Atal birti myndband á Instagram síðu sinni sem fékk fljótt gríðarmikla gagnrýni fyrir vanvirðingu gagnvart gyðingum. Leikmaðurinn var ekki lengi að fjarlæga færsluna og baðst innilega afsökunar í kjölfarið.
🚨🚨| BREAKING: OGC Nice suspended Youcef Atal until further notice for posts on social media. pic.twitter.com/LQd6AcVLWx
— TTS. (@TransferSector) October 18, 2023
Franska knattspyrnusambandið tók málið til rannsóknar ásamt aganefnd FIFA og komust að þeirri niðurstöðu að leikmaðurinn yrði dæmdur í sjö leikja bann.
Fyrir þetta hafði leikmaðurinn verið sendur í leyfi frá störfum af félagsliði sínu, en sinnti landsliðsverkefnum á dögunum með Alsír.
Nice have suspended Algerian international defender Youcef Atal until further notice after he shared an anti-Semitic video on social media. pic.twitter.com/FI8itEs5ex
— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 18, 2023
Youcef Atal mun því missa af næstu leikjum Nice en liðið situr í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar eftir níu umferðir.