Ólafur Kristjánsson tekur við kvennaliði Þróttar Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2023 17:12 Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar og Ólafur H. Kristjánsson, nýr þjálfari Þróttar, sáttir á Þróttaravellinum í Laugardal í Reykjavík. Þróttur Ólafur Helgi Kristjánsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning um að þjálfa kvennalið Þróttar. Liðið hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Frá þessu er greint á heimasíðu Þróttar. Ólafur, sem síðast var yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, tekur við liðinu af Nik Chamberlain sem var nýverið ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Nik hafði stýrt liðinu frá árinu 2016. Þar segir að Ólafur eigi að baki mjög farsælan feril sem leikmaður og þjálfari og lék hér á landi með FH og KR og í Danmörku með AGF þar sem hann lauk ferli sínum sem leikmaður árið 2000, en tók þá við þjálfun hjá félaginu. „Ólafur H. Kristjánsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning um að þjálfa kvennalið Þróttar. Liðið hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Ólafur H. Kristjánsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning um að þjálfa kvennalið Þróttar. Liðið hafnaði í 3. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Ólafur hefur náð framúrskarandi árangri sem þjálfari, hann tók við Fram árið 2004 þegar hann sneri heim frá Danmörku, gerði karlalið Breiðabliks að bikarmeisturum árið 2009 og Íslandsmeisturum árið eftir. Síðar þjálfaði hann Nordsjælland og Randers í efstu deild, sem og Esbjerg í næst efstu deild í Danmörku og þar á milli FH í efstu deild á Íslandi. Nú síðast var hann yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki. Ólafur hefur lokið æðstu gráðum í þjálfun og hefur um margra ára skeið kennt á þjálfaranámskeiðum á vegum KSÍ og miðlað af reynslu sinni til annarra þjálfara. Þá hefur hann verið fastagestur á heimilum landsmanna í tengslum við útsendingar af stórmótum í knattspyrnum, bæði hjá konum og körlum, segir í tilkynningunni. Ólafur mun strax hefja störf hjá Þrótti. Að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Nik þar sem hann ræðir viðskilnaðinn við Þrótt. Sýnir metnað félagsins Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar segir að ráðning Ólafs H. Kristjánssonar sýni þann metnað sem einkenni allt starf knattspyrnudeildar Þróttar þessa dagana. „Með henni stígum við stórt skref og sköpum forsendur til að halda áfram að bæta árangur kvennaliðsins ár frá ári. Ólafur verður frábær viðbót við þann þjálfarahóp sem starfar hjá Þrótti og reynsla hans og þekking á knattspyrnu mun nýtast félaginu vel á fjölmörgum sviðum. Við hlökkum til samstarfsins og vitum að Þróttararsamfélagið allt fagnar þessari ráðningu og þeim stórhug sem hún sýnir,“ segir Kristján. Mjög spenntur Þá er haft eftir Ólafi að hann sé mjög spenntur að taka við kvennaliði Þróttar sem hafi verið í fremstu röð í íslenskum kvennafótbolta undanfarin ár. „Framtíðarsýn Þróttara hefur heillað mig og ég trúi því að við getum gert liðið enn betra en það er í dag. Ég tek við góðu búi og lít á það sem mjög verðugt verkefni að halda áfram þeirri góðu vinnu sem unnin hefur verið í Þrótti.“ Þróttur Reykjavík Besta deild karla Reykjavík Tengdar fréttir Nik Chamberlain tekur við kvennaliði Breiðabliks Nik Chamberlain hefur skrifað undir samning um að þjálfa kvennalið Breiðabliks í Bestu deildinni næstu þrjú árin. 18. október 2023 14:33 „Hreint út sagt algjör martröð“ Englendingurinn Nik Chamberlain er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann ætlaði sér að vera áfram með Þrótt sem hann hefur stýrt frá 2016 þar til Blikar bönkuðu upp á. Hann segir hins vegar ákvörðinina hafa verið þungbæra. 20. október 2023 09:01 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Sjá meira
Frá þessu er greint á heimasíðu Þróttar. Ólafur, sem síðast var yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, tekur við liðinu af Nik Chamberlain sem var nýverið ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Nik hafði stýrt liðinu frá árinu 2016. Þar segir að Ólafur eigi að baki mjög farsælan feril sem leikmaður og þjálfari og lék hér á landi með FH og KR og í Danmörku með AGF þar sem hann lauk ferli sínum sem leikmaður árið 2000, en tók þá við þjálfun hjá félaginu. „Ólafur H. Kristjánsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning um að þjálfa kvennalið Þróttar. Liðið hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Ólafur H. Kristjánsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning um að þjálfa kvennalið Þróttar. Liðið hafnaði í 3. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Ólafur hefur náð framúrskarandi árangri sem þjálfari, hann tók við Fram árið 2004 þegar hann sneri heim frá Danmörku, gerði karlalið Breiðabliks að bikarmeisturum árið 2009 og Íslandsmeisturum árið eftir. Síðar þjálfaði hann Nordsjælland og Randers í efstu deild, sem og Esbjerg í næst efstu deild í Danmörku og þar á milli FH í efstu deild á Íslandi. Nú síðast var hann yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki. Ólafur hefur lokið æðstu gráðum í þjálfun og hefur um margra ára skeið kennt á þjálfaranámskeiðum á vegum KSÍ og miðlað af reynslu sinni til annarra þjálfara. Þá hefur hann verið fastagestur á heimilum landsmanna í tengslum við útsendingar af stórmótum í knattspyrnum, bæði hjá konum og körlum, segir í tilkynningunni. Ólafur mun strax hefja störf hjá Þrótti. Að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Nik þar sem hann ræðir viðskilnaðinn við Þrótt. Sýnir metnað félagsins Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar segir að ráðning Ólafs H. Kristjánssonar sýni þann metnað sem einkenni allt starf knattspyrnudeildar Þróttar þessa dagana. „Með henni stígum við stórt skref og sköpum forsendur til að halda áfram að bæta árangur kvennaliðsins ár frá ári. Ólafur verður frábær viðbót við þann þjálfarahóp sem starfar hjá Þrótti og reynsla hans og þekking á knattspyrnu mun nýtast félaginu vel á fjölmörgum sviðum. Við hlökkum til samstarfsins og vitum að Þróttararsamfélagið allt fagnar þessari ráðningu og þeim stórhug sem hún sýnir,“ segir Kristján. Mjög spenntur Þá er haft eftir Ólafi að hann sé mjög spenntur að taka við kvennaliði Þróttar sem hafi verið í fremstu röð í íslenskum kvennafótbolta undanfarin ár. „Framtíðarsýn Þróttara hefur heillað mig og ég trúi því að við getum gert liðið enn betra en það er í dag. Ég tek við góðu búi og lít á það sem mjög verðugt verkefni að halda áfram þeirri góðu vinnu sem unnin hefur verið í Þrótti.“
Þróttur Reykjavík Besta deild karla Reykjavík Tengdar fréttir Nik Chamberlain tekur við kvennaliði Breiðabliks Nik Chamberlain hefur skrifað undir samning um að þjálfa kvennalið Breiðabliks í Bestu deildinni næstu þrjú árin. 18. október 2023 14:33 „Hreint út sagt algjör martröð“ Englendingurinn Nik Chamberlain er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann ætlaði sér að vera áfram með Þrótt sem hann hefur stýrt frá 2016 þar til Blikar bönkuðu upp á. Hann segir hins vegar ákvörðinina hafa verið þungbæra. 20. október 2023 09:01 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Sjá meira
Nik Chamberlain tekur við kvennaliði Breiðabliks Nik Chamberlain hefur skrifað undir samning um að þjálfa kvennalið Breiðabliks í Bestu deildinni næstu þrjú árin. 18. október 2023 14:33
„Hreint út sagt algjör martröð“ Englendingurinn Nik Chamberlain er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann ætlaði sér að vera áfram með Þrótt sem hann hefur stýrt frá 2016 þar til Blikar bönkuðu upp á. Hann segir hins vegar ákvörðinina hafa verið þungbæra. 20. október 2023 09:01