Við þurfum öfluga bændur! Friðrik Sigurðsson skrifar 25. október 2023 14:31 Eftir á annan tug stýrivaxtahækkana er farið að reyna verulega á fjárhaginn hjá mörgum íbúum og rekstraraðilum á Íslandi. Bændur landsins virðast vera „Kanarífuglinn í kolanámunni“ og eru margir þeirra orðnir algjörlega uppgefnir á stöðunni og farnir að tala um að hætta rekstri. Það yrði mikið áfall fyrir þá og þeirra fjölskyldur svo ekki sé horft til þess hversu mikið áfall það yrði fyrir þjóðina ef fjöldi bænda hættir rekstri. Bændur eru og eiga að vera áfram ein af grunnstoðum samfélagsins á Íslandi. Sú grunnstoð þarf að vera sjálfbær og byggð á almannahagsmunum. Matvælaöryggi þjóðarinnar er að mati undirritaðs augljóslega einn af þeim þáttum sem máli skipta þegar kemur að velferð þjóðarinnar. Ungir bændur þurfa að fá eðlilegan stuðning til að koma undir sig fótunum og hefja búskap. Hér þarf sameiginlegt átak hins opinbera bæði til að auðvelda þeim að hefja búskap og einnig til að auðvelda þeim að halda áfram búskap þegar vextir eru farnir að sliga eðlilegan rekstur hjá þeim. Ríkisvaldið brást hratt við í Covid og leysti ferðaþjónustuna úr erfiðri stöðu með lánum á hagstæðum vöxtum og styrkjum. Slíkar skammtímalausnir þarf að finna í málum bænda sem fyrst. Til lengri tíma er það svo skoðun undirritaðs að frelsi bænda til nýsköpunar og framleiðslu þarf að auka og styrkja .arf enn frekar fjármagn til nýsköpunar í sveitum landsins. Þar er að mínu mati innganga í ESB ein af forsendum þess að ná meiri stöðugleika í fjármálum landsins og efla getu landbúnaðar á Íslandi til stórkostlegs tollfrjáls útflutnings til ESB landa á heilnæmum landbúnaðarafurðum sem bændur Íslands framleiða. Ég hvet að lokum alla sem styðja bændur að mæta í Salinn í Kópavogi á morgun fimmtudaginn 26. október kl.13:00 og standa þétt við bakið á ungum bændum sem halda þar baráttufund fyrir því að tryggja sér laun fyrir lífi. Það skiptir okkur öll máli að á Íslandi verði áfram öflugir bændur. Höfundur er fulltrúi í málefnaráði Viðreisnar, sonur fyrrverandi bænda og Þingeyingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Byggðamál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Eftir á annan tug stýrivaxtahækkana er farið að reyna verulega á fjárhaginn hjá mörgum íbúum og rekstraraðilum á Íslandi. Bændur landsins virðast vera „Kanarífuglinn í kolanámunni“ og eru margir þeirra orðnir algjörlega uppgefnir á stöðunni og farnir að tala um að hætta rekstri. Það yrði mikið áfall fyrir þá og þeirra fjölskyldur svo ekki sé horft til þess hversu mikið áfall það yrði fyrir þjóðina ef fjöldi bænda hættir rekstri. Bændur eru og eiga að vera áfram ein af grunnstoðum samfélagsins á Íslandi. Sú grunnstoð þarf að vera sjálfbær og byggð á almannahagsmunum. Matvælaöryggi þjóðarinnar er að mati undirritaðs augljóslega einn af þeim þáttum sem máli skipta þegar kemur að velferð þjóðarinnar. Ungir bændur þurfa að fá eðlilegan stuðning til að koma undir sig fótunum og hefja búskap. Hér þarf sameiginlegt átak hins opinbera bæði til að auðvelda þeim að hefja búskap og einnig til að auðvelda þeim að halda áfram búskap þegar vextir eru farnir að sliga eðlilegan rekstur hjá þeim. Ríkisvaldið brást hratt við í Covid og leysti ferðaþjónustuna úr erfiðri stöðu með lánum á hagstæðum vöxtum og styrkjum. Slíkar skammtímalausnir þarf að finna í málum bænda sem fyrst. Til lengri tíma er það svo skoðun undirritaðs að frelsi bænda til nýsköpunar og framleiðslu þarf að auka og styrkja .arf enn frekar fjármagn til nýsköpunar í sveitum landsins. Þar er að mínu mati innganga í ESB ein af forsendum þess að ná meiri stöðugleika í fjármálum landsins og efla getu landbúnaðar á Íslandi til stórkostlegs tollfrjáls útflutnings til ESB landa á heilnæmum landbúnaðarafurðum sem bændur Íslands framleiða. Ég hvet að lokum alla sem styðja bændur að mæta í Salinn í Kópavogi á morgun fimmtudaginn 26. október kl.13:00 og standa þétt við bakið á ungum bændum sem halda þar baráttufund fyrir því að tryggja sér laun fyrir lífi. Það skiptir okkur öll máli að á Íslandi verði áfram öflugir bændur. Höfundur er fulltrúi í málefnaráði Viðreisnar, sonur fyrrverandi bænda og Þingeyingur.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar