Vellauðugur þingmaður frá Minnesota býður sig fram gegn Biden Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2023 09:47 Dean Phillips virðist ekki munu áorka meiru en að skapa sér óvinsældir með framboðinu, ef marka má fyrstu viðbrögð. AP/Alex Brandon Dean Phillips, þingmaður frá Minnesota, hefur ákveðið að bjóða sig fram gegn Joe Biden í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Phillips segir Biden hafa staðið sig frábærlega en það sé tímabært að horfa til framtíðar. Orðrómur hefur verið á kreiki síðustu vikur um mögulegt framboð Phillips en hann tilkynnti formlega um það í viðtali við CBS. Vefsíðan dean24.com fór í loftið í gær en þar er aðeins falast eftir framlögum og engar upplýsingar að finna um stefnu Phillips eða hugmyndir. Phillips, sem hefur verið tvisvar verið endurkjörinn, er þó langt frá því að vera á flæðiskeri staddur fjárhagslega en hann er metinn á 77 milljónir dollara og meðal efnuðustu þingmanna Bandaríkjaþings. „Þessar kosningar snúast um framtíðina,“ sagði Phillips við CBS en kosningaslagorð hans verður „Make America Affordable Again“, sem er skírskotun til hárrar verðbólgu og verðlags. Hann sagðist ekki myndu sitja aðgerðalaus hjá frammi fyrir neyðarástandi en var hvorki gagnrýninn á Biden né gaf hann upp hvort og hvaða hugmyndafræðilegi munur væri á milli þeirra tveggja. Hann virtist í raun aðeins setja varnagla við aldur Biden og sagði tíma fyrir nýja kynslóð að fá tækifæri til að leiða Bandaríkin. Stjórnmálaskýrendur segja erfitt að sjá fyrir sér hvaða hag Phillips sér í því að bjóða sig fram; hann sé örugglega að fara að tapa fyrir Biden og jafnvel þótt hann kunni að verða betur þekktur fyrir vikið sé allt eins líklegt að hann muni á sama tíma afla sér verulegra óvinsælda meðal Demókrata. Kjörnir fulltrúar í bæði Minnesota og á landsvísu hafa þegar lýst yfir óánægju með framboðið. .@RepDeanPhillips It s time for you to resign your seat. I could not be more disappointed in you. You will never have my support again for any elected office, including your Congressional seat. Make America Affordable Again? Pretty rich coming from a multi-millionaire. https://t.co/8DUtVLovYG— Senator Bonnie Westlin (@SenatorWestlin) October 24, 2023 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Orðrómur hefur verið á kreiki síðustu vikur um mögulegt framboð Phillips en hann tilkynnti formlega um það í viðtali við CBS. Vefsíðan dean24.com fór í loftið í gær en þar er aðeins falast eftir framlögum og engar upplýsingar að finna um stefnu Phillips eða hugmyndir. Phillips, sem hefur verið tvisvar verið endurkjörinn, er þó langt frá því að vera á flæðiskeri staddur fjárhagslega en hann er metinn á 77 milljónir dollara og meðal efnuðustu þingmanna Bandaríkjaþings. „Þessar kosningar snúast um framtíðina,“ sagði Phillips við CBS en kosningaslagorð hans verður „Make America Affordable Again“, sem er skírskotun til hárrar verðbólgu og verðlags. Hann sagðist ekki myndu sitja aðgerðalaus hjá frammi fyrir neyðarástandi en var hvorki gagnrýninn á Biden né gaf hann upp hvort og hvaða hugmyndafræðilegi munur væri á milli þeirra tveggja. Hann virtist í raun aðeins setja varnagla við aldur Biden og sagði tíma fyrir nýja kynslóð að fá tækifæri til að leiða Bandaríkin. Stjórnmálaskýrendur segja erfitt að sjá fyrir sér hvaða hag Phillips sér í því að bjóða sig fram; hann sé örugglega að fara að tapa fyrir Biden og jafnvel þótt hann kunni að verða betur þekktur fyrir vikið sé allt eins líklegt að hann muni á sama tíma afla sér verulegra óvinsælda meðal Demókrata. Kjörnir fulltrúar í bæði Minnesota og á landsvísu hafa þegar lýst yfir óánægju með framboðið. .@RepDeanPhillips It s time for you to resign your seat. I could not be more disappointed in you. You will never have my support again for any elected office, including your Congressional seat. Make America Affordable Again? Pretty rich coming from a multi-millionaire. https://t.co/8DUtVLovYG— Senator Bonnie Westlin (@SenatorWestlin) October 24, 2023
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira