Ragga Bjarna yfir tvöhundruð sinnum og býr yfir mörgum skemmtilegum sögum. „Við köllum okkur vini Ragga Bjarna. Við eigum það sameiginlegt að hafa unnið með honum á einhverjum tímapunkti í lífi hans,“ segir leikarinn Björgvin Franz Gíslason. Hann er einn þeirra listamanna sem stendur að baki viðburði sem haldinn verður í Lindakirkju á morgun, fimmtudaginn 26. október. Ásamt Björgvini Franz munu þeir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ágústsson halda uppi fjörinu. Samkoman fer fram í Lindakirkju klukkan 12:00 þar sem söngvarar skemmta gestum í minningu Ragnars Bjarnasonar. Flytja hans bestu lög Saman hafa félagarnir sett saman vandaða dagskrá þar sem þeir syngja lög Ragga milli þess sem þeir segja skemmtilegar sögur og brandara frá ferli söngvarans ástsæla. Þeir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ásgeirsson koma að skemmtuninni. „Ásgeir Páll ferðaðist með Ragga í kringum landð og Þorgeir fylgdi honum í gegnum Sumargleðina á sínum tíma. Sjálfur lék ég hann tvöhundruð og tuttugu sinnum og fékk að hitta hann jafn oft í kringum sýninguna Ellý. Við eigum því allir skemmtilegar sögur af segja frá Ragga og ætlum að flytja öll hans bestu lög, eða eins mörg og við komumst yfir. Það er svo margt skemmtilegt hægt að segja um Ragga enda var hann með eindæmum fyndinn og orðheppinn.“ Ekki gleyma gamla settinu og alls ekki gleyma Sólheimum Björgvin segir það hafi verið einlæg ósk Ragga áður en hann féll frá að þeir félagar héldu áfram að sinna sínum dyggasta aðdáendahópi. „Raggi var duglegur að heimsækja öldrunarheimili og skemmti alltaf einu sinni á ári á Sólheimum. Það var tvennt sem hann sagði við Þorgeir áður en hann lést:“ „Ekki gleyma gamla settinu og alls ekki gleyma Sólheimum.“ „Hann var svo duglegur að sinna þeim sem eldri eru með sínum bestu lögum við höfum reynt að sinna þessu fallega og yndislega verkefni eftir að hann hvarf frá okkur. Andi Ragga mun svífa yfir Lindakirkju og við ætlum fyrst og fremst að hafa gaman og fíflast svolítið í liðinu um leið, svona eins og hann hefði gert.“ Allur ágóði af tónleikunum rennur í Lyftusjóð Lindakirkju. Lyftan gerir kirkjugestum mögulegt að taka þátt í barna- og unglingastarfinu sem er nú komið með frábæra aðstöðu í kjallara. Sömuleiðis gerir hún fólki kleift að njóta útsýnisins frá turni Lindakirkju. Miðaverð á skemmtunina er 3.900 krónur og fer miðasala fram hér en einnig er hægt að kaupa miða við inngang. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
Ásamt Björgvini Franz munu þeir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ágústsson halda uppi fjörinu. Samkoman fer fram í Lindakirkju klukkan 12:00 þar sem söngvarar skemmta gestum í minningu Ragnars Bjarnasonar. Flytja hans bestu lög Saman hafa félagarnir sett saman vandaða dagskrá þar sem þeir syngja lög Ragga milli þess sem þeir segja skemmtilegar sögur og brandara frá ferli söngvarans ástsæla. Þeir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ásgeirsson koma að skemmtuninni. „Ásgeir Páll ferðaðist með Ragga í kringum landð og Þorgeir fylgdi honum í gegnum Sumargleðina á sínum tíma. Sjálfur lék ég hann tvöhundruð og tuttugu sinnum og fékk að hitta hann jafn oft í kringum sýninguna Ellý. Við eigum því allir skemmtilegar sögur af segja frá Ragga og ætlum að flytja öll hans bestu lög, eða eins mörg og við komumst yfir. Það er svo margt skemmtilegt hægt að segja um Ragga enda var hann með eindæmum fyndinn og orðheppinn.“ Ekki gleyma gamla settinu og alls ekki gleyma Sólheimum Björgvin segir það hafi verið einlæg ósk Ragga áður en hann féll frá að þeir félagar héldu áfram að sinna sínum dyggasta aðdáendahópi. „Raggi var duglegur að heimsækja öldrunarheimili og skemmti alltaf einu sinni á ári á Sólheimum. Það var tvennt sem hann sagði við Þorgeir áður en hann lést:“ „Ekki gleyma gamla settinu og alls ekki gleyma Sólheimum.“ „Hann var svo duglegur að sinna þeim sem eldri eru með sínum bestu lögum við höfum reynt að sinna þessu fallega og yndislega verkefni eftir að hann hvarf frá okkur. Andi Ragga mun svífa yfir Lindakirkju og við ætlum fyrst og fremst að hafa gaman og fíflast svolítið í liðinu um leið, svona eins og hann hefði gert.“ Allur ágóði af tónleikunum rennur í Lyftusjóð Lindakirkju. Lyftan gerir kirkjugestum mögulegt að taka þátt í barna- og unglingastarfinu sem er nú komið með frábæra aðstöðu í kjallara. Sömuleiðis gerir hún fólki kleift að njóta útsýnisins frá turni Lindakirkju. Miðaverð á skemmtunina er 3.900 krónur og fer miðasala fram hér en einnig er hægt að kaupa miða við inngang.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira