Ekki dómstóla að skera úr um krónu á móti krónu skerðingu Árni Sæberg skrifar 26. október 2023 13:47 Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands. ÖBÍ Hæstiréttur vísaði í gær frá aðalkröfum öryrkja og Öryrkjabandalags Íslands um greiðslu vangreiddra bóta og viðurkenningu á greiðsluskyldu Tryggingastofnunar ríkisins vegna meintrar mismununar gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum. Í dómi Hæstaréttar segir að öryrkinn, sem ekki er nafngreindur, og ÖBÍ hafi höfðað málið vegna setningar laga um breytingar á almannatryggingalögum, sem bættu nýrri reglu um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris. Málshöfðendur hafi talið að með lögunum hefði komist á ólögmæt mismunun gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem bryti gegn ákvæðum stjórnarskrár um jafnræðisreglu, rétt til aðstoðar og eignarrétt. Mismununin hefði falist í því að TR hefði skert greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri samkvæmt ákvæði laga um félagslega aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega vegna tekna þeirra umfram þá reglu sem var sett um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris. Þetta er í daglegu talið kallað krónu á móti krónu skerðing, og hefur verið mikið þrætuepli. Málið á forræði löggjafans Öryrkinn hafi krafist greiðslu vangreiddra bóta og ÖBÍ viðurkenningar á greiðsluskyldu TR fyrir árin 2017 og 2018, en til vara hafi öryrkinn krafist viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Þá hafi öryrkinn og ÖBÍ krafist viðurkenningar á að TR hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar. Í dómi Hæstaréttar var aðalkröfum beggja málshöfðenda vísað frá héraðsdómi þar sem í þeim fælist krafa um að dómstólar tækju ákvörðun um málefni sem heyrði undir löggjafarvald, andstætt annarri grein stjórnarskrárinnar. Varakröfu öryrkjans um viðurkenningu á skaðabótaskyldu TR var vísað frá vegna vanreifunar. Ekki ómálefnaleg mismunun Í dóminum segir að við úrlausn um það hvort TR hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri til örykjans hafi verið litið til ólíkra forsendna annars vegar að baki ellilífeyri og hins vegar réttar til greiðslu sérstakrar uppbótar sem þáttar í félagslegri aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. „Var ekki talið ómálefnalegt að markmið og stefna stjórnvalda í málaflokkum þessara hópa væri ekki eins í öllu tilliti en ólíkar reglur hefðu ávallt gilt um áhrif tekna á einstaka bótaflokka ellilífeyris og örorkulífeyris.“ Einnig hefðu mismunandi þarfir og aðstæður á hverjum tíma innan hvors málaflokks gefið tilefni til sjálfstæðra lagabreytinga. Þar sem ekki væri um sambærileg tilvik að ræða væri ekki talið að lögin frá 2016 hefðu leitt til ólögmætrar mismununar sem bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þá væri ekki talið að réttur öryrkjans og ÖBÍ samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar um rétt til aðstoðar eða eignarréttindi samkvæmt ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu um þau hefðu verið skert. Því hafi dómur Landsréttar verið staðfestur um sýknu TR af kröfum sem sneru að því. Dómsmál Tryggingar Kjaramál Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Sjá meira
Í dómi Hæstaréttar segir að öryrkinn, sem ekki er nafngreindur, og ÖBÍ hafi höfðað málið vegna setningar laga um breytingar á almannatryggingalögum, sem bættu nýrri reglu um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris. Málshöfðendur hafi talið að með lögunum hefði komist á ólögmæt mismunun gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem bryti gegn ákvæðum stjórnarskrár um jafnræðisreglu, rétt til aðstoðar og eignarrétt. Mismununin hefði falist í því að TR hefði skert greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri samkvæmt ákvæði laga um félagslega aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega vegna tekna þeirra umfram þá reglu sem var sett um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris. Þetta er í daglegu talið kallað krónu á móti krónu skerðing, og hefur verið mikið þrætuepli. Málið á forræði löggjafans Öryrkinn hafi krafist greiðslu vangreiddra bóta og ÖBÍ viðurkenningar á greiðsluskyldu TR fyrir árin 2017 og 2018, en til vara hafi öryrkinn krafist viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Þá hafi öryrkinn og ÖBÍ krafist viðurkenningar á að TR hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar. Í dómi Hæstaréttar var aðalkröfum beggja málshöfðenda vísað frá héraðsdómi þar sem í þeim fælist krafa um að dómstólar tækju ákvörðun um málefni sem heyrði undir löggjafarvald, andstætt annarri grein stjórnarskrárinnar. Varakröfu öryrkjans um viðurkenningu á skaðabótaskyldu TR var vísað frá vegna vanreifunar. Ekki ómálefnaleg mismunun Í dóminum segir að við úrlausn um það hvort TR hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri til örykjans hafi verið litið til ólíkra forsendna annars vegar að baki ellilífeyri og hins vegar réttar til greiðslu sérstakrar uppbótar sem þáttar í félagslegri aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. „Var ekki talið ómálefnalegt að markmið og stefna stjórnvalda í málaflokkum þessara hópa væri ekki eins í öllu tilliti en ólíkar reglur hefðu ávallt gilt um áhrif tekna á einstaka bótaflokka ellilífeyris og örorkulífeyris.“ Einnig hefðu mismunandi þarfir og aðstæður á hverjum tíma innan hvors málaflokks gefið tilefni til sjálfstæðra lagabreytinga. Þar sem ekki væri um sambærileg tilvik að ræða væri ekki talið að lögin frá 2016 hefðu leitt til ólögmætrar mismununar sem bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þá væri ekki talið að réttur öryrkjans og ÖBÍ samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar um rétt til aðstoðar eða eignarréttindi samkvæmt ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu um þau hefðu verið skert. Því hafi dómur Landsréttar verið staðfestur um sýknu TR af kröfum sem sneru að því.
Dómsmál Tryggingar Kjaramál Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Sjá meira