Franska undrið stimplaði sig inn í NBA deildina Aron Guðmundsson skrifar 26. október 2023 08:16 Wembanyama fékk höfðinglegar móttökur fyrir sinn fyrsta NBA leik Vísir/Getty Það ríkti mikil eftirvænting meðal körfuboltaáhugafólks fyrir leik San Antonio Spurs og Dallas Mavericks í 1. umferð NBA deildarinnar í nótt. Um var að ræða fyrsta NBA leik Victor Wembanyama, leikmanns Spurs, sem mikils er ætlast til af í deildinni. Wembanyama er af flestum talinn mest spennandi leikmaðurinn til að koma í gegnum nýliðaval NBA deildarinnar síðan LeBron James var valinn fyrstur af Cleveland Cavaliers árið 2003. San Antonio Spurs valdi Wembanyama í fyrsta valrétti nýliðavalsins þetta árið og í nótt lék hann sinn fyrsta NBA leik. Eftirvæntingin í Frost Bank Center, heimavelli Spurs var gríðarlega mikil en Wembanyama lenti snemma í villuvandræðum í leiknum. Það gerði honum erfitt fyrir framanaf leiknum. Franska undrið átti þó eftir að eiga flotta spretti í leiknum sem gefa tóninn fyrir það sem koma skal. Sterkur fjórði leikhluti sá til þess að Wembanyama endaði á því að skora fimmtán stig í leiknum, taka fimm fráköst, gefa tvær stoðsendingar, stela boltanum tvisvar og verja eitt skot. Hann hitti úr sex af sínum níu skotum, þar á meðal þremur þristum. Leiknum lauk með sigri Dallas Mavericks, 126-119 og var það sem fyrr Luka Doncic sem fór mikinn í leik Dallas. Slóveninn skilaði af sér þrefaldri tvennu í leiknum. Victor Wembanyama in his NBA debut:- 15 PTS (9 in Q4)- 5 REB- 67% FGWelcome to the Association #KiaTipOff23 pic.twitter.com/eFWYCoBmy6— NBA (@NBA) October 26, 2023 Súrealísk upplifun „Það eru auðvitað miklar tilfinningar sem bærast um innra með mér í tengslum við þetta kvöld,“ sagði Wembanyama í viðtali eftir leik. „Þetta hefði auðvitað verið fullkomin upplifun ef við hefðum sigrað leikinn.“ Hann segir það hafa verið súrealískt að sjá alla stuðningsmenn San Antonio Spurs sem voru samankomnir í Frost Bank Center fyrir leik. Wembanyama er nú formlega mættur í NBA-deildinaVísir/Getty Hvað villuvandræðin sem hann lenti í varðar, hafði Wembanyama þetta að segja um þau: „Það er auðvitað pirrandi að hafa komið sér í þessa stöðu en ég reyni alltaf að halda í jákvæðnina því ég veit að það er í hag liðsins. Ég get ekki látið minn pirring smita út frá sér í leik liðsins. Gerði vel í krefjandi aðstæðum Hjá San Antonio Spurs spilar Wembanyama undir stjórn hins reynslumikla þjálfara Greg Popovich. Sá var ánægður með það sem hann sé frá Wembanyama í frumraun leikmannsins í deild þeirra bestu. „Eitt af því erfiðasta sem leikmaður í þessari deild gengur í gegnum er að lenda í villuvandræðum,“ sagði Popovich í viðtali eftir leik. „Þegar að þú lendir í því áttu erfitt með að komast í takt við leikinn. Mér fannst hann þó sína mikinn þroska í þessum aðstæðum, þrátt fyrir að vera ungur að árum komst hann í gegnum þetta og átti sterka frammistöðu á síðustu sjö mínútum leiksins þar sem að hann lét ljós sitt skína.“ Greg Popovich, þjálfari San Antonio SpursVísir/Getty Hans hæfileikar hafi skinið í gegn á ákveðnum tímapunktum leiksins. „Við settum upp nokkur kerfi fyrir hann og hann gerði hluti sem margir aðrir hefðu ekki geta gert. Miðað við allt finnst mér hann hafa skilað af sér frábærri frammistöðu.“ Önnur úrslit næturinnar í NBA deildinni: Houston Rockets 86 - 116 Orlando MagicBoston Celtics 108 - 104 New York KnicksWashington Wizards 120 - 143 Indiana PacersAtlanta Hawks 110 - 116 Charlotte HornetsMinnesota Timberwolves 94 - 97 Toronto Raptors Detroit Pistons 102 - 103 Miami Heat Cleveland Cavaliers 114 - 113 Brooklyn Nets New Orleans Pelicans 111 - 104 Memphis Grizzlies Oklahoma City Thunder 124 - 104 Chicago Bulls Portland Trailblazers 111 - 123 Los Angeles Clippers NBA Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Sjá meira
Wembanyama er af flestum talinn mest spennandi leikmaðurinn til að koma í gegnum nýliðaval NBA deildarinnar síðan LeBron James var valinn fyrstur af Cleveland Cavaliers árið 2003. San Antonio Spurs valdi Wembanyama í fyrsta valrétti nýliðavalsins þetta árið og í nótt lék hann sinn fyrsta NBA leik. Eftirvæntingin í Frost Bank Center, heimavelli Spurs var gríðarlega mikil en Wembanyama lenti snemma í villuvandræðum í leiknum. Það gerði honum erfitt fyrir framanaf leiknum. Franska undrið átti þó eftir að eiga flotta spretti í leiknum sem gefa tóninn fyrir það sem koma skal. Sterkur fjórði leikhluti sá til þess að Wembanyama endaði á því að skora fimmtán stig í leiknum, taka fimm fráköst, gefa tvær stoðsendingar, stela boltanum tvisvar og verja eitt skot. Hann hitti úr sex af sínum níu skotum, þar á meðal þremur þristum. Leiknum lauk með sigri Dallas Mavericks, 126-119 og var það sem fyrr Luka Doncic sem fór mikinn í leik Dallas. Slóveninn skilaði af sér þrefaldri tvennu í leiknum. Victor Wembanyama in his NBA debut:- 15 PTS (9 in Q4)- 5 REB- 67% FGWelcome to the Association #KiaTipOff23 pic.twitter.com/eFWYCoBmy6— NBA (@NBA) October 26, 2023 Súrealísk upplifun „Það eru auðvitað miklar tilfinningar sem bærast um innra með mér í tengslum við þetta kvöld,“ sagði Wembanyama í viðtali eftir leik. „Þetta hefði auðvitað verið fullkomin upplifun ef við hefðum sigrað leikinn.“ Hann segir það hafa verið súrealískt að sjá alla stuðningsmenn San Antonio Spurs sem voru samankomnir í Frost Bank Center fyrir leik. Wembanyama er nú formlega mættur í NBA-deildinaVísir/Getty Hvað villuvandræðin sem hann lenti í varðar, hafði Wembanyama þetta að segja um þau: „Það er auðvitað pirrandi að hafa komið sér í þessa stöðu en ég reyni alltaf að halda í jákvæðnina því ég veit að það er í hag liðsins. Ég get ekki látið minn pirring smita út frá sér í leik liðsins. Gerði vel í krefjandi aðstæðum Hjá San Antonio Spurs spilar Wembanyama undir stjórn hins reynslumikla þjálfara Greg Popovich. Sá var ánægður með það sem hann sé frá Wembanyama í frumraun leikmannsins í deild þeirra bestu. „Eitt af því erfiðasta sem leikmaður í þessari deild gengur í gegnum er að lenda í villuvandræðum,“ sagði Popovich í viðtali eftir leik. „Þegar að þú lendir í því áttu erfitt með að komast í takt við leikinn. Mér fannst hann þó sína mikinn þroska í þessum aðstæðum, þrátt fyrir að vera ungur að árum komst hann í gegnum þetta og átti sterka frammistöðu á síðustu sjö mínútum leiksins þar sem að hann lét ljós sitt skína.“ Greg Popovich, þjálfari San Antonio SpursVísir/Getty Hans hæfileikar hafi skinið í gegn á ákveðnum tímapunktum leiksins. „Við settum upp nokkur kerfi fyrir hann og hann gerði hluti sem margir aðrir hefðu ekki geta gert. Miðað við allt finnst mér hann hafa skilað af sér frábærri frammistöðu.“ Önnur úrslit næturinnar í NBA deildinni: Houston Rockets 86 - 116 Orlando MagicBoston Celtics 108 - 104 New York KnicksWashington Wizards 120 - 143 Indiana PacersAtlanta Hawks 110 - 116 Charlotte HornetsMinnesota Timberwolves 94 - 97 Toronto Raptors Detroit Pistons 102 - 103 Miami Heat Cleveland Cavaliers 114 - 113 Brooklyn Nets New Orleans Pelicans 111 - 104 Memphis Grizzlies Oklahoma City Thunder 124 - 104 Chicago Bulls Portland Trailblazers 111 - 123 Los Angeles Clippers
NBA Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Sjá meira