Lillard sjóðandi heitur í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 06:31 Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo á ferðinni með Milwaukee Bucks liðinu í nótt. AP/Morry Gash Damian Lillard byrjar feril sinn vel með Milwaukee Bucks og liðið þurfti á öllum hans stigum að halda í naumum sigri í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni. Lillard skoraði 39 stig þegar Milwaukee Bucks vann 118-117 sigur á Philadelphia 76ers sem er það mesta sem leikmaður hefur skorað í fyrsta leik með Bucks. Metið var 34 stig hjá Terry Cummings frá 1984. Dame Lillard put on a show (39 PTS, 8 REB) and secured a W in his @Bucks debut! pic.twitter.com/iFKrSEwTMx— NBA (@NBA) October 27, 2023 Lillard spilaði fyrstu ellefu árin sín í Portland en kom til Milwaukee í stærstu leikmannaskiptum sumarsins. Hann hitti úr öllum sautján vítaskotum sínum í leiknum. Bucks liðið var reyndar næstum því búið að henda frá sér sigrinum en liðið missti niður nítján stiga forystu. Lillard skoraði fjórtán stig á síðustu fjórum mínútum leiksins og sá til þess að liðið vann leikinn. Giannis Antetokounmpo skoraði 23 stig og tók 13 fráköst. Hjá 76ers var Tyrese Maxey með 31 stig, Kelly Oubre Jr. skoraði 27 stig og Joel Embiid bætti við 24 stigum. LeBron James and Kevin Durant dueled off in a #KiaTipOff23 thriller, with the Lakers coming out on top LeBron: 21 PTS, 8 REB, 9 AST, 2 BLK, 2 STLKD: 39 PTS, 11 REB pic.twitter.com/yZXUwdXjXG— NBA (@NBA) October 27, 2023 Anthony Davis var með 30 stig og 13 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 100-95 sigur á Phoenix Suns og LeBron James skoraði 10 af 21 stigi sínum í fjórða leikhlutanum. James var einnig með 8 fráköst og 9 stoðsendingar. Kevin Durant skoraði 39 stig og tók 11 fráköst fyrir Suns en liðið lék án stórstjarnanna Devin Booker og Bradley Beal. Phoenix var 84-72 yfir eftir fyrstu þrjá leikhlutana en Lakers vann lokaleikhlutann 28-11. Þá fór allt í baklás hjá Suns sem klikkaði á 13 af fyrstu 14 skotum fjórða leikhlutans og tapaði alls tíu boltum á síðustu tólf mínútum leiksins. THESE ANGLES of the Dame clincher pic.twitter.com/UXHa7YvHq7— NBA (@NBA) October 27, 2023 NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Lillard skoraði 39 stig þegar Milwaukee Bucks vann 118-117 sigur á Philadelphia 76ers sem er það mesta sem leikmaður hefur skorað í fyrsta leik með Bucks. Metið var 34 stig hjá Terry Cummings frá 1984. Dame Lillard put on a show (39 PTS, 8 REB) and secured a W in his @Bucks debut! pic.twitter.com/iFKrSEwTMx— NBA (@NBA) October 27, 2023 Lillard spilaði fyrstu ellefu árin sín í Portland en kom til Milwaukee í stærstu leikmannaskiptum sumarsins. Hann hitti úr öllum sautján vítaskotum sínum í leiknum. Bucks liðið var reyndar næstum því búið að henda frá sér sigrinum en liðið missti niður nítján stiga forystu. Lillard skoraði fjórtán stig á síðustu fjórum mínútum leiksins og sá til þess að liðið vann leikinn. Giannis Antetokounmpo skoraði 23 stig og tók 13 fráköst. Hjá 76ers var Tyrese Maxey með 31 stig, Kelly Oubre Jr. skoraði 27 stig og Joel Embiid bætti við 24 stigum. LeBron James and Kevin Durant dueled off in a #KiaTipOff23 thriller, with the Lakers coming out on top LeBron: 21 PTS, 8 REB, 9 AST, 2 BLK, 2 STLKD: 39 PTS, 11 REB pic.twitter.com/yZXUwdXjXG— NBA (@NBA) October 27, 2023 Anthony Davis var með 30 stig og 13 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 100-95 sigur á Phoenix Suns og LeBron James skoraði 10 af 21 stigi sínum í fjórða leikhlutanum. James var einnig með 8 fráköst og 9 stoðsendingar. Kevin Durant skoraði 39 stig og tók 11 fráköst fyrir Suns en liðið lék án stórstjarnanna Devin Booker og Bradley Beal. Phoenix var 84-72 yfir eftir fyrstu þrjá leikhlutana en Lakers vann lokaleikhlutann 28-11. Þá fór allt í baklás hjá Suns sem klikkaði á 13 af fyrstu 14 skotum fjórða leikhlutans og tapaði alls tíu boltum á síðustu tólf mínútum leiksins. THESE ANGLES of the Dame clincher pic.twitter.com/UXHa7YvHq7— NBA (@NBA) October 27, 2023
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira