Trump aftur sektaður fyrir að brjóta gegn fyrirmælum dómarans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2023 08:24 „Ótrúlegt,“ muldraði forsetinn fyrrverandi eftir ákvörðun dómarans í gær. AP/Spencer Platt Dómari í New York hefur sektað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um 10.000 dollara fyrir að brjóta gegn fyrirmælum hans um að tjá sig ekki opinberlega um starfsmenn réttarins. Arthur Engoron gerði hlé á réttarhöldunum sem nú standa yfir gegn Trump í New York til að kalla hann til vitnis vegna ummæla sinna. Associated Press hafði eftir Trump að dómarinn væri hlutdrægur og að við hlið hans sæti önnur mjög hlutdræg manneskja, manneskja sem væri jafnvel hlutdrægari en dómarinn. Spurður út í ummælin í dómsal sagðist Trump hafa verið að tala um Michael Cohen, fyrrum handbendi sitt, sem hefur verið að bera vitni gegn forsetanum fyrrverandi í vikunni. „Ertu viss?“ spurði dómarinn Trump um þessa staðhæfingu. „Já, ég er viss,“ svaraði Trump. Engoron þótti þessi vitnisburður Trump hins vegar afar ótrúverðugur og benti á að það væri mjög auðvelt að átta sig á því að hann hefði í raun verið að vísa til aðstoðarmanns dómarans, Allison Greenfield. Sagði Engoron Trump ekki trúverðugt vitni og sektaði hann um ofangreinda upphæð. Þetta er í annað sinn sem Trump er sektaður fyrir að brjóta gegn fyrirmælum dómarans en fyrri sektina, 5.000 dollara, fékk hann á sig fyrir að fjarlægja ekki ummæli sín um Greenfield af kosningasíðu sinni. Færsla þar sem Trump birti mynd af Greenfield með Chuck Schumer, forseta öldungadeildarinnar, var upphafleg ástæða þess að Engoron bannaði Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómstólsins en færlsan var aðeins fjarlægð af samfélagsmiðlinum Truth Social, ekki kosningasíðunni. Lögmenn Trump sögðu um mistök að ræða en dómarinn sagði Trump vera kominn af „viðvörunarstiginu“ og ítrekaði í gær að ef hann bryti aftur gegn fyrirmælunum myndi það mögulega hafa mun alvarlegri afleiðingar í för með sér. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Arthur Engoron gerði hlé á réttarhöldunum sem nú standa yfir gegn Trump í New York til að kalla hann til vitnis vegna ummæla sinna. Associated Press hafði eftir Trump að dómarinn væri hlutdrægur og að við hlið hans sæti önnur mjög hlutdræg manneskja, manneskja sem væri jafnvel hlutdrægari en dómarinn. Spurður út í ummælin í dómsal sagðist Trump hafa verið að tala um Michael Cohen, fyrrum handbendi sitt, sem hefur verið að bera vitni gegn forsetanum fyrrverandi í vikunni. „Ertu viss?“ spurði dómarinn Trump um þessa staðhæfingu. „Já, ég er viss,“ svaraði Trump. Engoron þótti þessi vitnisburður Trump hins vegar afar ótrúverðugur og benti á að það væri mjög auðvelt að átta sig á því að hann hefði í raun verið að vísa til aðstoðarmanns dómarans, Allison Greenfield. Sagði Engoron Trump ekki trúverðugt vitni og sektaði hann um ofangreinda upphæð. Þetta er í annað sinn sem Trump er sektaður fyrir að brjóta gegn fyrirmælum dómarans en fyrri sektina, 5.000 dollara, fékk hann á sig fyrir að fjarlægja ekki ummæli sín um Greenfield af kosningasíðu sinni. Færsla þar sem Trump birti mynd af Greenfield með Chuck Schumer, forseta öldungadeildarinnar, var upphafleg ástæða þess að Engoron bannaði Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómstólsins en færlsan var aðeins fjarlægð af samfélagsmiðlinum Truth Social, ekki kosningasíðunni. Lögmenn Trump sögðu um mistök að ræða en dómarinn sagði Trump vera kominn af „viðvörunarstiginu“ og ítrekaði í gær að ef hann bryti aftur gegn fyrirmælunum myndi það mögulega hafa mun alvarlegri afleiðingar í för með sér.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent