„Ótrúlega aumingjalegt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. október 2023 12:41 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. Jórdanía lagði í gær fram ályktun um mannúðarhlé á Gasa og 45 lönd studdu hana óbreytta. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt að lokum og greiddu 120 lönd atkvæði með tillögunni. Samkvæmt utanríkisráðuneytinu hefði Ísland hefði stutt tillöguna ef breytingin hefði náð fram að ganga. „Aum afsökun“ Þingmaður Pírata segir um afstöðleysi að ræða. „Gagnvart þeirri risavöxnu mannúðarkrísu sem er að eiga sér stað núna á Gasa. Það að sitja hjá þýðir að þú tekur ekki afstöðu gagnvart því sem er öllum augljóst: Það verður að koma á vopnahléi strax, það verður að koma vistum og nauðsynlegri hjálp til íbúa á Gasa strax. Það er ótrúlega sorglegt og skammarlegt að ríkisstjórn Íslands hafi ekki fengist til að kalla eftir tafarlausu vopnahléi, til þess að hægt sé að bjarga lífum og koma á lágmarksmannúð á Gasa,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum. Í tillögunni hafi þegar verið að finna skýra fordæmingu á árásir á almenna borgara, sama hvaðan þær koma. „Það er ótrúlega aum afsökun að fyrst að ítrustu kröfum Íslands um fordæmingu á árásum Hamas var ekki mætt, þá geti þau ekki kallað eftir vopnahléi til að bjarga lífum. Það er ótrúlega aumingjalegt.“ Afstaða Íslands birtist í atkvæðum þess Í færslu sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra birti á Facebook í dag sagði að krafa Íslands um tafarlaust mannúðarhlé væri skýr, þrátt fyrir að ekki hafi náðst samstaða á þinginu um fordæmingu hryðjuverka. Þórhildur Sunna segir afstöðu Íslands fyrst og síðast birtast í því hvernig við greiðum atkvæði. „Og þegar við sitjum hjá í jafn mikilvægu máli og þessu þá höfum við tekið afstöðu gegn mannúð, og það er ótrúlega sorglegt að verað vitni að því,“ segir Þórhildur Sunna. Hún vilji gefa stjórnarliðum tækifæri til að standa með því sem hún voni að sé sannfæring þeirra, með því að gerast meðflutningsmenn að þingsályktun sem felur utanríkisráðherra að fordæma árásir Ísraelshers á Gasa, og kalla eftir tafarlausu vopnahléi. Þórhildur Sunna segist telja að afstaða Íslands í atkvæðagreiðslunni í gær skýrist fyrst og fremst af meðvirkni við Bandaríkin. „Og Bjarni Benediktsson þorir ekki að gera neitt sem er í andstöðu við vilja Bandaríkjanna, það er það eina sem mér dettur í hug,“ segir Þórhildur Sunna. Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Píratar Tengdar fréttir Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03 Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. 28. október 2023 10:01 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Jórdanía lagði í gær fram ályktun um mannúðarhlé á Gasa og 45 lönd studdu hana óbreytta. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt að lokum og greiddu 120 lönd atkvæði með tillögunni. Samkvæmt utanríkisráðuneytinu hefði Ísland hefði stutt tillöguna ef breytingin hefði náð fram að ganga. „Aum afsökun“ Þingmaður Pírata segir um afstöðleysi að ræða. „Gagnvart þeirri risavöxnu mannúðarkrísu sem er að eiga sér stað núna á Gasa. Það að sitja hjá þýðir að þú tekur ekki afstöðu gagnvart því sem er öllum augljóst: Það verður að koma á vopnahléi strax, það verður að koma vistum og nauðsynlegri hjálp til íbúa á Gasa strax. Það er ótrúlega sorglegt og skammarlegt að ríkisstjórn Íslands hafi ekki fengist til að kalla eftir tafarlausu vopnahléi, til þess að hægt sé að bjarga lífum og koma á lágmarksmannúð á Gasa,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum. Í tillögunni hafi þegar verið að finna skýra fordæmingu á árásir á almenna borgara, sama hvaðan þær koma. „Það er ótrúlega aum afsökun að fyrst að ítrustu kröfum Íslands um fordæmingu á árásum Hamas var ekki mætt, þá geti þau ekki kallað eftir vopnahléi til að bjarga lífum. Það er ótrúlega aumingjalegt.“ Afstaða Íslands birtist í atkvæðum þess Í færslu sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra birti á Facebook í dag sagði að krafa Íslands um tafarlaust mannúðarhlé væri skýr, þrátt fyrir að ekki hafi náðst samstaða á þinginu um fordæmingu hryðjuverka. Þórhildur Sunna segir afstöðu Íslands fyrst og síðast birtast í því hvernig við greiðum atkvæði. „Og þegar við sitjum hjá í jafn mikilvægu máli og þessu þá höfum við tekið afstöðu gegn mannúð, og það er ótrúlega sorglegt að verað vitni að því,“ segir Þórhildur Sunna. Hún vilji gefa stjórnarliðum tækifæri til að standa með því sem hún voni að sé sannfæring þeirra, með því að gerast meðflutningsmenn að þingsályktun sem felur utanríkisráðherra að fordæma árásir Ísraelshers á Gasa, og kalla eftir tafarlausu vopnahléi. Þórhildur Sunna segist telja að afstaða Íslands í atkvæðagreiðslunni í gær skýrist fyrst og fremst af meðvirkni við Bandaríkin. „Og Bjarni Benediktsson þorir ekki að gera neitt sem er í andstöðu við vilja Bandaríkjanna, það er það eina sem mér dettur í hug,“ segir Þórhildur Sunna.
Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Píratar Tengdar fréttir Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03 Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. 28. október 2023 10:01 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03
Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. 28. október 2023 10:01